Jæja, setja fréttamenn sér engar faglegar kröfur??

Nú er kosningavor og á allra næstu dögum og vikum fram að kosningum munum við fá til okkar fréttir sem þessa sendar í gegnum pólitíska propaganda vél Sjálfstæðisflokksins.  Skuggaráðið er búið að búa til ígrundaða áætlun og henni er verið að framfylgja kröftuglega þessa dagana.

En mér er spurn, af hverju í ósköpunum eru svona fréttir birtar algerlega gagnrýni laust af hálfu fréttamanna?  Er það ekki lágmarkskrafa að blaðamenn og fréttamenn skoði fleiri hliðar mála? Það er kannski sök sér að við fáum fréttatilkynningar frá Sjálfstæðisflokknum, en þegar þær eru birtar sem fréttir gagnrýnilaust er náttúrulega eðlilegt að maður hvái við.

Hvernig er hægt að birta svona þjóðhagsspá og taka ekki með í reikninginn t.d. ruðningsáhrif af væntanlegu álveri í Helguvík?

Af hverju er skyndilega korter í kosningar von á vægri lendingu? Já, eða svo maður noti nýyrðið sem Sjallarnir sveifla sér í í þessari fréttatilkynningu: "Snertilending áður en hagkerfið fer af stað aftur"

Svona klikkja þeir út á því svona rétt í restina að álver við Helguvík og á Húsavík, ástandið á alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum, gengi krónunnar og endurnýjun kjarasamninga (sett inn til að launþegar fari nú ekki að krefjast eðlilegra launa) "séu sömuleiðis áhættuþættir sem gætu breytt forsendum þessarar spár".  Er þetta ekki bara grín??

Þjóðhagsspá sem tekur ekki tillit til stóriðjuframkvæmda, ástands alþjóðlegra fjármagnsmarkaða, gengi krónunnar og endurnýjun kjarasamninga er að sjálfsögðu BARA brandari, settur fram korter í kosningar sem propaganda fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Mikið hlakkar mig til að sjá svör ALVÖRU fagaðila við þessari frétt. 


mbl.is Mjúkri lendingu hagkerfisins spáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hlakka til!

Snæbjörn (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 20:17

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já snertilending er það nýjasta í áróðursflórunni.  Það og allar "vitlausu" tölurnar sem andstæðingar íhaldsins eru með í kosningabaráttunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband