Tefjum málið aðeins meira með dómsmáli....

Greinilega mikil heift í mönnum, heiftin kemur oft í veg fyrir heilbrigða skynsemi og yfirvegun.
Hvað ætli svona dómsmál tæki langan tíma til viðbótar?

En af hverju liggur svona á? Sveitarfélögin eru ekki að vera AF neinum tekjum með þessu. Þessar tekjur eru ekkert að fara, þær koma bara ekki strax. Sveitarfélögin fyrir hönd sveitunganna hafa aðgengi að þessum auðlindum áfram. Þetta er ekki eins og oft er í viðskiptalífinu þar sem að hika er sama og að tapa.

Einmitt þvert á móti, hérna á það við að æðibunugangurinn byrgir okkur sýn. Að minnsta kosti virðast færri og færri sjá þá heilbrigðu skynsemi sem fælist í því að gera heildrænt skipulag fyrir allar orku auðlindir okkar áður en hlaupið er áfram.

Núna virðist rökhyggja þjóðarinnar hafa horfið út af smávægilegum samdrætti. Það eru enn allir með vinnu sem vilja vinnu. Það eru enn allir með nægan mat að borða, mikla opinbera þjónustu, guð má vita hvað margar sjónvarpsrásir, 2,4 bíla per heimili o.s.frv. o.s.frv.  Hvað er kreppa?

Ég vil framþróun, ég vil skynsamlega og ARÐBÆRA nýtingu auðlinda okkar til framtíðar. Ekki bara skammtíma gróða í nútíð.


mbl.is Jafnvel leitað til dómstóla vegna úrskurðar ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem er í húfi er að matsferlið sé svo strangt að hugsanlegir kaupendur af orkunni hætti við, en það er nákvæmlega það sem Þórunn vill með þessu.  Hún vonast semsagt að ALCOA hættir við framkvæmdirnar á Bakka og snúi sér eitthvað annað.

Það er nefnilega ekki svo að fyrirtæki bíði í röðum eftir því að komast í orkuna hér á landi.  Þeir einu sem hafa á orkunni í Þingeyjarsýslum er ALCOA.  Tækni fyrirtæki vilja alls ekki vera þarna t.d. netþjónabúa og gagnaver, þau vilja öll vera Suð-Vestanlands svo að dæmi sé tekið.

Kolbeinn Þ. Kristleifsson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

ALCOA, eða hvaða stóraðili sem er, sem þarfnast orku á hagkvæmum kjörum mun ekki hætta við standi orkan á annað borð til boða.

En af hverju ALCOA?  Af hverju ekki Álfélag Íslands?  Gæti t.d. verið um að ræða bræðslu og plötuverksmiðju í samstarfi. Af hverju þarf aðilinn endilega að koma erlendis frá? Við höfum þekkinguna, tæknina og ágætt aðgengi að fjármunum (miðað við síðustu lántöku ríkisins), er ekki eðlilegast að framkvæmdin verði á vegum íslensks fyrirtækis?

Og af hverju endilega ál?  Er það virkilega þannig að enginn trúi því að hægt sé að skapa atvinnulíf utan hbvs. sem byggir á öðru en bara vöðvaframlagi?

Baldvin Jónsson, 4.9.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband