REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ og stúdentar í Vatnsmýrinni

Þetta verður áhugaverður fundur á morgun með stúdentum á málþingi Vöku.

Málefni stúdenta tengjast okkur í REYKJAVÍKURFRAMBOÐINU mjög náið þar sem að við sjáum endurskipulagningu Vatnsmýrarsvæðisins og nýtingu verðmætanna þar, sem helstu lausn gegn frekari niðurskurði og skattahækkunum á borgarbúa á komandi árum. Það eru miklar þrengingar og viðbúið að ekki verði hjá því komist að nýta eignir borgarinnar til að skapa tekjur. Verðmætin í Vatnsmýrinni standa undir því að í fyrsta lagi að koma í veg fyrir frekari niðurskurð í velferðarkerfinu sem og til að auka þjónustu og standa undir áframhaldandi uppbyggingu þar sem þörfin er mest.
 
Þetta tengist málefnum stúdenta í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík síðan náið, sérstaklega þegar horft er til skipulags svæðisins með í huga fjölgun minni og meðalstórra íbúða til bæði kaups og leigu. Það kemur skýrt fram í úttektum sem gerðar hafa verið að það er mikil þörf á minni og meðalstórum leiguíbúðum miðsvæðis og þá sérstaklega til þess að þjónusta þann fjölda stúdenta sem að sækja nám beggja vegna svæðisins.
Hugmyndir okkar um skipulag snúa að því að skapa þarna framlengingu á miðbænum með menningar- og fjölskyldulíf í huga þar sem að stúdentar munu skipa stóran sess.

Nýtt skipulag fyrir fallega byggð í Vatnsmýrinni sem að sameinar fallegt framhald af miðborginni og háskólahverfi með Háskóla Íslands öðrum megin og Háskólann í Reykjavík hinum megin er verðugt markmið. Gaman væri líka að sjá Listaháskólann inni á skipulagi þarna líka. Þetta svæði er mun meira miðsvæðis upp á samgöngur að gera heldur en Laugavegurinn.


mbl.is Oddvitar svara stúdentum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband