Hvar í heiminum er dýrast að versla fyrir pr. vinnustund?

Nú þegar eru 3 nánir félagar mínir að flytja með sínar fjölskyldur til Noregs. Fengu allir 3 umsvifalaust gott starf í Noregi við eftirgrennslan.

Noregur er vissulega dýrasta land í heimi. En miðað við hvað? Miðað við hvað þú færð fyrir t.d. hverja unnan vinnustund er Noregur hreint ekki svo dýrt land lengur. Laun í Noregi eru nefnilega líka þau hæstu í heiminum í dag.

Mér er sagt af þeim sem hafa verið bæði hér og þar, að það sé verulega mikið dýrara að búa á Íslandi hlutfallslega, en í Noregi. Þessu þarf að breyta. Það ætti að vera jöfnuður milli þess hvað maður fær fyrir hverja unna vinnustund.


mbl.is Dýrast í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Jamm dýrt að ferðast til Noregs en kannski ekki svo slæmt að eiga heima þar

Ómar Ingi, 13.11.2008 kl. 11:32

2 Smámynd: Hulda Lind Eyjólfsdóttir

Baddi minn við erum á leiðinni

Hulda Lind Eyjólfsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hulda mín, við ættum kannski bara að mætast á miðri leið?

Baldvin Jónsson, 14.11.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

auðvitað hefur verið dýrt á Íslandi miðað við per vinnustund Baldvin. við borguðum allt með lánum og drifum upp verðið all hrikalega.

Fannar frá Rifi, 14.11.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband