Nú er að sjálfsögðu um að gera að hafa í huga við lestur þessarar fréttar að tekjur fyrir þá eru ekki endilega tekjur fyrir okkur

Bendi á létta greiningu mína í fyrri færslu, sjá hér, um tekjurnar af áliðnaðinum.

Kom mér satt best að segja á óvart hversu lágar tekjurnar eru í raun miðað við allar yfirlýsingarnar um annað. Og nú munu þær lækka hratt þegar að álverð í heiminum virðist vera að hrynja. Hefur lækkað um á fjórða tug prósenta á 2 mánuðum skv. forstjóra Alcoa á Íslandi.


mbl.is Fer yfir áform um Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eimitt. Það sem nú þarf að gera er að draga andann og skoða uppbyggingu þessa brotna samfélags og leita nýrra leiða. Öllum ætti að vera það ljóst að endurreisn  má ekki byggja á gömlum gildum og úreltum. Helsti óvinur okkar reyndist að lokum vera við sjálf og þau skammtímagildi sem keyrð voru fram með hugmyndafræði frjálshyggjunnar. Nú reynir á það hvort maraþonlærdómur ungu kynslóðarinnar er fjársjóður fyrir þjóðina eða sóun. Ég óttast að skólakynslóðin kynoki sér við að takast á við nægjusamt líf með notaleg framfærslulaun. En það þarf að afla gjaldeyris. Nú á dögunum kom fram í fréttum að 600 ný sprotafyrirtæki biðu þess að fá fyrirgreiðslu til framleiðslu og markaðssetningar. Með innköllun kvóta og endurúthlutun væri unnt að hleypa nýju blóði í mannlífið úti í sjávarbyggðunum og endurreisa gamla og sígilda atvinnuhætti. Það er óhætt að auka þorskkvótann verulega svo og kvóta í öðrum tegundum. Með því að færa aflaheimildirnar smám saman til sóknar með línu og handfæri yrðum við með sterka stöðu gegn vaxandi andúð umhverfissamtaka á risavöxnum veiðarfærum sem talin eru ógna lífríki sjávarbotnsins. Þetta yrði okkar sterkasta útspil í baráttunni fyrir að að halda okkar aflaheimildum við inngöngu í ESB sem nú sýnist vera í sjónmáli.

Munum að umhverfisvernd snýr að verndun menningar og heilbrigðu samlífi manns og náttúru í okkar gjöfula landi. 

Lærum af skipbroti græðginnar og yfirgangi auðmagnsins í höndum fárra útvaldra sem gera óbilgjarnar kröfur til skilyrðislauss afsals á verðmætum náttúrunnar.

Kv.

Árni Gunnarsson, 21.10.2008 kl. 23:08

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég nefndi þetta í þessari færslu í byrjun júlí. Birti þar grein úr 24stundum sálugu þar sem tölur eru hafðar eftir hagfræðingi hjá Hagstofunni. Kíktu á þetta.

Varðandi spurningu þína í athugasemd hjá mér þá nota ég afar einföld forrit. WM Recorder til að taka upp (keypt á netinu) og Windows Movie Maker (fylgir Windows) til að klippa og setja saman. Bæði forritin gefa litla möguleika, eru bara grunnforrit. Lít á þetta sem létta fingraæfingu þangað til ég hef efni á að fá mér eitthvað skárra.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.10.2008 kl. 23:10

3 identicon

Sæll Baldvin

Það er hægt að reikna út orkuverðið út frá grein Jóhannesar Geirs. Ef Kárahnjúkavirkjun notar c.a helming raforku landsins þá eru það um 26 milljarðar sem stóriðjan ætti að greiða. Varðandi skattinn þá er heimildin Hörður Arnarson í Marel í Morgunblaðið:

Laugardaginn 25. febrúar, 2006 - Aðsent efni

Í ofanálag við þessa slöku arðsemi raforkuframleiðslunnar og miklu fjárbindingu þá eru stjórnvöld og sveitarfélög einnig tilbúin að gera sértæka samninga við stóriðjufyrirtækin. Þessir samningar eru nokkuð breytilegir milli fyrirtækja, en sem dæmi má taka nokkur atriði úr samningnum við Fjarðaál. Fyrirtækið fær 90% afslátt af stimpilgjöldum, það er undanskilið vörugjöldum, markaðs- og iðnaðarmálagjaldi og greiðir 5% tekjuskatt af arði í stað 10%. Þá fær fyrirtækið verulegan afslátt af leyfisgjöldum vegna byggingarframkvæmda og umtalsverðan afslátt af fasteignagjöldum til frambúðar. Það þarf ekki að taka fram, að hátæknifyrirtæki, þjónustufyrirtæki og önnur fyrirtæki í eigu Íslendinga fá engar þessara ívilnana.

andri Snær Magnason (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 00:05

4 Smámynd: Johann Trast Palmason

Er þetta ekki bara enhver taktik hjá þeim ?

Johann Trast Palmason, 22.10.2008 kl. 00:27

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gleymdi að linka í pistilinn - hann er hér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.10.2008 kl. 01:23

6 identicon

Þetta er ótrúlegt. Af hverju í ósköpunum vilja stjórnvöld endilega fleiri álver?

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband