Mjög áhugavert að horfa á kastljós viðtal í gær við Rannveigu og Andra Snæ

Sjá þáttinn hér:  http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301762/0

Mér finnst alveg óskaplega merkilegt að það sé hægt að skilgreina mengun sem "mannvæna" eða þ.e.a.s. ekki skaðlega mönnum.  Hvernig getur mengun ekki verið skaðleg mönnum??
Er mengun ekki neikvæð hugmynd? Hefur ekki mengun verulega áhrif á t.d. loftslag heimsins og þar með lífskilyrði manna?

Að mengun sé ekki skaðleg mönnum er að sjálfsögðu bara bull.

Finnst það líka eins og ég hef áður sagt virkilega áhugaverðar og nauðsynlegar vangaveltur að setja niður fyrir okkur hversu mikla orku eigum við til og hvernig viljum við þá nýta hana?  Ef stór hluti orkunnar á að fara í stóriðju eins og núverandi ríkisstjórn gerir ráð fyrir, er þá ekki rétt að nýta hana til uppbyggingar á landsbyggðinni en ekki í miðju svæði mesta atvinnulífs landsins?

Í Hafnarfirði þarf ekki að takast á við atvinnuleysi eða skort. Ef að þú trúir því, skrepptu þá á Melrakkasléttuna, komdu við í Þórshöfn eða á Raufarhöfn og láttu mig vita endilega ef þú fyllist ekki vonleysi?  Komdu jafnvel við á Vestfjörðunum á leiðinni til baka og segðu mér hvað þér finnst.

Það er veruleg þörf á nýjum hugmyndum á landsbyggðinni, það er nákvæmlega engin þörf hér nema fyrir starfsmenn og hluthafa álversins í Straumsvík.

Hvað á að gera við auðlindir landsins?  Ef dæmt yrði að nauðsynlegt sé að nýta þær, er þá ekki rétt að beina því frá Höfuðborginni þar sem atvinnulíf er fyllilega sjálfbært?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég er sammála þér,  Það er ótrúlegt að Rannveig eins mentuð og hún er að hún skuli ekki vita betur um skaðsemi mengunar.  Hún ætti að fara að lesa sig betur til um þessi mál áður en hún fer að rugla í sjónvarp.

Þórður Ingi Bjarnason, 27.3.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband