REKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ vill auka beint íbúalýðræði - völdin frá bákninu til fólksins

Þetta er afar gott framtak hjá Hönnu Birnu, að vissu leyti beint framhald af vinnu sem R-listinn hóf á sínum tíma þegar að það hóf starf við að koma á hverfaráðum um alla borgina.

Nú er staðan hins vegar þannig að hverfaráðin hafa lítil sem engin völd og eru ákvarðanir þeirra og niðurstöður í besta falli ráðgefandi í nánast öllum tilfellum. Þessu viljum við í Reykjavíkurframboðinu breyta og færa völdin yfir skipulagi hverfanna í ríkari mæli til íbúanna sjálfra. Líklega er besta leiðin til þess að gera hverfaráðin sjálfstæðar einingar fjárhagslega þar sem að einhver hluti útsvars úr tilteknu hverfi rennur beint í þeirra eigin sjóði til ráðstöfunar innan hverfisins.

Það verður að vinna gegn þessari hefð sem virðist vera svo algeng þar sem að grasrótin um alla borgina er orðin langþreytt og meðvirk gagnvart "yfirvaldinu". Hefð þborn_a_leik.jpgar sem að grasrótin kýs um tiltekna hluti eða hefur ákveðinn vilja og borgaryfirvöld hunsa það algerlega. 

Fólkið á að ráða og það oftar en í kjörklefanum á fjögurra ára fresti. Fólkið á að hafa beina leið til virkrar þátttöku í ákvörðunum sem ná yfir þeirra hverfi.

Við erum á fullu að undirbúa framboðið og leitum að fúsum fótum til að starfa með okkur. Bæði sjálfboðaliða sem og fleiri frambjóðendur til að taka þátt. Stefnumálin okkar munu verða í mótun til 8. maí en þá ber okkur að skila þeim af okkur niðurnegldum til kjörstjórnar að mér skilst. Það er því tækifæri núna til þess að koma og starfa með okkur og hafa áhrif á hvaða áherslur og leiðir við förum í tilteknum stefnumálum.

Heimasíðan okkar á að birtast á hverri stundu núna skilst mér, en slóðin þangað er http://www.reykjavikurframbodid.is

Endilega slástu í hópinn með okkur 


mbl.is Sérstakir hverfavefir opnaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

EEE...Baddi minn má ég benda þér á að það er fullseint að sleikja Hönnu upp, skipið hennar er að sökkva.....og tekstinn þinn hljómar pínu einsog þú hafir stolið honum af Ástþóri MAgg

Einhver Ágúst, 30.4.2010 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband