X-E REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ dreifir kosningabæklingnum sínum um helgina - bætt velferðarkerfi og atvinnusköpun okkar helstu markmið
22.5.2010 | 15:31
Vonandi að við fáum að hitta sem flest ykkar á ferð okkar um borgina um helgina. Við erum svo heppin að hafa lítið fé til kynningar og tökum því þann pól í hæðina að dreifa bæklingnum okkar sjálf. Bið ykkur endilega að taka vel á móti fólkinu okkar ef þið rekist á það á förnum vegi.
Jafnvel að nota tækifærið og spyrja það svolítið nánar út í hvað vil viljum standa fyrir.
Andstæðingar okkar sem og fjölmiðlar vilja spyrða því við okkur að við séum "flugvallarframboðið" og reyna að láta líta út fyrir að það sé okkar eina mál. Eins heyri ég það sagt um allt að við ætlum bara að leysa kreppuna með lóðasölu "eins og það sé hægt núna?".
Það er að sjálfsögðu ekki svo að flugvallarmálið sé það eina sem að við berjumst fyrir, það er langt frá því. Það er hins vegar eitt af málunum okkar og draumur okkar um framtíðar alvöru miðborg í höfuðborg landsmanna.
Meginmálefnin okkar fyrstu misserin munu hins vegar snúa að velferðar málum og atvinnusköpun. Það er búið að skerða gríðarlega í velferðarkerfinu og í grunnþjónustu og allt of langt gengið. Skólar eru orðnir svo fjársveltir að þar er sumstaðar ekki eftir fjármagn til þess að prenta út námsgögn fyrir börnin eða jafnvel að skipta um perur í skjávörpum þegar þær fara. Að sjálfsögðu gengur slík naumhyggja bara einfaldlega ekki upp. Það verður að vera hægt að halda uppi lágmarksþjónustu hérna - það er til lítils að senda börnin í skólann ef þjónustan þar verður ekki til staðar.
Það sama á við um atvinnuleysið - það er stærsta vandamál borgarinnar í dag. 11% atvinnuleysi kostar borgina um 11 milljarða á ári. 11 milljarða! Það er því ljóst að það er lang mikilvægasta málið til að leysa á komandi kjörtímabili.
Það verður ekki leyst með árangursríkum hætti með meiri niðurskurði. Það verður ekki leyst með hækkun útsvars á borgarbúa sem að hafa ekkert til skiptanna nú þegar. 40% fjölskyldna eru nú þegar langt í frá að ná endum saman. Á þetta fólk er ekki meira leggjandi.
ÞESS VEGNA horfum við til Vatnsmýrarinnar sem lausnar. Við viljum skipuleggja þar íbúabyggð af ýmsum ástæðum. Mín ástæða er sú að þetta er flottasta byggingarland á landinu. Þetta er því verðmætasta einstaka eign borgarinnar í dag um .leið og nýtt skipulag liggur fyrir.
Með vægri veðsetningu á landinu í Vatnsmýri getum við lagt um 7 milljarða á ári til viðbótar inn í rekstur borgarinnar. Þeir fjármunir meira en duga til þess að bakfæra þann niðurskurð sem orðið hefur undanfarin misseri, til þess að bæta við velferðarþjónustuna OG til þess að setja kraft í mannaflsfrekar framkvæmdir víðs vegar um borgina.
Margir reyna að láta svo líta út sem að við séum að tala í töfralausnum. Það var ekki markmið okkar. Við viljum hins vegar tala í lausnum. Í stað þess að blaðra aðeins innantómt um hvað við viljum gera, eins og fjórflokksfulltrúar margir hverjir gera þessi dægrin, viljum við einnig tala skýrt um hvernig við ætlum okkur að fjármagna það.
Er það ekki eðlileg krafa?
Bæklingurinn okkar er hérna með sem viðhengd skrá. Þér er að sjálfsögðu velkomið að prenta hann út og dreifa áfram
Vopnlausir stjórnmálaflokkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hugaður ertu er þetta ekki töpuð barátta þegar Ingvi Hrafn er orðin besti vinur Besta flokksins
Áramótaskaupið þjófstartar aldeilis í ár !.
Ómar Ingi, 22.5.2010 kl. 15:35
Það er þó meindýraeyði á framboðslista E-lista..gæti komið í góðar þarfir og meira en önnur framboð hafa til að flagga.
hilmar jónsson, 22.5.2010 kl. 19:28
X við Æ og segðu bÆ við hina flokkana.
Sævar Einarsson, 22.5.2010 kl. 19:56
Þór Saari, 22.5.2010 kl. 01:12 | Góður pistill Daði. Fjórflokkurinn er handónýtur það þarf bara að koma því rækilega til skila. Endurnýjað Alþingi er bráðnauðsynlegt.
Hvað segir þú við þessu ? lesta nánar hér http://ding.blog.is/blog/ding/entry/1058138/
Sævar Einarsson, 22.5.2010 kl. 19:59
Sæll Sævarinn, ég og Daði höfum átt samleið um nokkurt skeið en einungis vegna sameiginlegrar óánægju okkar með fjórflokkinn. Daði er 100% anarkisti sem vill stjórnina frá og beint lýðræði. Þar hef ég aldrei verið honum sammála.
Nú keppist hver og einn við það að túlka fylgi Besta og Jónsa út frá eigin óánægju og sammerkja við það. Það eru að virðist 1000 mismunandi ástæður fyrir því að fólk fílar þá og en sú stóra sameiginlega er algert óþol á fjórflokknum.
Ég gleðst að sjálfsögðu yfir því að sjá loksins einhvern virkilega ná að brjóta undan fjórflokknum, á sama tíma og þetta ástand hefur skemmt mikið fyrir aðdraganda þessara kosninga. Það er að segja skemmt fyrir alvöru umræðu um lausnir. Nú eru allar hugmyndir settar undir hatt fjórflokksins og og Besti hvergi krafinn um skýringar á því HVERNIG eigi að standa undir þeirra kosningaloforðum. Það halda jú flestir að þau séu bara djók hvort eð er.
Besti er sigurvegari þessara kosninga hvernig sem fer á laugardaginn kemur, það er engin spurning. En er það sigur fyrir rekstur borgarinnar og afkomu borgarbúa? Ég sé ekki annað en að niðurskurðurinn eigi að halda áfram í tíð Besta Flokksins. Mátt þú við meiri skerðingu Sævarinn?
Baldvin Jónsson, 22.5.2010 kl. 21:51
Ég er búinn að missa allt þökk sé ráðamönnum þessarar þjóðar ásamt um 40.000 öðrum svo já ég hef engu að tapa og allt að vinna við að koma þessi sjálftökuliði frá.
Sævar Einarsson, 23.5.2010 kl. 00:41
Sá sem vill ekki beint lýðræði er kommúnisti, ertu að segja að þú sért sossi? og að ég hafi kosið kommúnistaflokk á þing(sem hét reynar Borgarahreyfinginn) en Þráinn rústaði því og mun ég fyrirlíta hann um ókomna framtíð fyrir það.
Sævar Einarsson, 23.5.2010 kl. 00:53
Sæll Baldvin.
Bæklingurinn er flottur og segir í raun allt sem Sævarinn er að tala um og bara rosalega gott að fá þessa rödd í hópinn.
Þegar hann les bæklinginn þá skilur hann þetta.
Guðmundur Óli Scheving, 23.5.2010 kl. 14:29
Sæll aftur Sævar, gaman að svona rökffræði. En hún er að sjálfsögðu ekkert meira en það, gaman.
Beint lýðræði er hugmyndafræði anarkisma og þekki ekki til eins einasta tilfellis þar sem að hugmyndir anarkisma hafa gengið upp sem safélagsstoð.
Samfélagssáttmálinn okkar er á því byggður að til staðar séu stofnanir til að setja lög og sjá til þess að við höldum lög. Ég vil búa í samfélagi þar sem að er ríki sem kannast við hlutverk sitt og ver fólkið. Slíkt ríki er vonandi að hefja hæga uppbyggingu hér á landi, þó að sorglega lítið hafi enn breyst frá búsáhaldabyltingunni.
Ég vil mjög virkt og kraftmikið lýðræði, þar sem að sem mest af ákvörðunum eru teknar af fólkinu. Ég tel samt ekki gerlegt, sbr. ofan greint, að fara með það í 100% beint lýðræði og held að fólk almennt vilji það ekki í okkar samfélagi.
Ég hef aldrei verið kallaður kommúnisti eða sérstaklega vinstri sinnaður. Hef almennt upplifað mig frekar til hægri hér heima. Er þó afar langt til vinstri að virðist ef að ég tek "The Political Compass" próf á netinu sem er Bandarískt. Reikna með að flestir Íslendingar kæmu þar út sem ansi miklir sósíalistar.
Ég held að við séum sammála Sævar í lýðræðispælingunum, eða svo gott sem. Valdið til fólksins - en rekum áfram samfélag.
Baldvin Jónsson, 23.5.2010 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.