Hér á blogginu var varpað fram spurningunni: "Er Framtíðarlandið bananalýðveldi"?

Þakka Bjarna Harðarsyni fyrir hans hugleiðingar.

Finnst rétt að árétta þó hérna að sáttmáli Framtíðarlandsins um Framtíð Íslands fjallar ekki um að ekki eigi að verða af Álveri á Húsavík eða öðrum stóriðjuframkvæmdum.  Sáttmálinn fjallar um að bíða með það og aðrar stóriðjuframkvæmdir þangað til að búið er að skapa alhliða þroskað plan um framtíð og nýtingu náttúrunnar okkar. Ef að í heildarúttekt það þykir góð hugmynd að setja upp Álver á Húsavík þá yrði það væntanlega gert.

Sæi sjálfur ekki mikið því til fyrirstöðu ef þeir gætu sýnt fram á:

A: Að þeir yrðu með útblásturshreinsun sem yrði til þess að útöndun frá framleiðslunni væri hrein
B: Að þeir myndu staðfesta að það yrði gengið frá landinu og ræktað upp aftur þar sem Bátaux námuvinnslan er (skelfilegt að sjá viðskilnaðinn þeirra við stór svæði á t.d. Jamaica).
C: Að orkan til framleiðslunnar kæmi annað hvort frá núverandi Kröfluvirkjun eða að byggð yrði gufuaflsvirkjun til verksins sérstaklega.
D: Að orkan til framleiðslunnar yrði seld á eðlilegu markaðsverði til tekna fyrir alla þjóðina.

Það hlýtur að vera kominn tími á að staldra við og skoða málin í heild áður en við höldum áfram að dúndra inn hér og þar í sveitarfélög innspítingum í formi Álvera eða annarra stórdramatískra framkvæmda, sem bera meira með sér lykt af samviksubiti yfir kvótasnauð og afturför í þeim plássum heldur en þroskuðum ákvörðunum byggðum á rökum.

Fáum hlutlausa fagaðila til að meta og ráðleggja okkur áður en við leyfum pólitíkusum (hvort sem er til hægri eða vinstri) að skipuleggja landið okkar frekar út frá eigin hugmyndum.

Við eigum vissulega stórkostlegar og um margt náttúruvænar auðlindir, en er ekki kominn tími til að hætta að nánast gefa þær til framlegðar fyrir erlenda stóriðju?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Á hvers forsendum á þjóðin að taka upplýsta ákvörðun?

Ef við getum ekki treyst íslenskum ráðgjafa- og eða verkfræðistofum til að koma með hlutlaust mat, þá þarf augljóslega að leita til erlendra sérfræðinga er það ekki?

Baldvin Jónsson, 22.3.2007 kl. 21:38

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Á hvaða forsendum eigum við að taka upplýsta ákvörðun Gísli?  Hver á að mata okkur með upplýsingunum?

Þessir sem eru með? Eða þeir sem eru á móti?  Ef engin er hlutlaus, hver á þá að upplýsa þjóðina?

Baldvin Jónsson, 22.3.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband