Klám??

Já, ég held að ég verði að viðurkenna á mig mistök Frown

Varð vís að sömu mistökum og ég hef svo oft gagnrýnt t.d. gamla DV og dómstól götunnar fyrir. Ég stökk upp á nef mér vegna persónulegra skoðana á klámheiminum og DÆMDI.

Þetta er samt að mínu mati virkilega gott dæmi um það hvernig maður getur með auðveldu móti fundið rökstuðning með máli sínu ef að maður er bara nógu viss um eigin réttlætingskennd. Það er bara ekki nóg að hafa sterka réttlætiskennd til að finna sannleikann. Ég t.d. viss um að Hitler hafði til að bera MJÖG sterka réttlætiskennd.  Bush (fíflið) hefur líka mjög sterka réttlætiskennd. Talíbanarnir hafa mjög sterka réttlætiskennd. 

Það er eiginlega sama hvaða manneskju þú tekur sem er að berjast fyrir sínum réttindum, við höfum alltaf í okkar eigin málum mjög sterka réttlætiskennd.  En það er bara ekki nóg.....

Ég er mjög á móti því að klám fái aukið vægi hér á landi, mér finnst það alveg yfirdrifið nóg eins og það er......

En hvað mér finnst er bara ekki nóg. Ég stend enn á því föstum fótum að ef að um atvinnuviðburð hefði verið að ræða eins og þetta var kynnt fyrst í fjölmiðlum hér, þ.e.a.s. sem ráðstefnu, þá hefði átt að standa gegn þessu. 

Ef að hins vegar þetta átti bara að vera skemmtiferð nokkurra klámkalla og kella á klakann og skipulögð sem slík eins og látið er í veðri vaka núna, þá gerði ég mistök og ég biðst velvirðingar á því.

Ráðstefnu hefði hins vegar án nokkurs vafa átt að banna. Skv. 210. gr. hegningarlaganna þá er klám refsivert á Íslandi. Að kynna það með ráðstefnu haldi hlýtur því að vera refsivert líka, eða a.m.k. á ekki að líða það.  Það væri svona eins og að banna með lögum enska tungu á klakanum en halda samt áfram með enskunámskeið á opinberum vettvangi.

Eða er það ekki?

En svona í alvöru, trúir því einhver að þetta hafi ekki átt að vera ráðstefna?  Að þetta hafi ekki átt að vera atvinnusamkoma?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki betur en að þeir sem stóðu að þessari RÁÐSTEFNU hafi auglýst viðburðinn einmitt sem slíkan, og gott betur. T.d var talað um að síðasta ráðstefna hefði tekist svo vel til og ætluðu aðilar sér að gera gott betur.  Á þeirri RÁÐSTEFNU,hefði hún verið haldin hér á landi, hefðu íslensk lög verið brotin!  Vísa í myndir sem einhverjir linkuðu á bloggi sínu beint á heimasíðuna.  Þeir aðilar sem auglýstu þetta á sinni heimasíðu töluðu sjálfir um að styrkja viðskiptatengsl!  Ef það er ekki atvinnuviðburður þá veit ég lítið.   Að sömu aðilar hreinsi svo út af síðunni það sem upphaflega var á henni og gat hæglega sýnt fram á brotavilja gagnvart íslenskum lögum,gerir það ekki að verkum að þú eða aðrir hafi skyndilega rangt fyrir sér! 

Bára (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 16:59

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já, ég veit. Og á þeim forsendum var ég á móti. En núna vilja þeir meina að þeir hafi meint eitthvað allt annað, og ef svo er þá gerði ég mistök.

En ég er ekki svo viss um að þeir hafi ekki ætlað að halda þetta sem ráðstefnu..... en hvernig veit ég hvort að þeir raunverulega skiptu um skoðun eða ekki?

Klám kynning í atvinnuskyni á að vera ólögleg. Hún á að brjóta gegn lögum, en hvers vegna gerum við ekkert í stöðugum klám auglýsingum í smáauglýsingum??

Hver er hún annars þessi Bára? (þekki nokkrar....)

Baldvin Jónsson, 24.2.2007 kl. 18:20

3 identicon

Spurning hvort það heitir að skipta um skoðun eða breiða yfir?  Annars er það efni í laaaangar færslur að skoða tvískinnunginn sem viðgengst hér...

 Hver er ég  Kannski Maggi fái þig til að kveikja á perunni

Bára (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband