Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ mælist með fylgi - afar ánægjuleg tíðindi

Já, þrátt fyrir að hafa ekkert getað komið okkur á framfæri enn sem komið er nema með einni auglýsingu í Fréttablaðinu og svo með bloggum mælist REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ nú með 1,7% fylgi. Á sama tíma veit stærstur hluti Reykvíkinga ekki af okkur eða fyrir hvað við stöndum. Ég met þetta því sem afar ánægjuleg tíðindi og þakka stuðninginn.

Þetta eru afar undarlegir tímar í pólitík þessi dægrin og áhugi fólks á komandi sveitarstjórnarkosningum er nánast engin. Sú litla umræða sem skapast hefur er fyrst og fremst um Besta flokkinn og skemmtunina sem að Jón Gnarr hefur fært inn í kosningarnar undanfarna daga. Margir stjórnmálamenn tengdir fjórflokknum hafa lýst því yfir að þetta séu fyrst og fremst skilaboð um að þeir hafi sjálfir klikkað. Það er mikið til í því en mikil sjálfhverfa þó að mínu mati að eigna sjálfum sér fylgi Jóns Gnarr. Er ekki einfaldlega líklegt að hann hafi þó nokkuð fylgi líka vegna eigin vinsælda og framkomu? Mér þykir það líklegt.

Í þessum mælingum sem birst hafa að þessari síðustu undanskilinni var REYKJAVÍKURFRAMBOÐIÐ ekki orðið til. Við vonum að sjálfsögðu að fjölmargir kjósendur séu að bíða eftir því að sjá eitthvað nýtt, eitthvað alvöru mótvægi við fjórflokkinn stíga fram og ætlum að treysta á að kjósendur sjái að við höfum eitthvað raunverulegt fram að færa.

Við stöndum fyrir fjölmargt, en setjum fókusinn á þrjú meginþemu:

1. Að draga úr valdi og hagsmunatengslum fjórflokksins og auka lýðræði í borginni með því að færa völd frá borgarstjórn og borgarráði, til fólksins.

2. Að bæta verulega skipulag í borginni með þéttingu byggðar, en þétting byggðar dregur verulega úr óhagræði og umferð, sem aftur dregur verulega úr slysum og mengun.

3. Að verjast alfarið niðurskurði í velferðarkerfinu og hækkun skatta og lausnin er fyrir augum okkar allra í verðmætu landi Vatnsmýrarinnar.

Við trúum ekki á stórar yfirlýsingar og loforð, en viljum þó lofa því að fáum við til þess nægjanlegt fylgi og vægi innan borgarstjórnar munum við leggja fram lausnir sem bæta verulega hag þeirra sem verst hafa það í borginni. Það er með öllu ólíðandi að fólk skuli þurfa að standa í biðröðum eftir matargjöfum fyrir allra augum. Lágmarksviðmið fyrir framfærslu hjá félagsþjónustunni verða að hækka.

Með því mikla aðgengi að fjármagni sem leynist í Vatnsmýrinni eru allar líkur á því að við getum dregið mjög úr versnandi kreppuáhrifum og jafnvel komið alfarið í veg fyrir versta tímann sem áætlað er að sé framundan.

Lýkur kreppunni í borginni í sumar?


mbl.is Besti flokkurinn fengi fjóra kjörna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband