Hvernig getur það að breyta engu leitt okkur til nýrra tíma?

Tja mér er spurn.  Ef þeir eru með mikið af hugmyndum fyrir nýja tíma, af hverju hafa þeir þá ekki nýtt neina þeirra til þessa?

Hvar er nýsköpunin?

Það er vel að virkja kerfið til stuðnings við atvinnurekstur í landinu, það hefur skilað þjóðarbúinu miklum tekjum. En hvað?  Á sama tíma VERSNAR opinber þjónustu í heilbrigðiskerfinu og staðan ríkissjóðs versnar.

Hvernig má það vera?  Af hverju á ég að trúa því að nú komi þeir með eitthvað alveg nýtt og styðji líka gamla fólkið sem hefur mætt afgangi hjá þeim hingað til?

Ég er algerlega sannfærður um að það sé engu samfélagi hollt að hafa sömu ríkisstjórn við völd í meira en 2 tímabil að hámarki. Davís Oddsson er afar gott dæmi um það. Dæmi um hvernig afar frambærilegur stjórnmálamaður missir sjónar á markmiðunum og tilgangi sínum í skugga valdasýki.

Það er kominn tími á nýja tíma, ég er sammála því. En þeir tímar koma ekki með núverandi ríkisstjórn.

Kjósum með hjartanu - setjum X við Í Smile


mbl.is Vill leiða þjóðina til nýrra tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er fullkomlega sammála þér með að engum sé hollt að sitja svona lengi eins og núverandi ríkisstjórn hefur gert.  Þá er ekki hótinu betra að Framsókn eða Íhaldið setjist á ný með nýjum flokkum.  Hið eina lýðræðislega í stöðunni er að senda þessa flokka í gott orlof.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband