Ég bara trúi því ekki að löggjafinn hafi hugsað þessa lagasetningu til enda...

Hver er munurinn á þessu og kynferðislegu ofbeldi?  Ég geri mér grein fyrir að til er heimild í lögum sem leyfir þetta, en er það ekki bara byggt á misskilningi?  Er nokkur möguleiki að sú lög hafi verið ítarlega hugsuð?

Þetta er afar sorglegt mál.  Konan var vissulega brotleg, án vafa drukkið áður en hún ók og það ER bannað.  Jú jú, skömmum hana, sektum hana, sviptum hana ökuréttindunum, það er eðlilegt.  En ekki undir neinum kringumstæðum eigum við að samþykkja að beita grimmilegu ofbeldi gegn henni eins og raunin varð.

Hvað varð um að pissa í glas?


mbl.is Konan beitt ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurður

hún neitaði að gera það...

kíktu á http://gislisigurdur.blog.is

Gísli Sigurður, 23.8.2007 kl. 18:25

2 identicon

Nei Baddi. Ekki þú líka.

Allý (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 11:47

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Allý, elsku Allý.  Er ekki að réttlæta ölvunarakstur, alls ekki.  En eru ekki til mannúðlegri leiðir til að ná þvagsýni?

Baldvin Jónsson, 24.8.2007 kl. 21:02

4 identicon

Það eru leiðir til að láta af hendi þvagsýni og halda virðingu sinni á sama tíma en konan kaus að fara hana ekki. Reyndar finnst mér ekkert sérstaklega ómannúðlegt að setja upp þvaglegg enda ætti ég þá erfitt með að lifa með sjálfri mér. En svo vill nú þannig til að umræddur læknir er góður vinur minn og þess vegna svíður mjög að sjá talað um kynferðislegt ofbeldi í þessu samhengi og enginn sem þekkir til aðstæðna myndi láta sér detta slíkt til hugar. Mér finnst bara mikil fáfræði og vanþakklæti fyrir störfum fólks sem vinnur við fáránlegar aðstæður og má ekki bera hönd fyrir höfuð sér í málum eins og þessum farsa hér. Það er bara helvíti skítt þykir mér. 

Hins vegar er ég ekkert mótfallin því að það séu settar skýrar vinnureglur um mál sem þessi, ekkert síður okkar sjálfrar vegna svo maður megi ekki búast við opinberum aftökum í fjölmiðlum fyrir að vinna störf sem eru unnin í góðri trú. 

PEACE! 

Allý (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 14:31

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hæ aftur.  Skv. fréttinni sem ég las sá lögreglan um aðgerðina. Veit ekki hvað læknirinn gerði þá á meðan. Ég er algerlega viss um að það sé afar mikill munur á því að setja upp þvaglegg hjá einhverjum sem situr kyrr á meðan (eða liggur) og hjá manneskju sem hefur engan sérstakan áhuga á því.

Hvernig getur það farið fram öðruvísi en með ofbeldi að þröngva einhverju upp í klof manneskju sem berst gegn því?

Er ekki til mannúðlegri leið til að þröngva þvagi frá einhverjum?  Fullt fólk þarf nú líka reglulega að pissa vænti ég.  Hefði ekki verið möguleiki að sitja yfir henni með tilbúið glas?

Ég er ekki með þessari hugleiðingu minni að ráðast gegn lækni sem var eða var ekki á staðnum (misvísandi fréttir þar um), vissi reyndar ekki af því ef hann var þar eins og ég segi hér að ofan.  Ég vil hins vegar ekki meðtaka að þetta sé rétta leiðin til að þvinga þvag frá konunni. Og er með því á engan máta að réttlæta hennar gjörðir.

Peace too U two  with a little peace of justice with it

Baldvin Jónsson, 25.8.2007 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband