Hvernig mælum við velgengni þjóðar?

Búinn að velta þessu þó nokkuð fyrir mér að undanförnu.  Það eru notaðar ákveðnar mælieiningar af ráðamönnum til að meta fjárhagslegan árangur þjóðarinnar og er hagvöxtur þar fremstur í flokki.  Fast á hæla honum kemur kaupmáttur sem virðist alltaf vera hægt að túlka þannig að hann hafi aukist.

En hver er raunmælingin?

Búinn að velta þessu mikið fyrir mér.  Það gengur svo vel hjá okkur að:
1. Íslenska þjóðin hefur meira en tvöfaldað skuldir heimilanna á 3 árum??
2. Bankarnir eru orðin stærsti iðnaður á landinu á eitthvað rúmlega 3 árum??
3. Innheimtu fyrirtæki eins og Intrum auglýsa stöðugt eftir starfsfólki vegna stóraukinna verkefna??
o.s.frv. o.s.frv.

Er velgengni þegar þeim ríku gengur vel eða ætti það ekki að vera þegar við hin eigum til hnífs og skeiðar?

Í allri velgengninni er búið að skerða t.d. laun flestra fjölskyldna í landinu um hátt í 500.000 á heimili við það að svipta okkur vaxtabótunum af því að við erum orðin svo "rík". Þ.e.a.s. húsnæðið okkar hefur hækkað svo í verði (og skattarnir af því þ.a.l. líka) að við missum vaxtabæturnar sem hafa skipt okkur flest gríðarlegu máli hingað til.

Hækkuðu launin okkar í samræmi við skerðingu og hækkaða skatta?
Hækkuðu launin okkar í samræmi við almenna hækkun á markaði?

Ekki tekst mér að reikna það út með sömu niðurstöðu og ráðamenn segja, því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband