Á hvaða öld lifum við? Er hægt að lækna ofbeldi með ofbeldi??

Stórfurðuleg viðbrögð fólks þarna á ferðinni.  Hvers vegna að ráðast gegn barninu? Í þessu tilfelli er reyndar m.a.s. um að ræða rangan aðila sem verður fyrir barðinu á fólki, en það sýnir bara enn frekar hversu fáránleg og frumstæð þessi framkoma er.

Er virkilega enn svona mikið af fólki sem trúir því að ofbeldi megi lækna með ofbeldi?  Trúir því svo heitt að það er jafnvel komið upp á þak hjá saklausri fjölskyldu til þess að "hefna sín".

Er ekki hægt að gera eitthvað í svona málum?


mbl.is Grímuklæddir menn sitja um heimili hjá saklausum pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta eru nátturulega unglingar sem eru þarna á ferð.  Það logar allt í netheimum hjá krökkunum og skólar, lögregla og aðrir sem ættu að láta sig varða virðast ekkert taka eftir þeim hótunum sem fljúga fram og til baka.  Sorglegt.

Auðvita væri hægt að gera eitthvað í svona málum.  Til dæmis er þetta kjörið tækifæri fyrir skóla landsins til að tala almennilega við krakka um ofbeldi og afleiðingar þess og fá helst sem flesta foreldra og forráðamenn með.  Það þarf líka að fylgjast með betur, það er ekki eins og krakkarnir séu neitt að fela hótanir og áætlanir sínar á netinu.  

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 26.11.2008 kl. 15:59

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Fannst ég lesa milli línanna í fréttinni að þessir grímuklæddu hefði verið eldri, en það má vel vera að það sé rangt.

Vann hér áður fyrr á meðferðarheimili fyrir unglinga og geri mér grein fyrir hve erfitt getur verið að koma skilaboðunum til þeirra um að elska og virða náungann. Reiði þeirra og almennt allar tilfinningar eru í núinu nánast alfarið og þau tengja illa við afleiðingar eða morgundaginn. Það er eitthvað sem virðist þroskast hjá okkur með aldrinum um eða eftir 16 ára.

En þetta mál er að sjálfsögðu harmleikur allt og vonandi að börnin nái að læra af þessu.

Baldvin Jónsson, 26.11.2008 kl. 18:34

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Já það getur vel verið að þeir hafi verið fullorðnir, lítur samt út fyrir miðað við það sem hefur verið skrifað hér víða netinu að hér sé um unglinga að ræða. 

Þetta er mjög mikill harmleikur en miðað við það sem ég hef séð hefur ekki verið mikið um lærdóm, því miður þvert á móti virðist mikill hiti vera í málinu og hótanir streyma fram og til baka í allar áttir.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 26.11.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband