Hérna er málið í hnotskurn

Ég hef svona almennt ekki hrifist af því þegar menn eru í bloggum bara að endursegja fréttir, en þetta er bara einfaldlega mergurinn málsins. Hér er vitnað í Ragnar Aðalsteinsson hrl. 

Ragnar sagði að ekki sé heimild í lögum fyrir handtöku á þessum forsendum. Hver maður sjái hversu hættulegt það væri að heimila stjórnvöldum, lögreglu eða dómsmálaráðuneyti, slíkar aðferðir því þá gætu þau margskipt refsingum og hagað því þannig að hinn seki vissi aldrei hvenær hann gæti búist við refsingu og hvenær hann yrði settur inn. Slíkt sé óbærilegt og standist ekki í réttarríki.

Ragnar segir að tilkynna hefði þurft manninum með þriggja vikna fyrirvara að hann þyrfti að hefja afplánun að nýju. (Leturbreyting er höfundar) Lögreglan hafi hins vegar verið öllu liðlegri þegar manninum var sleppt í gær, enda hafi lögreglunni ekki verið stætt á að halda honum lengur þegar sekt hans hafi verið greidd.

Hér er sem sagt um að ræða skýrt dæmi valdnýðslu. Lögreglan, eftir ábendingar væntanlega að ofan einhversstaðar, tekur upp á því að fremja lögbrot og handtaka Hauk án undangenginna viðvarana og það einungis til þess að senda skýr skilaboð. Það virðast flestir sammála um það.

Vopnin snerust hins vegar heldur betur í höndum þeirra og er það að mínu mati til marks um breytta tíma. Valdhafar þurfa nú á hraðnámskeið í stefnumótun og breytingastjórnun. Tímarnir eru gjörbreyttir og við munum ekki láta bjóða okkur valdnýðslu yfirvalda á erfiðleika tímum.

Nú er kominn tími lýðræðis á Íslandi. Lýðræði STRAX.


mbl.is Engin lagaheimild fyrir handtöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sammála því Bjarne, viðbrögð yfirvalda eru hins vegar ekki í sama takt.

Baldvin Jónsson, 23.11.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Senda þarf alla stjórnsýsluna eins og hún leggur sig frá A - Z á Dale Carnegie námskeið á eigin kostnað.

Á Dale Carnegie námskeiðum gefst fólki á að byggja upp hæfileika á fimm sviðum og markmið námskeiðsins er að:

1) Efla sjálfstraustið
2) Bæta hæfni í mannlegum samskiptum
3) Efla tjáningarhæfileikana
4) Þróa leiðtogahæfileika
5) Bæta lífsviðhorf okkar

Víðsýnir og metnaðargjarnir einstaklingar eru meðvitaðir um mikilvægi þess að sýna frumkvæði, búa yfir stjórnunarhæfileikum og geta komið sjónarmiðum sínum skilmerkilega á framfæri til að mæta hinum ströngu og síbreytilegu kröfum í hörðum heimi viðskiptalífsins. Og ná árangri. Á Dale Carnegie‚ námskeiðinu tekurðu þátt í verkefnum sem bæta samskipti þín við aðra, skerpa minnið og gera þig að trúverðugum leiðtoga. Þú þarft reglulega að stíga út úr þægindahringnum en það hjálpar þér að vinna bug á ótta og hræðslu við gagnrýni og losar um hömlur. Sannast sagna má líkja því við að þú kastir af þér gömlum og þungum frakka sem hefur íþyngt þér um áraraðir og finnir hvernig þú öðlast hugrekki og langþráð frelsi til að bera þig eftir framtíðarmarkmiðum þínum.

Á námskeiðinu lærirðu þau grundvallaratriði sem eru lykillinn að allri velgengni og þú kemst upp á lag með að nýta þau í daglegum athöfnum. Í lok námskeiðsins mun þér líða eins og ekkert geti komið í veg fyrir að draumar þínir rætist. Þú hefur öðlast traustan grunn til að öðlast enn frekari þroska og hæfileika til að blómstra á þeim vettvangi sem þér hentar.

Tekið héðan en ég hef áður skrifað um það hérna

Sævar Einarsson, 23.11.2008 kl. 15:54

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Að mínu mati ætti kennsla í alþóðlegum samskiptum líka að vera afar ofarlega á blaði. Allar líkur á því að með góðri þekkingu á því fagi hefðu samskipti okkar við Breta aldrei komist á það stig sem þau náðu á.

Baldvin Jónsson, 23.11.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband