Þurfa öll framboð að takast á við sömu málefni??

Vegna ítrekaðra spurninga um stefnumál Íslandshreyfingarinnar langar mig að varpa fram spurningu.

Af hverju þurfa ný framboð nauðsynlega að marka sér stefnu gagnvart öllum þeim málum sem önnur framboð telja mikilvægust hjá sér??

Er það ekki einmitt stór hluti af lýðræðinu sem við búum við að hverjum og einum sem telur sig hafa eitthvað fram er frjálst að bjóða fram?

Það að hafa málefni sem brennur á hjarta sínu, málefni sem að maður hreinlega veit og trúir að megi ekki sitja lengur á hakanum er yfirgnæfandi næg ástæða fyrir mig.

Ómari & Co hefur þó tekist í stefnu sinni að taka á þeim málum sem að mínu mati skipta okkur mesti máli núna.

Umhverfismál og bætt velferðarkerfi.  Þjóðin var a.m.k. í meirihluta sammála því í nýlegri skoðanakönnun að aðbúnaður aldraðra og þjónusta væri málefni sem við verðum bara að taka strax á.

Mér líst afar vel á Íslandshreyfinguna, stór plús fyrir mig er að eiga möguleika á að ná eyrum fleiri hægri manna með málefni sem varðar kröftuglega framtíð okkar allra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband