Var þessi frétt skrifuð orðrétt upp eftir upplýsingafulltrúa LV?

Afskaplega finnst mér undarlegt að lesa svona gjörsamlega gagnrýni lausan fréttaflutning.

"Hætta er á moldroki úr lónsstæðinu í nokkrar vikur á hverju sumri en fokið er þó yfirleitt lítil viðbót við moldrok sem verður úr farvegi Jökulsár á Fjöllum uppi við jökul og getur lagst yfir byggð."

Hálslón fullt

Hvaða bláeygi fréttamaður skrifar þetta??  Að sjálfsögðu jókst moldrokið bara 100% í samræmi við aukið yfirborð leirborins svæðis á hálendinu. Það hefur bara einfaldlega ekkert með moldrok frá Jökulsá á Fjöllum að gera. Þetta hefur verið nefnt í umræðunni sem ein mesta váin í tengslum við framkvæmdirnar þarna, mjög aukið moldrok veldur í sama hlutfalli mjög aukinni gróðureyðingu.

Hvernig væri nú að fara að ráða aftur blaðamenn á Mbl.is sem búa yfir gagnrýninni hugsun já og skrifa jafnvel á íslensku? Á reyndar ekki við um þessa frétt sérstaklega, en einhvern veginn virðist ég taka betur og betur eftir því hvað prófarkarlestri hefur hrakað gríðarlega hjá Morgunblaðinu og mbl.is


mbl.is Moldrok úr lónsstæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 22.7.2008 kl. 08:33

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég er sammála því að sumir  blaðamenn Moggans mættu láta lesa yfrir hjá sér áður en efnið þeirra er birt

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.7.2008 kl. 12:54

3 identicon

Uppfokshætta af völdum Hálslóns er ein sú mesta firra sem fram hefur komið á síðustu árum. Uppfok það sem nú berst úr lónstæðinu er vegna þess að gruggið úr jökulvatninu fellur á gróður, sem lónvatnið kaffærði í haust. Þegar vatnið sjatnar nær gruggið sem eftir situr að þorna. Þegar jökulleirinn nær að þekja undirlagið eftir nokkur ár verða ekki lengur aðstæður til þess að hann þorni nægilega til að fjúka, nema þar sem sandur frá öldurofi nær að setjast til. Jökulleir sem sest á sandinn gæti fokið. Það sem veldur gróðurskemmdum er hins vegar sandur og hans er ekki von úr lónvatninu. Það sem fólk sér á uppfokssvæðum er fína efnið sem berst hátt, en það ekki það sem veldur skemmdum heldur sandurinn sem skríður með jörðu og ber ekki mikið á. Forsenda sandfoks er aðburður sands og aðstæður fyrir hann að þorna. Þessar aðstæður eru í ríkum mæli við Jökulsá á Fjöllum en ekki við Jökulsá á Brú. Áður en lónið kom voru miklir bakkar við Jöklu  úr jökulleir og úr þeim fauk í hvössum sunnan vindi. Ami að ryki í lofti er því ekki nýlunda á þessum slóðum.

Skúli Víkingsson (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 18:36

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég var þarna uppfrá, við Hálslón í snörpum vindi, þurrki og hlýju veðri og get lýst því sem fyrir augu bar. Þetta voru semsagt verstu aðstæðursem hugsast hvað uppblástur snertir.

Jú það var svolítið af ryki sem bles upp af bökkum lónsins austanmegin. EN þó ekki þannig að gæti talist eitthvað skelflegt og augljóst að þegar bakkarnir verða orðnir grónari verður þetta ekkert vandamál. Sennilega er ástanið þarna ekki verra hvað þetta varðar en það var. Annars fanst mér frábært að koma þarna uppeptir. :)

Sævar Finnbogason, 28.7.2008 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband