Ánægjulegt að sjá að það ER hægt að gera eitthvað gegn þessu......

Finnst það alltaf sárast í þessum málum öllum hvað fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra finna sig vanmáttug gagnvart ofbeldismanninum/mönnunum. Má ekki vera svoleiðis í samfélaginu okkar að fólk þori ekki að kæra árásir!!

Vissulega leiðinlegt að þurfa að viðurkenna á sig einhver afbrot í leiðinni, eins og t.d. mögulega neyslu ólöglegra fíkniefna, en það er til lausn við þeim vanda ef viðkomandi er fíkill sem vill lausn.

Það er mun þægilegri lausn heldur en að láta berja sig "gegn þóknun".


mbl.is Handrukkarar í haldi lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eina leiðin til þess að losna við handrukkara er að lögleiða fíkniefni, svo einfalt er það.

Alþjóðleg glæpasamtök eru í landinu, glæpatíðni eykst og fíkniefnaneysla er meiri heldur en þegar fíkniefnastríðið hófst fyrir nokkrum áratugum. Því miður er þetta raunin vegna þess að yfirvöld kjósa að hafa siðferðislega rétthugsunarstefnu í stað þess að sjá raunverulegar breytingar.

Nikótín er löglegt fíkniefni þrátt fyrir að vera meira ávanabindandi heldur en 90% efna á götunni, samt hefur vesturlöndum tekist að minnka neysluna um helming á áratugi með forvörnum. Á sama tíma hefur neysla á ólöglegu efnunum staðið í stað eða aukist, en ekkert þeirra hefur minnkað í sömu prósentu og tóbakið. Það segir okkur hversu gölluð stefna þetta er, einnig er þetta viss mismunun enda er enginn vafi á því að bæði áfengi og tóbak eru fíkniefni í sterkari kantinum. 

Geiri (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 10:08

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Verð að vera ósammála þér þarna Geiri.  Að lögleiða neyslu sterkra fíkniefna er fyrir mér eins og að lögleiða almenna sölu Blásýru.  Kanabis efni kannski undanskilin, en þau hafa engu að síður margfalt meiri áhrif á persónugerð og þjóðfélagshegðun en sígarettu reykingar.

Hafa nokkrir virkilega góðir krakkar dáið hér heima á undanförnum árum eftir neyslu Alsælu, sumir þeirra að neyta þess jafnvel í fyrsta sinn.  Eigum við að segja þeim að þau ráði, en forvörnin felist í því að þau "gætu" dáið?  Eru margir unglingar sem þú þekkir sem hugsa mikið um morgundaginn?

Og hvað svo?  Er þá ekki eðlilegt næsta skref að lögleiða okurlán? Rukkararnir eru jú oftast að innheimta peninga ekki satt.

Ég er ekki maður sem vill að allt sé bannað, nema annað sé tekið fram. Ég hef hins vegar mikla reynslu af samskiptum við þennan heim og sölu- og dreifingar hlutinn er afar lítið vandamál í heildinni.  Einu skaplegu rökin sem hafa verið færð fyrir því að lögleiða fíkniefni eru þau að þá verði sala þeirra opinber og verðið mundi þá lækka. Ég er í fyrsta lagi ekki sammála því að það yrði með því allt opinbert, og engin fullvissa fyrir því að verðið lækkaði mikið heldur. Ríkið vill jú sínar tekjur af allri lyfsölu.

Fíkillinn (já, flestir fíkniefna neytendur geta ekki sjálfir stjórnað neyslunni) er að sjálfsögðu stóra vandamálið. Meðan að ekki er tekist á við orsökina munu afleiðingar halda áfram að vera sýnilegar. Neyslu tengd afbrot o.s.frv.

En það skýrir ekki þessa afstöðu þjóðar, ef svo má að orði komast, að handrukkurum eigi ekki að segja frá af því að þá verði maður barinn.

Baldvin Jónsson, 6.9.2007 kl. 12:40

3 identicon

Fólk mun alltaf sækjast í fíkniefni, þau hafa fylgt okkur frá upphafi og ekkert bendir til þess að neysla muni hætta í framtíðinni. Að einstaklingur kjósi að leggja eigin heilsu/líf í hættu er miklu skárra en þau aukavandræði sem myndast fyrst og fremst vegna ólögleika efnanna. Þú talar um sterk fíkniefni, eins og þessi löglegu séu ekki sterk. Því miður verð ég að tilkynna þér að bæði áfengi og tóbak eru sterk fíkniefni, þau eru bæði yfir meðtaltali þegar kemur að fíkn og skaðsemi allra fíkniefna. Þetta er einfaldlega efnafræðileg staðreynd og tekur bara nokkra mínútu Google leit að sjá það á svörtu og hvítu. Ef við tökum E-pilluna sem dæmi þá eru meirihluti dauðsfalla rakin til þess að annað hvort var pillan gölluð eða notkunin var kolröng, því er hægt að fækka dauðsföllum hlutfallslega um allavega helming eftir lögleiðingu. En jafnvel í dag þrátt fyrir þessar áhættur þá eru dauðsföll af E-pillum hlutfallslega sjaldgæfari í samanburði við áfengi. Í Bretlandi er talið að 7 af hverjum milljón neytendum láti lífið á ári, hinsvegar eru það 350 af hverjum milljón sem láta lífið á ári vegna drykkju. Svo má ekki gleyma því að áfengi hefur meiri áhrif á aðra heldur en meirihluti ólöglegra efna. Áfengi eykur ofbeldishneigð og lögreglan telur að allt að helmingur allra ofbeldisverka séu undir áhrifum þess.

En ég viðurkenni já að ef við ætlum að lögleiða fíkniefni þá yrði æskilegast ef ríkið myndi einnig læknast af þeirri rétthugsun að það sé í lagi að standa í neyslustýringu. Breytir engu hvort varan sé áfengi, sykur eða kókaín. Það á að leyfa einkafyrirtækjum að selja öll fíkniefni og hafa eingöngu venjulegan virðisaukaskatt. Það á að virða yfirráðarrétt sjálfráða einstaklinga yfir eigin líkama, þó að fólk kjósi að leggja eigin heilsu í hættu þá er það ekki réttlæting fyrir því að skerða frelsi þeirra. 

Geiri (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband