Hvers vegna bankar hrynja - Fjármál 101 - Algert skylduáhorf
10.11.2008 | 09:56
Fyrsta myndbandið skýrir fyrir okkur uppruna og rekstur bankanna á afar einföldu máli, full einföldu kannski fyrir marga en læt það fljóta með engu að síður þar sem að það skýrir margt.
Í myndbroti 2 er skýrt hvernig bankarnir í dag búa til peninga. Fær mann til þess að dauðlanga til að stofna sinn eigin banka. Myndbrot 2 skýrir líka hvernig bankarnir geta þetta ekki nema með dyggum stuðningi ríkisvaldsins.
Í 3 myndbrotinu sjáum við hvernig hagkerfið er í raun ekki til án skulda á macro skala. Er svo skemmtileg en afar kaldhæðin tilvitnun þar sem að segir að peningarkerfið sé í raun eins og leikurinn tónlistarstóll, þar sem að alltaf eru einum fleiri leikmenn en stóll, að meðan að tónlistin stoppar ekki að þá virkar leikurinn endalaust. Á sama máta, meðan að samfélögin skapa áfram endalausar skuldir að þá virðist leikurinn virka endalaust. En eins og við svo áþreifanlega höfum fengið að upplifa núna, þá virkar leikurinn augljóslega ekki án skelfilegs hruns með reglulegu millibili. Tengdafaðir minn yndislegur, Pétur Knútsson kennari við HÍ, heldur því sífellt fram að hugmyndin um vexti sé undirstaða alls misréttis í heiminum. Mér fannst hann oft full dramatískur, en velti því nú fyrir mér eftir þessa katastrófíu hvort að svo sé?
Myndbrot 4 ætti síðan að vera algert skylduáhorf fyrir alla þá sem eru að vinna að því núna að endurbyggja kerfið. Hvers vegna ekki að hugsa langt út fyrir rammann og endurbyggja hagkerfið bara frá grunni? Ef það var einhvern tímann mögulegt að þá er það augljóslega NÚNA.
En endilega horfðu á alla hlutana, þetta er afar upplýsandi og má þarna sjá að mínu mati, hvers vegna fjármálakerfi sem byggt er á sjónhverfingum, hrynur með reglulegu millibili. Ég sleppi hérna viljandi hluta 5 þar sem að þar er farið meira inn á samsæriskenningarnar um NWO, sem að mér hefur hingað til þótt heldur langsóttar, en þú getur séð það á YouTube ef að þú vilt skoða það betur. Því meira sem að maður skoðar þetta - því fleiri spurningar vakna.
Hannes vísar ásökunum á bug | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
32 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 358591
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Já, það lítur út fyrir að það sé kerfisvilla í hagkerfinu okkar!
Hvaða afleiðingar hefur óheftur vöxtur?!
Kíktu á http://www.chrismartenson.com/crashcourse
hagfræði 101 - vissulega margar staðreyndir þarna sem eru vel kunnar, en þarna eru hlutirnir settir fram á mjög skipulegan og skiljanlegan hátt. Sérstaklega eru áhugaverðir punktar um skuldasöfnum USA og þær byrðar sem verið er að leggja á framtíðarkynslóðir og síðast en ekki síst eitt helsta vandamál nútímans - "failure to understand the nature of exponential growth"!
Þeir sem þekkja til eðli veldisfalla vita að t.d. skuldasöfnun upp á t.d. 5% á ári gengur ekki upp þegar áhrifa veldisvaxtar fer að gæta fyrir alvöru (sem er einmitt um þessar mundir), sbr þegar veldisföllin fara að líta út eins og "hocky stick".
Þetta eru 20 kúrsa (flestir stuttir og hnitmiðaðir) - tekur um 2-3 kvöld að fara í gegnum þetta.
Mér fannst auðveldara að setja okkar aðstæður í samhengi við þetta
Njótið
Leifi Óskarz (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 10:38
Var búinn að fara í gegnum þetta áður. Grafíkin og framsetningin er fráhrindandi þó efnið sé gott.
Ævar Rafn Kjartansson, 10.11.2008 kl. 11:18
Já Ævar, sammála þér með það að framsetning er barnaleg. En mér finnst þetta þó mun þægilegra áhorfs en Zeitgeist lætin öll sömul.
Takk Leifi, ég var einmitt búinn að sjá Crash Course'inn hjá Jóni Steinari. Ætla mér að kíkja á það fljótlega.
Baldvin Jónsson, 10.11.2008 kl. 11:53
Var einnig búinn að sjá þetta hjá honum Jóhannesi: http://www.vald.org/falid_vald/kafli08.htm Þar er einnig afhjúpuð hin almenna trú að innlán í banka skapi útlán því í raun verða öll útlán að innlánum (hver geymir alla sína peninga undir koddanum) og því hægt að segja að innlán og útlán haldist í hendur en málið er að útlánin skapa innlán en ekki öfugtm Tilvitnun í ofangreindan 8 kafla úr bók Jóhannesar:
Ársskýrslur allra banka leggja ríka áherslu á eitt atriði: Innlán (peningastreymi inn í bankana) eru hærri en útlán. Þetta er venjulega sett upp í súlur sem eiga að sanna regluna: "bankar lána sparifé viðskiptavinanna." Þessi uppsetning er villandi vegna þeirra augljósu sanninda að bankakerfið er uppspretta allra peninga. Allir peningar sem lagðir eru inn á banka hafa einhvern tíma verið lánaðir út úr banka. Chamber's Encyclopædia, annað hefti (1950), undir fyrirsögninni Banking and Credit, segir um þetta atriði:
… bankalán skapa innistæður. Sköpunin á sér stað þegar andvirði lánsins er lagt inn á reikning viðskiptavinarins, eða, þegar annar háttur er hafður á, þegar skuld eins viðskiptavinar verður innistæða annars.
[Chamberls Encyclopædia, annað hefti, bls. 99, i950]
Birgir Þórarinsson, 11.11.2008 kl. 00:38
Með þessu er einnig einfallt að sjá hvílikt glapræði það væri að taka up evruna. Þá erum við í raun að gerast sjálviljugir þrælar peningakerfis sem við höfum enga stjórn á, í stað þess að hafa möguleika á að byggja upp okkar eigin "dept free" gjaldmiðil
Birgir Þórarinsson, 11.11.2008 kl. 01:01
Það er þó mikill munur á því að taka upp evruna eða að ganga í ESB Birgir.
Ég er þó enginn sérstakur talsmaður þess. Mér finnst mikilvægast akkúrat núna að vinna að því að uppfylla Maastrich skilyrðin, eða svo að maður tali nú mannamál hérna einu sinni, að skapa hér stöðugleika.
ESB aðild akkúrat núna er algjörlega óásættanleg. ESB = stórkostleg skuldabyrði á þjóðina.
Framtíðarhorfur ESB = aukið atvinnuleysi, mikil miðstýring fyrir litlu ríkin, aðildarríki sem héðan af munu innleiðast eru staurblönk eins og við. Þýskaland, Frakkland, Bretland og Spánn geta ekki borið hagvöxt mikið fleiri landa. Það er a.m.k. mín trú.
Ísland myndi pluma sig mun betur sem 51. ríki Bandaríkjanna, sem að ég er að sjálfsögðu ekki talsmaður fyrir heldur, nefni þetta bara til þess að fá smá litbrigði í umræðuna.
Baldvin Jónsson, 11.11.2008 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.