Jæja, jæja. Hélt nú ekki að ég myndi byrja pistil hjá mér nokkurn tímann á orðunum.......

...."hef ekki skrifað lengi en er nú sestur við tölvuna", en staðreyndin er samt sú að ég hef ekki skrifað lengi en er nú sestur við tölvuna Cool

Skruppum familían í alveg dásamlegt frí til Fuertaventura á Kanarí á alveg dásamlegt hótel. Alveg geggjað.  2 vikur í 4* lúxus og fallegu umhverfi, ekki hægt að fara fram á meira.  Urðum algerlega ástfangin af eyjunni sem minnir um margt á Ísland, að hitastiginu og litnum á hrauninu undanskildu að sjálfsögðu ;)

Er eldfjallaeyja eins og Ísland og margt í landslaginu sem er afar keímlíkt, en stórkostlegur bónus að hitastigið þarna er um 30° C á þessum árstíma.

Fór mikið að kafa hjá Deep Blue Diving Center basis(eru reyndar með skelfilega lélega heimasíðu)
 sem var þarna hálftíma ca. frá hótelinu okkar og var eiginlega að enduruppgötva hvað ég elska að kafa.  Finn mig svo gjörsamlega þarna niðri í kyrrðinni, er eins og að stíga inn í annan alheim, amk annað tíðnisvið án vafa.

En hvað er annars títt??  Er kominn heim og farinn að vinna á fullu, að vísu í semi fríi frá fasteignasölu fram yfir helgi, en er búinn að vera alveg á fullu flandri með ferðamenn í fjallabrölti síðan ég kom heim.  Merkilegt að koma heim á klakann í svipað veður bara og var á Kanarí (munar reyndar 12-15°, en heiðskýrt og fallegt veður) og fá að njóta þess með erlendum gestum uppi á hálendi.  Búinn að fá alveg stórgóða daga undanfarið á Langjökli og í dag átti ég frábæran dag í góðu yfirlæti uppi í Landamannalaugum og uppi í 950 metra hæð í henni Heklu gömlu.

Guð er góður, engin spurning.  En hvað með stjórnmálin??

Sé að lítið hefur breyst við nýtt stjórnarsamstarf.  Er eiginlega alveg rasandi undrandi á því hvað ég virðist hafa verið sannspár með Samfylkinguna.  Eru ekki nema 5 vikur frá kosningum og þegar búið að stinga Fagra Ísland plagginu ofan í djúpa skúffu sem finnst ekki lykill að er virðist.

Á bara að styðja álver í Helguvík brosandi??  Eftir að vera nýbúin að lofa landsmönnum 5 ára stoppi meðan að búið væri til heildrænt skipulag í stóriðju og orkunýtingu?

Fljótur að detta í tuðið, en geturðu áfellst mig fyrir það?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Velkominn aftur "gamli" vinur.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 29.6.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Danke, gaman að sjá þig í bloggheimum.

Ert vonandi "umhverfis"blár

Baldvin Jónsson, 30.6.2007 kl. 00:14

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hvað áttu við með "umhverfis" blár?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 30.6.2007 kl. 17:36

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Umhverfis blár er að vera hluti af "græna" hluta sjalla manna

Baldvin Jónsson, 30.6.2007 kl. 18:37

5 Smámynd: Báran

Velkomin heim...

Báran, 1.7.2007 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband