Vaknað hefur hugmynd um West-Nordic Union

Hef séð undanfarið á Smettisskruddu (Facebook) að þar fer vaxandi hópur sem kallar sig West-Nordic Union. Hugmyndir hópsins eru sjálfstæði Grænlands og náið samstarf Grænlands, Íslands og Færeyja.

Í fyrstu brosti ég bara og fannst þetta sniðugt en eyddi ekki meiri tíma í það. En svo fór ég að velta fyrir mér möguleikunum. Þessi þrjú lönd hafa yfir að ráða ógrynni auðlinda í hafi, bæði mikinn fisk og olíu. Þessi þrjú lönd fá í gegnum sína landhelgi stærstan hluta af öllum siglingum í gegnum norður Atlantshafið og það eru ýmsir möguleikar í því hefði ég talið.

Þessi þrjú lönd hafa afskaplega litla vigt í alþjóða samfélaginu, en sameinuð mikla vegna þess mikla lands og þeirrar stóru landhelgi sem þau ráða sameiginlega yfir.

Af hverju ekki samband þessara landa?  Þetta gæti meira en vel verið upphafið að einhverju nýju og glæsilegu þjóðunum til framdráttar.


mbl.is „Aap“ við aukinni sjálfstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Einmitt það sem ég hef verið að segja undanfarin áratug.  Ég vissi ekki að það væri kominn hópur um þetta á Fésbók, maður þarf greinilega að nýta sér þann miðil betur.

Svo er hreinlega spurning hvort það ætti ekki að bjóða norðmönnum með.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.11.2008 kl. 10:39

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

norðmenn eru mörgum sinnum stærri en við. þó bara sé tekið höfðatala. við yrðum því aldrei neitt í neinu í sambandi við noreg.

Færeyjar og Grænland eru 6 sinnum minni en við. 3 sinnum ef við teljum þau saman sem eina heild. 

allt svona þyrfti að leggja fram vel undirbúið. 

en hugmyndin er mjög góð og myndi auka styrk þessara landa á alþjóðavetvangi. vel útfært gæti þetta verið mjög hagkvæmt fyrir allar þjóðirnar. 

Fannar frá Rifi, 26.11.2008 kl. 12:03

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

án noregs er þetta dautt fyrirfram.. það verður að vera amk ein ríkisstjórn sem mark er takandi á í svona bandalagi... 

Óskar Þorkelsson, 26.11.2008 kl. 12:14

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það er þó það sem að ég nefni einmitt sem hugleiðingu í færslunni. Þessi 3 lönd saman eru ekki með nema um 450.000 manns, en landfræðilega ráðum við afar miklu.

Getum því sameinuð haft mikil áhrif svo lengi sem að við verðum þá ekki bara hertekin.

Baldvin Jónsson, 26.11.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband