Þarna verð ég að vera algerlega sammála þeim þremur

Hugmyndin um að taka stórt erlent lán til þess eins að spreða því í að reyna að halda gengi krónunnar við íslensku skráninguna er einfaldlega alger fásinna. Töpum þá tvöfalt, bæði erlenda láninu og gengismuninum.

Er ekki einfaldara að tapa "bara" á gengismuninum í nokkrar vikur eða mánuði og hafa þá einhver raunveruleg not til uppbyggingar af erlenda láninu?

Annars virðist þjóðin vera að komast á þann stað sorgarferilsins þar sem fólk er í uppgjafar og þunglyndis skeiðinu. Ferlið er tóm - reiði - þunglyndi - framkvæmd.  Þjóðin fer þá vonandi hratt í gegnum þunglyndið og í það að gera eitthvað.

Set hérna inn að mínu mati einn albesta flutning Johnny Cash. Hér tekur hann Hurt með Nine Inch Nails.

 


mbl.is Krónunni verði leyft að falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huldukonan

Ef ég hefði eitthvað vit á þessu sem er í gangi þá myndi ég kannski hafa eitthvað að segja. Ég verð því bara að segja pass og halda mig við það sem ég veit best.

Huldukonan, 19.11.2008 kl. 12:38

2 Smámynd: Tanni Ofurbloggari

alveg er ég sammála þér Baddi. merkilegar tildæmis eru skipanir hæstaréttardómara á íslandi, það ætti að þurfa að minstakosti 2/3 hluta þingsins til að skipa þá í embætti.

Halltu áfram að skrifa ég les alltaf bloggið þitt og fynnst gott það sem þú skrifar.

sveðjur frá danmörku  TANNI MAXIMUS

Tanni Ofurbloggari, 19.11.2008 kl. 15:25

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Að taka núna mikið af erlendum lánum og ætla að nota þau bara til þess eins að halda krónunni á floti, er algert brjálæði.  Það eru flestir hagfræðingar á þeirri skoðun að þegar krónan verður sett á flot aftur þá muni hún falla um 40-50% og þá er búið að eyða þessum lánum til einskis og eins og þú segir þá sitjum við uppi með tvöfalt tap ef ekki meira.  Við töpum á gengismuninum og síðan sitjum við eftir með hærri skuldir en áður og hætt við að allt fari í sama farið aftur.  Ef við ætlum að setja krónuna á flot þá verður hún bara að falla og við töpum gengismuni en við töpum ekki erlendum lánum ef við höfum vit á að nota þau til annars en að styrkja krónuna.  Það er miklu betra að nota þetta lánsfé til að styrkja fyrirtækin í landinu og efla atvinnu og aukin útflutning til að afla gjaldeyris.  Það er mun líklegra til að styrkja krónuna á ný en að fara að dæla lánsfé í það verkefni.

Jakob Falur Kristinsson, 19.11.2008 kl. 15:45

4 Smámynd: Ómar Ingi

Kvitt

Ómar Ingi, 19.11.2008 kl. 16:11

5 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

ég sit hérna með tárin í augunum ný búin að hlusta á Jón Reiðufé ég hef nokkrum sinnum séð þetta myndband og er ég þér svo sammála með það...........maður getur næstum snert sársaukann hans

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 19.11.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband