Mig langar að votta aðstandendum Tjörva Freys samúð mína....

Tjörvi Freyr Freysson er látin aðeins liðlega tveggja ára gamall. Þessi litla hetja tókst á við virkilega erfitt krabbamein, taugakímsæxli, og hafði betur að virtist um tíma en svo sneri meinið aftur og þessi elsku drengur er látinn.

Ég þekkti Tjörva Frey ekkert og fjölskylduna ekki heldur. Einn af mínum bestu vinum tengist þeim í gegnum starf sitt og það er þar sem ég heyrði af þessu máli fyrst. Það er svo skrítið með svona mál, að jafnvel þótt að maður þekki ekkert til er þetta bara svo skelfilegt ranglæti að mér finnst, að maður getur ekki annað en fylgst með úr fjarlægð.

Mér finnst það nánast ósmekklegt af mér að vera að varpa fram þessari samúðar kveðju hérna, kveðju frá einhverjum algerlega ókunnugum manni gagnvart aðstandendum Tjörva litla. Mig bara virkilega langaði til að votta ykkur samúð mína og segja ykkur frá því að það er örugglega fullt af fólki eins og ég um landið sem þið eigið stað í hjartanu á í dag.  Það breytir að sjálfsögðu litlu, en ég veit af eigin reynslu að samhyggð er styrkur engu að síður.

Guð blessi ykkur og veri með ykkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband