Er það stefna hjá Frjálslyndum að reyna að gera sig að kjánum í athugasemdum hér á blogginu?

Var bara að velta þessu fyrir mér. Ef að maður rennir yfir blogg t.d. Ómars Ragnarssonar eða Íslandshreyfingarinnar eru þar inni reglulega athugasemdir frá félögum Frjálslyndra.

Athugasemdirnar bera sjaldan merki þroska og ítrekað mikil merki gremju.

Er það til fylgisaukningar?  Það er eitt að vera ekki sammála, annað að koma því á framfæri með svo undarlegum hætti.

Það er öllum ljóst að það er eitthvað ósætti milli Frjálslyndra og þeirra sem fylgdu Margréti, en er þetta ekki bara kjánalegt?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ehm... áttirðu von á skynsemi frá þeim?

Heiða B. Heiðars, 12.4.2007 kl. 19:42

2 identicon

Mér finnst bara gott að þú sérð að Brjállyndir bera merki gremju því jú mörgum finnst bara gott að vera gramir svona eins og að kúra undir hlýrri dúnsæng. Hef heldur ekki séð neinar reglur um að frambjóðendur skulu vera þroskaðir né greindir né gremjulausir.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 20:33

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Veit ekki hvort það er stefna en það kemur a.m.k. fyrir.

Ragnar Bjarnason, 12.4.2007 kl. 20:51

4 Smámynd: Einar Ben

Baddi bróðir, þetta er reyndar ekki rétt hjá þér, ég renndi yfir 5 eða 6 færslur hjá Ómari með kommentum og þær færslur sem komnar eru á blog Íslandshreyfingarinnar og ég get ekki séð þessar gremju færslur sem þú ert að benda á.

Í einni færslu á síðu Ómars, eru Magnús Þór og Ómar að ræða hin ýmsu mál fram og tilbaka eins og skoðanakannanir og umhverfismál og áherslur í þeim.

Annað var þar ekki að finna, þannig ég sé mig tilneyddan til að vísa þessu tilbaka til "föðurhúsanna" minn kæri.

kv. af skaga.

Einar Ben, 13.4.2007 kl. 10:21

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Verð að taka undir með Einari Ben, en auðvitað verður þessi umræða alltaf misgáfuleg á báða bóga....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.4.2007 kl. 12:06

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hmm.. svona sandkassaleikur er á lágu plani.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 13:43

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Meginmálið Einar min ven er að sjálfsögðu bara að einbeita okkur öll að því að hefja framboð allra stjórnarandstöðu flokka og svo Íslandshreyfingarinnar upp á það plan að sameinast um það að fella ríkisttjórnina.
Það gerist einungis með því að stýra umræðunni þangað. Samhent fellum við þessa stjórn skuldasöfnunar (á mesta uppgangstíma landsins að þeirra sögn) eins og Jón Sigurðsson benti réttilega á í fjölmiðlum í vikunni.

Baldvin Jónsson, 13.4.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband