Fer saman vernd og ofbeldi?

Alveg ótrúlega óheppilegt fyrir málstað okkar sem viljum standa vörð um náttúru landsins. Það er nákvæmlega út af fréttum sem þessari sem tekst að teikna "þetta lið" eins og ég heyri svo alltof oft sagt, sem hassreykjandi hryðjuverkamenn. Ömurlega niðrandi afstaða margra til umhverfisverndar birtist í orðum sem slíkum. Ferlega klaufaleg tilraun til að vekja á sér athygli brýst fram í því að skemma tæki verktaka sem tengist síðan ekki á nokkurn hátt Alcan??? Mæli með betri heimildaröflun þessara manna, en mæli eindregið gegn því að nota ofbeldi til verndar. Leiðinlegt að segja ykkur það, en það er nákvæmlega það sama og Bush & Co. eru að gera. Ráðast á heiminn til þess að "verja sig".

Ef að við viljum ná raunverulegum árangri í verndun náttúrunnar þá þurfum við að nálgast árangur eftir leiðum þekkingar og fræðslu. Að ganga fram og upplýsa og með réttum aðferðum trúi ég því að við munum vekja athygli fólks og áhuga á því að bregðast við núna. Það er alveg að verða of seint.


mbl.is Segjast hafa skemmt vinnuvélar í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband