Virkilega góð ástæða til að kjósa með réttlætiskenndinni

Það er ekki verið að tala um að taka þetta frá velferðarmálunum, hvorki Háskólanum, lífeyrissjóðunum eða heilbrigðiskerfinu. Frá árinu 2004 hafa tekjur ríkissjóðs aukist um 120 milljarða og núverandi ríkisstjórn í allri "velferðinni" sem þið gortið ykkur stöðugt af hefur eytt þessum fjármunum í neyslu.
Ekki til uppbyggingar eða í eitthvað sem skilar samfélaginu einhverju til baka, heldur bara í neyslu. Neyslu til að sýna öllum allsstaðar hvað gengur rosalega vel.

Við í Íslandshreyfingunni viljum ekki búa til samfélag þar sem að þeir sem verst hafa það eiga að bera okkur á herðum sér. Það er ekki hægt að réttlæta það með neinu móti ef menn hafa lágmarkssamvisku að skattleysismörk hafi ekki fylgt vísitölu í 12 ár.

Íslandshreyfingin er bara að færa jafnrétti til þeirra sem minna mega sín. Ef að 51 milljarður af auknum tekjum ríkisins eru peningar sem hafa verið teknir af þeim sem mest þurfa á þeim að halda, já þá er erfitt að réttlæta að skila þeim ekki aftur.

Viljum við búa í samfélagi þar sem við byggjum velferð okkar á fólki sem er ekki að þéna lágmarkstekjur??

Setjum X við I - kjósum með réttlæti og gegn ranglæti.


mbl.is Íslandshreyfingin vill að skattleysismörk verði 142.600 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Báran

Baddi!!!  Höfuðpaurinn er greinilega með þér í liði  Þið ættuð að íhuga að setja hann á lista, slíkur er sannfæringarkrafturinn!  En túleit túleit !!!  Farin að óttast  að hann muni elta mig inní kjörklefann...

Báran, 8.5.2007 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband