Hljómar voða fallega - en er að sjálfsögðu fyrir þá bara spurning um að halda kúnnanum sínum eða ekki

Þegar verið er að berjast við sívaxandi umferð af opnum hugbúnaði og svo fjármálakreppu í ofanálag að þá er eðlilegt að fyrirtækið reyni að sporna við með einhverju móti og halda þannig einhverjum kúnnum eftir.

En þetta er snilldar markaðssetning. Í stað þess að segja: "Microsoft á Íslandi gefur afslátt" að þá hljómar svo mikið þjóðernislegar að segja "Microsoft tekur stöðu með krónunni".  Snilldar lína, gæti jafnvel dregið að slatta af nýjum kúnnum.

 

Var annars að þennan sendan:
Af hverju er ekki búið að gefa út frímerki með Davíð Oddssyni?

Því að þá myndu Sjálfstæðismenn ekki hafa lengur hugmynd um hvora hliðina ætti að sleikja.


mbl.is Microsoft tekur stöðu með krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það breytir því ekki að

1. Þetta mun koma sér vel fyrir þau fjölmörgu íslensku fyrirtæki sem nú þegar eiga miklar eignir bundnar í Microsoft hugbúnaði og samningum við Microsoft.

2. Þetta getur komið sér vel fyrir íslensk sprotafyrirtæki því þau geta nú fengið Microsoft hugbúnað ódýrar en samkeppnisaðlir í útlöndum.

3. Þetta er fordæmisgefandi og sýnir að Microsoft veit að það sé hagur sinn að fyrirtækið þitt fari ekki á hausinn og mun þar af leiðandi leggja sitt að mörkum til að koma í veg fyrir það, þegar upp koma tímar sem þessir. 

Þannig að í stuttu máli. Microsoft græðir hugsanlega eitthvað en Íslendingar og Íslensk fyrirtæki græða svo miklu miklu meira. Við skulum því vera þakklát og reyna að nýta þetta tækifæri sem Microsoft er að rétta okkur.

Indriði (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 14:12

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Enda sagði ég ekkert um það Indriði að þetta kæmi sér ekki vel báðum megin borðsins. Það er einmitt einn lykillinn í vel heppnaðri markaðssetningu að um sé að ræða verðmæti fyrir báða aðila samningsins.

Mig langaði bara að benda á að þetta er samt að sjálfsögðu aðeins það, markaðssetning.

Er ekki að taka siðferðilega afstöðu til þess, er einfaldlega bara að hrósa þeim fyrir flotta hugmynd.

Baldvin Jónsson, 20.11.2008 kl. 14:47

3 Smámynd: Ómar Ingi

Bara alls ekki fyndið

Ómar Ingi, 20.11.2008 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband