Hvers vegna bankar hrynja - Fjármál 101 - Algert skylduáhorf

Fyrsta myndbandið skýrir fyrir okkur uppruna og rekstur bankanna á afar einföldu máli, full einföldu kannski fyrir marga en læt það fljóta með engu að síður þar sem að það skýrir margt. 

Í myndbroti 2 er skýrt hvernig bankarnir í dag búa til peninga. Fær mann til þess að dauðlanga til að stofna sinn eigin banka. Myndbrot 2 skýrir líka hvernig bankarnir geta þetta ekki nema með dyggum stuðningi ríkisvaldsins.

Í 3 myndbrotinu sjáum við hvernig hagkerfið er í raun ekki til án skulda á macro skala. Er svo skemmtileg en afar kaldhæðin tilvitnun þar sem að segir að peningarkerfið sé í raun eins og leikurinn tónlistarstóll, þar sem að alltaf eru einum fleiri leikmenn en stóll, að meðan að tónlistin stoppar ekki að þá virkar leikurinn endalaust. Á sama máta, meðan að samfélögin skapa áfram endalausar skuldir að þá virðist leikurinn virka endalaust. En eins og við svo áþreifanlega höfum fengið að upplifa núna, þá virkar leikurinn augljóslega ekki án skelfilegs hruns með reglulegu millibili. Tengdafaðir minn yndislegur, Pétur Knútsson kennari við HÍ, heldur því sífellt fram að hugmyndin um vexti sé undirstaða alls misréttis í heiminum. Mér fannst hann oft full dramatískur, en velti því nú fyrir mér eftir þessa katastrófíu hvort að svo sé?

Myndbrot 4 ætti síðan að vera algert skylduáhorf fyrir alla þá sem eru að vinna að því núna að endurbyggja kerfið. Hvers vegna ekki að hugsa langt út fyrir rammann og endurbyggja hagkerfið bara frá grunni? Ef það var einhvern tímann mögulegt að þá er það augljóslega NÚNA.

En endilega horfðu á alla hlutana, þetta er afar upplýsandi og má þarna sjá að mínu mati, hvers vegna fjármálakerfi sem byggt er á sjónhverfingum, hrynur með reglulegu millibili. Ég sleppi hérna viljandi hluta 5 þar sem að þar er farið meira inn á samsæriskenningarnar um NWO, sem að mér hefur hingað til þótt heldur langsóttar, en þú getur séð það á YouTube ef að þú vilt skoða það betur. Því meira sem að maður skoðar þetta - því fleiri spurningar vakna.

 


mbl.is Hannes vísar ásökunum á bug
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Já, það lítur út fyrir að það sé kerfisvilla í hagkerfinu okkar! 

Hvaða afleiðingar hefur óheftur vöxtur?!

Kíktu á http://www.chrismartenson.com/crashcourse

hagfræði 101 - vissulega margar staðreyndir þarna sem eru vel kunnar, en þarna eru hlutirnir settir fram á mjög skipulegan og skiljanlegan hátt.  Sérstaklega eru áhugaverðir punktar um skuldasöfnum USA og þær byrðar sem verið er að leggja á framtíðarkynslóðir og síðast en ekki síst eitt helsta vandamál nútímans - "failure to understand the nature of exponential growth"!  
Þeir sem þekkja til eðli veldisfalla vita að t.d. skuldasöfnun upp á t.d. 5% á ári gengur ekki upp þegar áhrifa veldisvaxtar fer að gæta fyrir alvöru (sem er einmitt um þessar mundir), sbr þegar veldisföllin fara að líta út eins og "hocky stick".

Þetta eru 20 kúrsa (flestir stuttir og hnitmiðaðir) - tekur um 2-3 kvöld að fara í gegnum þetta.

 Mér fannst auðveldara að setja okkar aðstæður í samhengi við þetta

 Njótið

Leifi Óskarz (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Var búinn að fara í gegnum þetta áður. Grafíkin og framsetningin er fráhrindandi þó efnið sé gott.

Ævar Rafn Kjartansson, 10.11.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já Ævar, sammála þér með það að framsetning er barnaleg. En mér finnst þetta þó mun þægilegra áhorfs en Zeitgeist lætin öll sömul.

Takk Leifi, ég var einmitt búinn að sjá Crash Course'inn hjá Jóni Steinari. Ætla mér að kíkja á það fljótlega.

Baldvin Jónsson, 10.11.2008 kl. 11:53

4 Smámynd: Birgir Þórarinsson

Var einnig búinn að sjá þetta hjá honum Jóhannesi: http://www.vald.org/falid_vald/kafli08.htm Þar er einnig afhjúpuð hin almenna trú að innlán í banka skapi útlán því í raun verða öll útlán að innlánum (hver geymir alla sína peninga undir koddanum) og því hægt að segja að innlán og útlán haldist í hendur en málið er að útlánin skapa innlán en ekki öfugtm Tilvitnun í ofangreindan 8 kafla úr bók Jóhannesar:

Ársskýrslur allra banka leggja ríka áherslu á eitt atriði: Innlán (peningastreymi inn í bankana) eru hærri en útlán. Þetta er venjulega sett upp í súlur sem eiga að sanna regluna: "bankar lána sparifé viðskiptavinanna." Þessi uppsetning er villandi vegna þeirra augljósu sanninda að bankakerfið er uppspretta allra peninga. Allir peningar sem lagðir eru inn á banka hafa einhvern tíma verið lánaðir út úr banka. Chamber's Encyclopædia, annað hefti (1950), undir fyrirsögninni Banking and Credit, segir um þetta atriði:

… bankalán skapa innistæður. Sköpunin á sér stað þegar andvirði lánsins er lagt inn á reikning viðskiptavinarins, eða, þegar annar háttur er hafður á, þegar skuld eins viðskiptavinar verður innistæða annars.

[Chamberls Encyclopædia, annað hefti, bls. 99, i950]

Birgir Þórarinsson, 11.11.2008 kl. 00:38

5 Smámynd: Birgir Þórarinsson

Með þessu er einnig einfallt að sjá hvílikt glapræði það væri að taka up evruna. Þá erum við í raun að gerast sjálviljugir þrælar peningakerfis sem við höfum enga stjórn á, í stað þess að hafa möguleika á að byggja upp okkar eigin "dept free" gjaldmiðil

Birgir Þórarinsson, 11.11.2008 kl. 01:01

6 Smámynd: Baldvin Jónsson

Það er þó mikill munur á því að taka upp evruna eða að ganga í ESB Birgir.

Ég er þó enginn sérstakur talsmaður þess. Mér finnst mikilvægast akkúrat núna að vinna að því að uppfylla Maastrich skilyrðin, eða svo að maður tali nú mannamál hérna einu sinni, að skapa hér stöðugleika.

ESB aðild akkúrat núna er algjörlega óásættanleg.  ESB = stórkostleg skuldabyrði á þjóðina.

Framtíðarhorfur ESB = aukið atvinnuleysi, mikil miðstýring fyrir litlu ríkin, aðildarríki sem héðan af munu innleiðast eru staurblönk eins og við. Þýskaland, Frakkland, Bretland og Spánn geta ekki borið hagvöxt mikið fleiri landa. Það er a.m.k. mín trú.

Ísland myndi pluma sig mun betur sem 51. ríki Bandaríkjanna, sem að ég er að sjálfsögðu ekki talsmaður fyrir heldur, nefni þetta bara til þess að fá smá litbrigði í umræðuna.

Baldvin Jónsson, 11.11.2008 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband