Rakst á þetta í Fréttablaðinu - vona að Jóhann Eyvindsson fyrirgefi mér ritstuldinn....

Hugleiðingin á virkilega rétt á sér.  Er stefnan sú að greiða ekkert fyrir þjónustustörfin? Verður þróunin sú að það verður allt einkavætt sem einhvers virði er?

Sé fyrir mér mjög aukið framboð á einka-öryggisgæslu, einka-leikskóla, einka-skóla, einka-heilbrigðiskerfi og svo mætti lengi telja. Hvað verður þá um þessa "aumingja" sem eru ekki með milljón plús á mánuði??

Hugleiðing Jóhanns Eyvindssonar úr Fréttablaðinu í gær 6. september 2007:

"Ég er að tala um mann
Hann er maður eins og ég og þú. Hann á fjölskyldu, heimili og líf.
Og eins og flestir - hann er með vinnu. Munurinn á honum og okkur
hinum er sá að vinnan hans er þess eðlis að hann sker sig verulega úr hópnum.
Honum eru gerðar strangari kröfur en til annarra þjóðfélagsþegna.
Hann má ekki vinna á svörtu, fremja smávægileg afbrot, eða gera stór mistök
í vinnunni, því þá verður hann rekinn úr stéttinni fyrir lífstíð - já, ekki einu
sinni alþingismönnum eru settar svona strangar kröfur.
Hann umgengst banvæna smitsjúkdóma við störf sín, ekur á ofsahraða um bæinn,
og hleypur inn í hætturnar hvar sem þær er að finna.
Honum er lítil virðing sýnd við störf sín, drekkt í ókvæðisorðum, á hann er hrækt og
í hann sparkað. Hann mætir í vinnuna og vonast til að hann fari ekki slasaður heim
eftir vaktina eins og sumir félagar hans hafa lent í. Í eyrum hans hljóma orð
háttvirts héraðsdómara, "Eðlilegt má telja að menn verði fyrir árás við slík störf", og
veltir fyrir sér hvort búið sé að gefa út veiðileyfi á hann og félaga sína.
Hann kennir börnum sínum að fara varlega yfir götuna og að gæta þess að fara aðeins
yfir gangbraut þegar rauði kallinn logar, en sjálfur stendur hann berskjaldaður á
miðjum gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar stjórnandi umferð í von
um að annars hugar ökumenn aki sig ekki niður á meðan aðrir vinnufélagar hans
stumra yfir illa slösuðu fólki. Hann les í blöðum að innflytjendur frá Austur-Evrópu
séu á þrælakaupi en hefur þó lent í því að segja einum þeirra frá launum sínum með
þeim afleiðingum að erlendi verkamaðurinn hló lengi að vesalings manninum.
Hann fer með konunni sinni í bíltúr og segir við hana "sjáðu þetta, kannski kaupum
við svona einn daginn" og fær til baka "já kannski þegar þú skiptir um starf, reyndu
að vakna til lífsins". Vinnufélagar hans eru margir hættir. Hann vill ekki hætta sjálfur
því hann elskar starfið sitt. Hann er hugsjónamaður. En nú er bara svo komið að
fjölskyldan, þjónustufulltrúinn í bankanum og öll hans skynsemi segja honum að
hætta líka. Kannski má líta svo á að þjóðin eigi ekki betri þjónustu skilið en hún er
tilbúin að borga fyrir.
Ég er að tala um mann - lögreglumann."

Heldur dramatískt, en myndir þú vilja vinna þetta fyrir undir 200 þúsundum á mánuði??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Ég myndi klárlega ekki vinna svona vinnu fyrir minna en 500 k á mánuði ! (myndi reyndar aldrei höndla svona starf yfir höfuð)

Óskar, 8.9.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband