REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ leggur fram lausn til örvunar framkvæmda

xEStefnumálin okkar má sjá meðal annars hér: http://reykjavikurframbodid.is

Kreppa, erfiðleikar og erfitt lyndi þarf ekki að vera lögmál til framtíðar. Það er okkar að snúa vörn í sókn. Tækifærin eru til staðar þrátt fyrir erfitt ástand.

Við viljum nýta eignir borgarinnar til þess að koma framkvæmdum af stað aftur. Enn harðari niðurskurður og skattahækkanir þurfa ekki að vera óhjákvæmileg. Með innspýtingu fjármagns inn í borgarsjóð má skapa hér mýmörg tækifæri í byggingar- og viðhaldsverkefnum. Útrýming atvinnuleysis í borginni er eitt helsta hagsmunamál borgarbúa. 11% atvinnuleysi kostar borgarsjóð um 11 milljarða á ári. 11 MILLJARÐA!! Það segir sig sjálft að það er kostnaður sem verður að útrýma, að ekki sé talað um félagslega og tilfinningalega skaðann sem atvinnuleysið veldur.

Hvort vilt þú? Frekari álögur eða að nýta eignir borgarinnar og skapa atvinnu og ný tækifæri?

 

 


mbl.is 52 fasteignir á 1.360 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband