Þorir enginn að gagnrýna Alfreð??

Erum við búin að taka Alfreð í guðatölu?  Af hverju er endalaust drullað yfir sóknarleik strákanna? Er ekki bara tími kominn á að vera með 2 þjálfara ef varnarþjálfarinn Alfreð verður áfram?

Erum með alveg frábæra stráka þarna í liðinu ásamt nokkrum nýrri sem vantar augljóslega hugarfarsæfingu fyrir svona stórmót. Hannes Jón Jónsson (sem er alveg ótrúlega líkur pabba sínum by the way) hefur verið að standa sig vel með liðinu í undirbúningnum en virðist ekki kominn með það sem þarf fyrir svona stórmót. Gerði mikið af undarlegum klaufavillum og skilaði engu.

Heyrir til stórfrétta að Einar Hólmgeirsson skyldi taka af skarið og raunverulega skjóta að marki gegn Frökkum, ekki ógnaði hann svo mikið sem einu sinni marki Slóvaka.

Sigfús vinur minn er einfaldlega stjarna liðsins að mínu mati hingað til. Verst að hann er ekki nægjanlega sterkur í sókninni, vantar eitt tröll til með Róbert í framlínuna.


mbl.is EM: Níu marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir þetta með þér en vill bæta um betur og benda á hroka Alfreðs.

Hann talar niðrandi um leikmennina, um að þeir séu í lélegu formi - og hæðist að einstökum leikmanni eins og Sigfúsi fyrir að geta ekki leikið nema góða tvo leiki í röð.

Alfreð á sýnilegt sitthvað eftir að læra um stjórnun, þ.e. að vera með jákvæða, uppbyggilega gagnrýni en ekki neikvæða eins og hann hefur tamið sér.

Og hverjum er þetta slaka ástand leikmanna að kenna ef ekki þjálfaranum? Hann ætti að líta í sinn eigin barm og hugsa um það hvernig hann hefur staðið að undirbúningi liðsins. Greinilegt er að hann hefur meiri áhuga á liði sínu í Þýskalandi, þótt einnig gangi illa hjá honum þar, en landsliðinu.

Mér sýnist og augljóst að hann hafi misst áhugann á landsliðinu og trúna á það - og vilji gjarnan fara að hætta.

Eigum við ekki að gera honum það til geðs og fara að leita að nýjum þjálfara sem hefur meiri trú á íslensku leikmönnunum og meiri áhuga á að gera góða hluti með liðið en Alfreð hefur?  

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 19:39

2 identicon

Liðið er ekkert betra en þetta í ár.... Þýðir ekkert að væla í þjálfaranum strákar... Hann er ekki inn á vellinum! Það stendur engin upp úr í þessu liði að þessu sinni.

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 20:03

3 Smámynd: Óskar

Hjartanlega ósammála þér með þetta. Einnig honum Torfa. Það er ekki von að þú, sem Liverpool maður vitir betur

Þjálfarinn leggur línurnar fyrir leikina og í leikhléum fengum við að heyra hvað hann vildi að strákarnir geri. Gerðu þeir það? Nei langt því frá. Við erum með góða leikmenn en náum ekki að skapa gott lið.

Þjálfari sem er með ekkert nema atvinnumenn í liðinu hjá sér getur ætlast til meira af þeim en þeir hafa sýnt. Liðið sýndi hvað þeir geta gert ef þeir ætla sér á móti Slóvökum (fyrri hálfleik) en þeir þurfa að láta taka sig í þurrt til að fá nægt blóð í tittlinginn til að standa sig í næsta leik.

Óskar, 20.1.2008 kl. 20:11

4 identicon

Mikið rosalega finnst mér gaman að heyra að ég er ekki einn í heiminum sem finnst þetta. Og líka að það séu einhverjir á gagnstæðri skoðun.

Ég hef mikið velt því fyrir mér þegar hann tekur leikhlé hvers vegna hann er svona rólegur? Sérstaklega í leiknum á móti Svíum. ,,Strákar, þetta er ekki að ganga, við verðum að gera þetta og gera hitt". Upplýsingar sem meira að segja mamma mín sér og hún veit ekki meira um handbolta en að boltinn á að fara í markið. Svo létti mér aðeins að sjá að hann gat skammað strákana almennilega á móti Slóvökum, þó svo að ég hafi ekki almennilega skilið það, þar sem við vorum betri aðilinn í leiknum og lítið til að hafa áhyggjur af.  En þegar hann róaðist aftur í dag fékk ég nóg. Ætli hann sé eitthvað að misskilja leikinn?

Gísli Björgvin (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 21:22

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála Óskari. En nú mætti samt fara að skoða einhverja erlenda topp þjálfara eftir EM

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.1.2008 kl. 21:24

6 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Hér tala Gaukar.

Þjálfarinn hefur sýnt sig og sannað bæði sem leikmaður og þjálfari.  Ekki gleyma leiknum við Svíana, þá gat ég ekki betur heyrt en að hann fyrirskipaði hraðari bolta, en strákarnir voru á hælunum allan tíman.  Þeir beinlínins fundu ekki fjölina.    Mér finnst allt í lagi að þjálfarinn tali tæpitungulaust við þessa menn, sem allir eru atvinnumenn, það væri annað ef þetta væru drengir í 3. flokki og neðar.

Þegar þær eru hættir að grípa, skjóta í stengur, beint á markmanninn, eða beint í hendurnar á andstæðingnum, þá á að láta þá heyra það.

Það er alveg merkilegt með okkur Íslendinga, við getum nánast aldrei spilað vel í 60 mínútur, og aldrei marga góða leiki í röð.  Ég er búin að sjá alla leikina, einnig leikina á móti Tékklandi og þó að ég sé eina konan sem tjái mig hér, þá hef ég þokkalegt vit á handbolta.  Við eigum frábæra einstaklinga, en heildin getur bara ekki leikið vel í 60 mínútur.

Að mínu mati eiga þrír þjálfarar að vera með landsliðið.  Einn til að þjálfa sókn, annar til að þjálfa vörn og markvörslu og sá þriðji á að taka til í hausnum á leikmönnum og þeim sem koma að landsliðinu.

Bestu kveðjur frá meðlim með lágt númer  í,  Í blíðu og stríðu.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.1.2008 kl. 22:27

7 Smámynd: Ómar Ingi

Lélegt lið

Ekki allt Alfreð að kenna

En við söndum okkur samt helv vel enda á þjóðin okkar að spila á Smáþjóðarleikjum og vinna allt þar en ekki við margmilljonarþjóðir.

En þar sem við viljum og gerum það , þá þýðir ekkert að væla endalaust

Ómar Ingi, 21.1.2008 kl. 00:00

8 Smámynd: Jonni

Þjálfari sem ekki nær meiri getu úr svona liði eins og við höfum verið að sjá núna, er einfaldlega ekki að gera réttu hlutina. Það er rétt að þjálfarinn er ekki inná vellinum, en reyndar er grundvöllurinn að þeim árangri sem næst á vellinum lagður FYRIR leikinn og að sjálfsögðu af þjálfaranum. Handbolti er 50% sálfræði og taktík og það er þar sem við föllum núna að mínu mati. Allt þetta tal um verðlaunapening fyrir mótið er vonandi áminning fyrir næsta þjálfara landliðsins og HSÍ.

Jonni, 21.1.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband