Dæmi um yfirlýsingar sem eiga að láta okkur líða betur

Það er svo einfalt að fullyrða um eitthvað við almenning í landinu sem skilur upp til hópa lítið í hagfræði.  Meðan að greiðslur eru ekki hafnar á nýsköpuðum erlendum skuldum er afar auðvelt að skapa jákvæðan viðskiptajöfnuð við útlönd.  Á næstu 2 árum verður útflutningur hlutfallslega hár miðað við innflutning.

Þetta snýst hins vegar dramatískt við þegar að við byrjum að greiða af erlendu lánunum stóran hluta af VLF. Þá má segja að það reiknast það í raun sem stórfelld aukning á innflutningi og við stöndum þá aftur frammi fyrir verulegum viðskiptahalla.

En datt í hug að henda hér fram nokkrum fullyrðingum sem hefur verið kastað fram nýlega svona til þess að setja smáplástur á svöðusárin okkar:

Gengislækkun stendur stutt

Eignir bankanna standa nánast að fullu undir skuldum

Stjórnarsamstarfið er byggt á sterkum grunni

AGS er að teikna upp verstu mynd - ástandið verður vafalaust mun betra

 

Detta ykkur ekki í hug fleiri slíkar yfirlýsingar?

 


mbl.is Gengislækkun stendur stutt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

ER ekki baara málið, Baldvin, að ríkisstjórnin er engu nær um  stðu mála en við og í staðinn fyrir að viðurkenna það, þá búa menn til svona skýringar.

Marinó G. Njálsson, 29.11.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband