Trúir einhver hugmyndum Jakobs fyrrverandi og félaga um samábyrgð í umhverfismálum?

Veit að það gleður án vafa Jakob fyrrverandi að hann hafi náð að sannfæra a.m.k. einn eða tvo um þessa undarlegu umhverfis "verndar" hugmynd sína.  Mitt mat er að þessi hugmynd hans um að ekki verði virkjað annarsstaðar vegna þess að við virkjum svo mikið hérna sé hreint bull.

Íslendingar eru EKKI ábyrgðir fyrir framkvæmdum í öðrum löndum að sjálfsögðu, en í víðara samhengi og út frá hugmyndinni um sameiginlegt átak í loftlagsmálum þá er nákvæmlega ekkert sem styður rökrænt þessa hugmynd um að EKKi verði virkjað í Kína (eða hvar sem er) ef við drekkjum Íslandi fyrir erlenda stóriðju.

Kínverjar eru að hugsa um að ná til sín fleiri verkefnum og þeir munum gera það hvort sem að við virkjum hérna heima eður ei.  Við gerum miklu meira gagn í loftlags málum heimsins og í umhverfismálum almennt með því að vera lifandi fordæmi.

Það er einfaldlega ekki trúverðugt að skemma og skemma í nafni "umhverfisverndar" eins og haldið er fram með þessari kenningu að við getum gert og ég skal éta hatt minn upp á að það er engin hætta á því að Kína eða önnur lönd taki þá hugmynd okkar trúanlega.

Finnst þér það hljóma trúverðugt ef þú setur þig í hlutlausar stellingar?  "Nei nei, við erum ekki að taka frá ykkur verkefni. Við erum einfaldlega bara að leggja okkar af mörkunum til að sporna gegn mengun í Kína."

Er einhver sem trúir því að alþjóðasamfélagið myndi kaupa þessa skýringu??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband