Betur má ef duga skal - hér þarf að breiða úr okkur X-I

Engin spurning, ef við viljum koma ríkisstjórninni frá þá er Reykjavík í suður einn albesti staðurinn til að koma kröftugu höggi á Sjálfstæðisflokkinn.  Þetta hefur verið nánast ósigrandi vígi þeirra um árabil, þeirra og síðan vinstri sinna. Merkilegt en satt.

Þetta fylgi VG í vesturbænum kemur ekkert á óvart, það er mikið af annars vegar hægra og hins vegar vinstra fólki í kjördæminu.

Það er hins vegar full þörf á að styrkja miðjuna hérna, styðjum við Íslandshreyfinguna og komum ríkisstjórninni frá í komandi kosningum.

Kjósum með jafnvægi, virðingu og velferð.
Kjósum gegn græðgishyggjunni og óvirðingu við auðlindir þjóðarinnar.


mbl.is VG og Sjálfstæðisflokkur bæta við sig fylgi í Reykjavík suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða jafnvægi og virðingu ertu að tala um? Áttu við þegar ég kem inní kjörklefann? Skil ekki þessa ábendingu. Heldurðu að flokkurinn þinn Íslandshreyfingin vilji setja á oddinn jafnvægi og velferð bara út að því að hún vilji stöðva virkjanaframkvæmdir? Íslandshreyfingin vill að við göngum í ESB og hefjum viðræður strax á næsta kjörtímabili...er það það sem þú vilt. Er það jafnvægi og virðing og velferð. Er það græðgishyggja að allir hafi atvinnu í landinu? Er Íslandshreyfingin með einhverjar raunhæfar leiðir fyrir fólkiið í landinu. Það er ekki nóg að stöðva hagvaxtargönguna og að ekkert komi í staðinn. Þetta hljómar eins og að vera á móti bara til að vera á móti en ég veit ekki neitt...hef bara skoðun.

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 02:11

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég þigg gjarnan VG, Samfylkingu og etv. Íslandshreyfinguna eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn á inni langt orlof ekki síður en Framsókn.  Veitum þeim lausn, veitum þeim hvíld. Hm.. í alvörunni sko

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2007 kl. 02:26

3 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæll Baldvin.

Ég spái ekki góðu fyrir Íslandshreyfingunni eftir síðasta útspil um að Ísland eigi að sækja strax um aðild að Evrópusambandinu. - Þess utan eykur framboð Íslandshreyfingarinnar hættu á að ríkisstjórnin haldi velli með því að atkvæði greidd Í-lista skili engum þingsætum. Fram að þessu sjást engin merki þess að Íslandshreyfingin laði að sér fylgi frá Sjálfstæðisflokknum, nema síður sé.    Bestu kveðjur  Hjörleifur

Hjörleifur Guttormsson, 11.4.2007 kl. 06:01

4 Smámynd: Baldvin Jónsson

Bendi á bloggið hans Lárusar, http://www.lalli.blog.is/blog/lalli/

Hann útskýrir þar ágætlega hvað hann vildi sagt hafa í sjónvarpinu, en fékk ekki tíma til að koma því að

Baldvin Jónsson, 11.4.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband