Ánægður með Ómar í Kastljósinu í kvöld :-)

Já, sat hérna áðan og horfði á Ómar kallinn.
Mér finnst það afar trúverðugt þegar menn koma fram eins og Ómar gerir. Segir bara sannleikann og hvað hann er að hugsa og hvað hann vill gera. Persónulega finnst mér það einmitt óþolandi í pólitískri umræðu að menn svari aldrei neinu og dansi alltaf í kringum sannleikann með fyrirvörum.

Varðandi lækkun skatta á fyrirtæki þá byggir Ómar hugmynd sína á reynslunni héðan af klakanum. Hann tók svo væntanlega söguna af Henry Ford svona til áhersluauka og skemmtunar. Reynslan hér heima er einfaldlega sú að þegar skattar á rekstur voru lækkaðir úr 28% niður í 18% að þá jukust tekjur ríkissjóðs á sama tíma um 38 milljarða af álagningu á rekstur. Það er nefnilega almennt þannig að þegar að rekstri er gert auðveldara um vik með að ganga vel að þá skapar reksturinn mjög líklega störf og skilar arði. Störf og rekstrar afgangur skila svo tekjum í ríkiskassan.

Það er kominn tími á að sýna að við erum velferðarsamfélag. Endalaus niðurskurður í heilbrigðiskerfinu er bara ekki líðandi lengur að mínu mati. Hversu ömurlega niðrandi er það ekki að heimsækja nákomna á sjúkrahús sem eru jafnvel búnir að vera þar dögum saman, og þeir eru í rúmi Á GANGINUM!?! Það má hins vegar spara verulega í kerfinu með t.d. auknum kröfum um hagkvæmni í lyfjainnkaupum.

Eins og ljóst má vera af þessum pósti mínum, þá er ég afar hrifinn af framtaki Ómar og félaga. Það að afnema tekjutengingu við bætur á að gefast vel við að hjálpa fólki aftur út á atvinnumarkaðinn og þar með af bótakerfinu, og BINGÓ, það skapar jú auknar tekjur í kassann rolleyes.gif

Þetta er svo dásamlega í takt við hugmyndafræði kapítalískrar hugsunar að það að tengja þetta á einhvern hátt við netlögguna og félaga hans er einfaldlega fáránlegt. Ég trúi því að Íslandshreyfingin, ef hún fær tækifæri til, muni sýna fram á að við getum gert svo miklu miklu betur. Við erum búin að vera föst lengi í ótta sem Geir H. & Co vill að við trúum. Ótta um að þetta geti bara ekki verið betra og að við eigum að fara nánast grátklökk í bælið á hverju kvöldi af þakklæti yfir þeim náðargjöfum sem þeir hafa sent okkur.

En er það svoleiðis? Er það ekki merkilegt að þeim takist ekki að gera miklu miklu betur í samfélagi þar sem ríkið fær um 86% af tekjunum í sinn hlut og það á þessum ofsalegu "hagsældar" tímum???

Ps. Hagsæld er skilgreind skilst mér sem hugtak yfir það þegar vel gengur í samfélaginu. Hún á því væntanlega ekki við um það þegar að við meira en tvöföldum skuldir heimilanna í landinu og kaupum okkur "dót" fyrir nánast allan peninginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband