Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Eru þetta eitthvað í anda þessarar ráðgjafar sem Össur og kollegar eru að fylgja?

Man að þetta var valinn brandari ársins í netkosningum fyrir einhverjum árum síðan. Hér er hann greinilega kominn í leikinni útgáfu.

 


Stjórnlaus vegagerð á hálendi Íslands? - Eða er kannski um að ræða miðstýrt kerfi sem vill breytingar án þess að bera það undir hagsmunaaðila?

Ég er einn þeirra sem hef verið á ferð um hálendi Íslands um langt árabil og hef fengið að njóta þess frá ýmsum ferðamátum. Gangandi, ríðandi og á ýmsum vélknúnum ökutækjum. Eitt af þeim svæðum sem ég hef meðal annars ferðast þó nokkuð um, reyndar nánast eingöngu að vetri til, er svæðið í kringum Hofsjökul, og er það reyndar í eina skiptið sem að ég hef ekið um Þjórsárvera svæðið frá Blautukvísl, Nautöldu, um Arnarfellsmúla og austur að Þjórsárlóni eins og leiðin á meðfylgjandi mynd sýnir og er sami slóði og Kolbrún Halldórsdóttir er að vísa til í sínum skrifum.

Ég vil reyndar byrja á því að taka fram áður en lengra er haldið, að persónulega er ég að hluta til sammála Kolbrúnu með akstur um Þjórsárvera svæðið. Akstur þar um yfir sumartímann ætti að vera alfarið takmarkaður við umferð sauðfjárbænda, þeirra sömu og væntanlega bjuggu til slóðann um svæðið til að byrja með. Stærsti hluti þessara slóða á hálendinu er þannig til kominn. Það er að segja varð til við það að bændur fóru um afréttinn í leit að haga eða fé.

Þjórsárvera svæðið er algerlega einstakt svæði og verður að fá að njóta þeirrar virðingar, þetta er svæði sem þjóðin þarf að fá að kynnast og taka höndum saman um að verja og vernda. Fáir hafa þó kynnst svæðinu því miður, og þá væntanlega aðallega vegna þess að þarna er einungis leiðsagt um svæðið í gönguferðum. Það er þó eðlilega eina leiðin til þess að halda svæðinu óspilltu í því horfi sem það er í dag.

Þjórsárvera svæðið er eins og ég segi, algerlega einstakt. Þetta er stór en viðkvæm gróðurþekja í votlendi, stærsta náttúrulega votlendi sem eftir er á Íslandi ef ég man rétt. Griðland fyrir fjölmargar fuglategundir og plöntur sem eru orðnar sjaldséðar.

Þeir sem áhuga hafa geta lesið sér nánar til um svæðið hér: http://www.ust.is/Frodleikur/Fridlystsvaedi/nr/1283

En þá kem ég loks að ástæðu þess að ég er að skrifa þetta en það er spurningin um hvernig skipulagi hálendisins og slóða um það skuli vera háttað.

Kolbrún Halldórsdóttir bendir á það í grein í blaðinu í dag, samkvæmt viðhengdri frétt, að þarna sé um að ræða slóða inni á kortagrunni frá söluaðila, sem að sé ekki merktur slóði inni á kortum frá Landmælingum. Verð reyndar að benda Kolbrúnu á að væntanlega fer það alfarið eftir útgáfuári kortsins sem að hún er með frá Landmælingum en það er einmitt kjarni málsins fyrir fjölmarga þá aðila sem ferðast mikið um hálendið.

Er það bara svo að þegar að Landmælingar Íslands velja ekki slóða inn á kortagrunninn sinn að þá eigi slóðinn þar með ekki að vera til? Slóði og slóðar, sem verið hafa til um áratugaskeið og jafnvel nokkuð fjölfarnir?

Undanfarin tvö sumur hef ég verið að trússa fyrir gönguhóp á þessu svæði á vegum Hálendisferða Óskar Vilhjálms (sem ég mæli eindregið með að þið nýtið þjónustuna hjá) og varð þarna í fyrra sumar meðal annars þeirrar ánægju aðnjótandi, að kynnast aðeins Þórunni Sveinbjarnardóttur, sem var þáverandi umhverfisráðherra. Á þeim tíma, og vonandi ennþá, var á vegum ráðuneytisins starfandi slóðanefnd þar sem í áttu sæti meðal annars ýmsir hagsmunaaðilar, þar á meðal ferðaklúbburinn 4x4. Nánar má fræðast um hann hér: http://f4x4.is

Ferðaklúbburinn 4x4 hefur verið ötull kynningaraðili fyrir ferðamennsku á jeppum á hálendinu og eins tekið mjög virkan þátt í forvarnarstarfi gegn utanvegaakstri á svæðinu. Innan ferðaklúbbsins er orðin uppsöfnuð gríðarleg þekking á leiðum og slóðum um hálendið og því hið besta mál að fá þeirra aðkomu að vinnunni í slóðanefnd.

Hlutverk slóðanefndar er að safna saman upplýsingum um alla slóða á hálendinu og meta þörfina á þeim, samkvæmt því sem að Þórunn sagði mér í fyrrasumar. Það já felur vissulega í sér að væntanlega mun einhverjum slóðum verða lokað og þar reynt að græða upp og skal ég ekki síta það ef um verður að ræða, eins og Þórunn sagði mér, slóða á svæðum þar sem fyrir eru aðrir slóðar og því ekki heft aðgengi að svæðum með lokun slóðanna.

Með slíku starfi og aðkomu hagsmunaaðila að málum tel ég vera rétt að verki staðið og ættum við því að leyfa slóðanefndinni, sem Kolbrún Halldórsdóttir þekkir án vafa vel til líka, að ljúka störfum sínum áður en teknar eru ákvarðanir um lokanir á tilteknum svæðum.

Ég styð R. Sigmundsson í því að vera áfram með inni í sínum grunni alla merkta slóða á landinu, eða þar til að fram koma skipanir um að svo skuli ekki vera. Það er ekki á vegum Landmælinga Íslands að stýra því hvar megi eða megi ekki aka.


mbl.is Jeppaslóði í friðland Þjórsárvera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er traustvekjandi að treysta fólki fyrir stjórnun landsins sem "heldur" að það sé ekki að framselja landann til skuldaþrælkunar ??

Össur Skarphéðinsson hlýtur að hafa verið að grínast. Ömurlegt og illa tímasett grín, en verður að vera grín engu að síður.

Að öðrum kosti er maðurinn stórkostlega vanhæfur til þess að sitja sem ráðherra við stjórn landsins. Algerlega vanhæfur.

Ég fyllist ótta við lestur slíkra frétta.

Ég vil trúa því að Össur sé skynsamari en svo að hann telji að það sé í lagi að ganga frá samningi sem þessum án fullvissu um gildi hans. Að hann telji það í hæsta máta óeðlilegt að ætla bara "að vona" að samningurinn sé sæmilegur og í lagi.

 

slave.jpg

 

Er framtíð okkar í höndum fólks sem bara vonar að
við verðum ekki skuldaþrælar til frambúðar?


mbl.is Fyrirvararnir hljóta að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur árangur íþróttamanns - hér afar áhugavert en ógnvekjandi myndband um þróun mannsins til næstu tegundar


mbl.is Bolt stórbætti heimsmet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við megum ekki framselja sjálfstæði þjóðarinnar - nýlenduherrarnir bíða spenntir - skrifum ekki undir nema að vel athugðu máli!!!

Fjallaði meira um þetta mál hér: http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/933522

 


mbl.is Vilja að ríkisábyrgð verði skoðuð betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunasamtök heimilanna enn einu sinni að vekja gleði mína

Fyrir utan augljósa ánægju mína með flest störf þingmannanna minna fjögurra á Alþingi, held ég að engir hópar hafi staðið sig með jafnmikilli prýði undanfarna mánuði og bæði Hagsmunasamtök heimilanna og Indefence hópurinn.

Þessir tveir hópar, sem eru samsettir einungis af sjálfboðaliðum, eru búnir að leggja á sig óhemju mikið til þess að halda þjóðinni upplýstri um málin og til þess að leggja fram tillögur að lausnum.

Það er í raun skömm að því hversu fáir taka þátt í þessu óeigingjarna starfa. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til þess að skrá sig í Hagsmunasamtökin og taka þátt.


mbl.is Ræða stöðu heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þór Saari að standa sig afbragðs vel í Icesave baráttunni

Hér má heyra hans innlegg í umræðuna á Alþingi í morgun:
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20090820T123800&horfa=1

Og svo má hér líka lesa um viðbrögð Lilju Mósesdóttur sem var afar ánægð með aðkomu Þórs að málinu augljóslega: http://www.visir.is/article/20090816/FRETTIR01/625128148/1053

Sjálfum langar mig að hrósa mínu fólki sérstaklega fyrir að ná saman lítilli grasrót inni á þingi til þess að vinna sameiginlega að fyrirvörunum. Vonandi að slík vinnubrögð, þvert á flokka, geti orðið frekar að venju heldur en undantekningu.


mbl.is „Tær snilld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að afskrifa 50 milljarða er á mannamáli það sama og að ...

... ætlast til þess að hver einasti Íslendingur greiði fyrir Magnús Kristinsson um það bil 156.000 krónur.

Finnst þér líka að þér beri ekki að greiða fyrir þyrlur, flugvélar o.s.frv. fyrir aumingja Magnús?

 

Skúffufyrirtæki skulda alls um 1.000 milljarða. Það eru þá miðað við sömu forsendur rúmlega þrjár milljónir á hvert mannsbarn hér heima.

3.000.000 sem að ég og þú, foreldrar okkar og foreldrar þeirra sem og börnin okkar um langt árabil, eigum að greiða fyrir þessa blessuðu fjárglæframenn og veisluna þeirra.

Hversu lengi ætlar þjóðin að þegja??
mbl.is Skulduðu yfir þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagalegt gildi Fyrirvara við ríkisábyrgðinni í Icesave málinu einfaldlega VERÐUR að liggja skýrt fyrir áður en kosið er um ríkisábyrgðina

Verð að nýta þetta tækifæri til þess að hrósa þingmönnum þeim sem unnið hafa saman, þvert á flokkslínur, til þess að fyrirvararnir sem fyrir liggja mættu verða að veruleika. Þingmenn Borgarahreyfingarinnar spiluðu þar stórt hlutverk í því að koma á grasrótarstarfi með hópi fólks, inni á Alþingi, og þar með í því að skapa þessa fyrirvara sem vonandi geta verið þjóðinni öryggisventill við samningnum.

Verð þó líka að koma því hér á framfæri, að það er mín skoðun að þingmenn, hvar í flokki sem þeir standa, megi alls ekki skrifa upp á samþykki ríkisábyrgðinnar án þess að fyrir liggi staðfesting á því að þessi fyrirvarar hafi raunverulegt lagalegt gildi. Ef um er að ræða eftirvara, eins og Loftur Altice hefur til dæmis bent á hér í bloggheimum, hafa vararnir nákvæmlega ekkert gildi á samninginn og því á endanum aðeins fölsk öryggistilfinning til handa þjóðinni.

Lagalegt gildi fyrirvaranna á samninginn sem fyrir liggur verður að vera skýrt. Hvet ykkur öll þingmenn góðir, til þess að tryggja að lagalegt gildi þessa verði gaumgæft og rannsakað.

 

Finn mig einnig knúinn til þess að setja hér inn viðtal við Michael Hudson sem að mér barst í gegnum Facebook síðuna:

 Takið eftir að þessi YouTube tengill er aðeins númer 1 af 5. Hina 4 hlutana má finna með því að smella hér á YouTube tengilinn í myndbandinu.


mbl.is Viðbrögð Breta og Hollendinga rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súrealískur dagur í lífi félaga í Borgarahreyfingunni - óbyggðirnar kalla

Já, þetta er búinn að vera nokkuð undarlegur dagur sem og undanfarnir dagar.

Mikið er búið að ganga á í samskiptum innan Borgarahreyfingarinnar eins og þjóðin hefur fengið að fylgjast með í fjölmiðlum. Ásakanir ganga manna á milli í þinghópi hreyfingarinnar og stjórnin hefur verið að fá skilaboð frá báðum endum um hvað hún eigi að gera til að bregðast við.

Ég er einn þeirra stjórnarmanna sem hefur verið ósammála því að stjórnin ætti nokkuð að aðhafast í málinu. Sú afstaða mín byggist ekki á persónulegum skoðunum mínum á samskiptunum, heldur því að stjórn hreyfingarinnar hefur ekkert umboð eða verkfæri til þess að bregðast við í málum sem þessum. Þingmenn eru löglega kjörnir af þjóðinni og sitja á þingi í hennar umboði. Stjórnin, hvort sem hún vildi hafa áhrif þar á eður ei, hefur ekkert vald til þess. Skipulagsmál hreyfingarinnar verða augljóslega stór hluti af störfum komandi landsfundar.

Nú í kvöld hefur síðan verið opinberað persónulegt bréf sem einn þingmaðurinn okkar ætlaði að senda á varaþingmann í hreyfingunni og varðar Þráinn Bertelsson samþingmann þeirra. Gerð var krafa til stjórnarinnar um að hún tæki afstöðu vegna þessa bréfs og ég var því ósammála. Bæði vegna þess að ég tel óeðlilegt að stjórn hreyfingar sé að vasast í persónulegum málum einstaklinga innan hennar, jafnvel þó að henni berist óvart afrit af tölvupóstsamskiptum, sem og vegna þess sem ég nefni hér að ofan, stjórnin hefði ekki haft neitt umboð eða vald til slíkra afskipta.

Þetta er allt saman afar leiðinlegt - hið versta mál bara og þegar berast skilaboð frá félögum, að minnsta kosti hér á blogginu, um afsögn þeirra úr hreyfingunni. Heiða, kæra hreinskilna vinkona mín, reið þar á vaðið og sagði sig alfarið úr hreyfingunni. Sigurður Hrellir hafði þar áður sagt sig formlega úr stjórn hreyfingarinnar.

Ég vil líka taka fram að ég tel að niðurstaða stjórnar um þetta mál, sem var að vísa því til sáttanefndar hreyfingarinnar, hafi verið sú eina færa. Sáttanefndin var þegar tekin til starfa og er að vinna gott starf sem skilar vonandi árangri núna á allra næstu dögum.

Dagurinn minn var síðan ekki minna súrealískur fannst mér, þar sem ég stóð á Austurvelli í dag og mótmælti því að Icesave samningurinn yrði samþykktur af Alþingi í núverandi mynd. Mér leið satt best að segja hálf óþægilega, var með netta klígju tilfinningu, þar sem ég stóð innan um kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að mestu að virtist. Jú, það er rétt að þetta mál varðar þjóðina alla og verður að draga upp úr flokkslínu umræðunni, en ætti þetta fólk ekki samt bara að skammast sín?

Er á leiðinni núna í fyrramálið í þriggja daga ferð um fjallabökin og Suðurlandið með ferðamenn þar sem ég kemst ansi lítið í tölvusamband á meðan. Kannski eins gott bara.

Mér veitir ekkert af tíma núna til umhugsunar.


mbl.is Sneisafullur Austurvöllur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband