Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
Ólög um greiðsluaðlögun samþykkt á Alþingi í gær - búa ráðamenn við varanlega afneitun á vandann?
31.3.2009 | 14:33
Ráðamenn þjóðarinnar sjá fyrir sér að 100-200 manns þurfi aðstoð vegna greiðsluerfiðleika? Hversu veruleikafirrt getur þetta fólk verið? Búa þau í glerkassa án alls sambands við þjóðina?
Það eru tugþúsundir manna að minnsta kosti sem þurfa bráðaaðstoð, upphæðirnar kannski ekki alltaf stórar í viðmiði við heildina, en fólki engu að síður afar erfiðar. Ríkisstjórnin er jafn vanhæf í dag og hún var fyrir áramót. Það verður að vakna til lífsins í hvelli, við þurfum ráðamenn sem þora að horfast í augun við raunveruleikann. Ég minni enn og aftur á Borgarahreyfinguna. Við þorum og getum og erum laus við öll hagsmunatengsl við þá hópa sem sterkast standa gegn öllum breytingum.
Hægt og rólega, já stundum reyndar afar hratt, erum við að fá að sjá betur og betur hverslags bull við höfum lifað við hérna heima. Skráð verðmæti eigna langstærsta hluta íslenskra félaga er verulega ofmetið og vandamálapakkinn sem við er að etja er þar með svo miklu miklu stærri en ráðamenn landsins eru að reikna með. Samt er þar á bæ enn verið að slökkva sinueldanna meðan að húsin okkar brenna.
Hagsmunasamtök heimlanna hafa verið afar dugleg undanfarið við að kynna sína baráttu og ég mæli eindregið með því að fólk kynni sér starfsemi þeirra til dæmis hér: http://www.heimilin.is/varnarthing/index.php
Á blaðamannafundi Borgarahreyfingarinnar í gær fengum við spurningu frá Hagsmunasamtökunum um það hvað við ætluðum okkur að gera í sambandi við vanda heimilanna. Við svöruðum þar skýrt með tilvísun í stefnumálin okkar sem má finna hér: http://www.borgarahreyfingin.is/stefnan/
En þar segir um aðgerðir í efnahagsvanda heimilanna:
Gripið verði þegar í stað til neyðarráðstafana í þágu heimila og fyrirtækja
1. Alvarleg skuldastaða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrun hagkerfisins (til janúar 2008). Höfuðstóll og afborganir húsnæðislána lækki til samræmis við það. Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 23% og afborgunum af húsnæðislánum megi fresta um tvö ár með lengingu lána. Skuldabyrði heimila vegna gengistryggðra íbúðalána verði lagfærð í samræmi við verðtryggð íbúðalán. Í framhaldinu verði gert samkomulag við eigendur verðtryggðra húsnæðislána um að breyta þeim í skuldabréf með föstum vöxtum og verðtryggingarákvæði í lánasamningum verði afnumin.
2. Leitað verði leiða út úr myntvanda Íslands með myntbandalagi við aðrar þjóðir eða, ef þess þarf, einhliða upptöku annars gjaldmiðils.
3. Boðin verði víðtæk aðstoð við atvinnulausa um allt land með það að markmiði að aðstoða þá í að nýta atvinnuleysið sem tækifæri.
4. Skuldsett fyrirtæki verði boðin til sölu og tilboðum aðeins tekið ef ásættanlegt verð fæst. Annars verði starfsfólkinu leyft að taka yfir fyrirtæki. Skuldir eigenda verði ekki felldar niður sjálfkrafa en veita má hagstæð lán eða breyta skuldum lífvænlegra fyrirtækja í hlutafé í eigu ríkisins frekar en að afskrifa skuldir.
5. Halla á ríkissjóði verði mætt með endurskoðun skattkerfisins, m.a. með fjölgun skattþrepa, hátekjuskatti og breytingum á virðisaukaskatti, frekar en niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fái ekki að taka yfir stjórn á landinu.
6. Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu. ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar. Samið verður við grannþjóðirnar um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands efnahagsmála á Íslandi og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar. Samhliða því verði gefið loforð um að 2% af VLF Íslands renni til þróunaraðstoðar á ári í tíu ár til að sýna góðan vilja Íslendinga til að verða ábyrg þjóð meðal þjóða
Einnig svöruðum við því skýrt að við munum þegar í stað, fáum við til þess nægan stuðning þjóðarinnar, setja af stað aðgerðir sem miða að því að afnema verðtrygginguna á um 2 árum. Og það er ekki með neinum loðnum fyrirvörum eins og Steingrímur J. og Bjarni Ben. hafa viðhaft í sínum ummælum um verðtrygginguna.
Verðtrygginguna verður einfaldlega að afnema og það án meðvirkni gagnvart fjármagnseigendum.
Fjöldinn sem þarf greiðsluaðlögun vanmetinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Óþægilegt fyrir Nýja Kaupþing að sætta sig við ofskráð gengi SPRON í eigin bókhaldi
31.3.2009 | 14:20
Það segir sig sjálft að maður reynir að standa gegn sölu eigna sem eru veðsettar í eigin bókum fyrir allt að 60 milljarða en er nú metið á 800 milljónir. Ég reyndar þekki það ekki hvort að SPRON hafi verið veðsett í topp hjá Kaupþingi en 60 milljarðar voru hæsta skráð gengi SPRON árið 2007.
Hægt og rólega, já stundum reyndar afar hratt, erum við að fá að sjá betur og betur hverslags bull við höfum lifað við hérna heima. Skráð verðmæti eigna langstærsta hluta íslenskra félaga er verulega ofmetið og vandamálapakkinn sem við er að etja er þar með svo miklu miklu stærri en ráðamenn landsins eru að reikna með. Samt er þar á bæ enn verið að slökkva sinueldanna meðan að húsin okkar brenna.
Hagsmunasamtök heimlanna hafa verið afar dugleg undanfarið við að kynna sína baráttu og ég mæli eindregið með því að fólk kynni sér starfsemi þeirra til dæmis hér: http://www.heimilin.is/varnarthing/index.php
Á blaðamannafundi Borgarahreyfingarinnar í gær fengum við spurningu frá Hagsmunasamtökunum um það hvað við ætluðum okkur að gera í sambandi við vanda heimilanna. Við svöruðum þar skýrt með tilvísun í stefnumálin okkar sem má finna hér: http://www.borgarahreyfingin.is/stefnan/
En þar segir um aðgerðir í efnahagsvanda heimilanna:
Gripið verði þegar í stað til neyðarráðstafana í þágu heimila og fyrirtækja
1. Alvarleg skuldastaða heimilanna verði tafarlaust lagfærð með því að færa vísitölu verðtryggingar fram fyrir hrun hagkerfisins (til janúar 2008). Höfuðstóll og afborganir húsnæðislána lækki til samræmis við það. Raunvextir á verðtryggðum lánum verði að hámarki 23% og afborgunum af húsnæðislánum megi fresta um tvö ár með lengingu lána. Skuldabyrði heimila vegna gengistryggðra íbúðalána verði lagfærð í samræmi við verðtryggð íbúðalán. Í framhaldinu verði gert samkomulag við eigendur verðtryggðra húsnæðislána um að breyta þeim í skuldabréf með föstum vöxtum og verðtryggingarákvæði í lánasamningum verði afnumin.
2. Leitað verði leiða út úr myntvanda Íslands með myntbandalagi við aðrar þjóðir eða, ef þess þarf, einhliða upptöku annars gjaldmiðils.
3. Boðin verði víðtæk aðstoð við atvinnulausa um allt land með það að markmiði að aðstoða þá í að nýta atvinnuleysið sem tækifæri.
4. Skuldsett fyrirtæki verði boðin til sölu og tilboðum aðeins tekið ef ásættanlegt verð fæst. Annars verði starfsfólkinu leyft að taka yfir fyrirtæki. Skuldir eigenda verði ekki felldar niður sjálfkrafa en veita má hagstæð lán eða breyta skuldum lífvænlegra fyrirtækja í hlutafé í eigu ríkisins frekar en að afskrifa skuldir.
5. Halla á ríkissjóði verði mætt með endurskoðun skattkerfisins, m.a. með fjölgun skattþrepa, hátekjuskatti og breytingum á virðisaukaskatti, frekar en niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fái ekki að taka yfir stjórn á landinu.
6. Strax verði hafist handa við að meta heildarskuldir þjóðarbúsins og að því loknu gert upp við lánardrottna eftir bestu getu. ICESAVE-reikningar Landsbankans og aðrar skuldir bankanna erlendis verði ekki greiddar fyrr en álit óháðra sérfræðinga liggur fyrir um skyldur Íslands, m.t.t. þess að sennilega hafi verið um svikamyllu að ræða en ekki eðlilega bankastarfsemi. Rannsakað verði hvað varð um allar færslur á reikningum bankanna erlendis sem og lánveitingar þeirra til tengdra aðila, fjármunirnir sóttir og þeim skilað til eigenda. Stjórnendur og eigendur bankanna verði gerðir ábyrgir fyrir því sem upp á vantar. Samið verður við grannþjóðirnar um það sem út af stendur m.t.t. neyðarástands efnahagsmála á Íslandi og reynt að fá þær skuldir niðurfelldar. Samhliða því verði gefið loforð um að 2% af VLF Íslands renni til þróunaraðstoðar á ári í tíu ár til að sýna góðan vilja Íslendinga til að verða ábyrg þjóð meðal þjóða
Einnig svöruðum við því skýrt að við munum þegar í stað, fáum við til þess nægan stuðning þjóðarinnar, setja af stað aðgerðir sem miða að því að afnema verðtrygginguna á um 2 árum. Og það er ekki með neinum loðnum fyrirvörum eins og Steingrímur J. og Bjarni Ben. hafa viðhaft í sínum ummælum um verðtrygginguna.
Verðtrygginguna verður einfaldlega að afnema og það án meðvirkni gagnvart fjármagnseigendum.
Lögðust gegn sölu SPRON | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eins og segir í fréttinni:
Af skýrslunni að dæma virðast flestar eignir Samson í dag vera lán til annarra félaga í eigu Björgólfsfeðganna. Þegar Samson óskaði eftir gjaldþrotaskiptum hinn 12. nóvember síðastliðinn lagði félagið fram yfirlit sem sýndi að eignir þess væru rúmlega 172 milljarðar króna. Enn sem komið er hefur tekist að innheimta 2,3 milljarða króna af þeim eignum og heimildir Morgunblaðsins herma að bjartsýnustu menn vonist til að alls náist að innheimta tíu milljarða króna
Á Íslandi býr sem sagt fólk sem getur stofnað félög til þess að lána sjálfum sér peninga og geta svo skráð þau lán SEM EIGNIR.
Heppin?
Samson greiddi fé til Tortola | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mútar þá Sjálfstæðisflokkurinn líka kjósendum?
30.3.2009 | 16:44
Það tel ég hæpið þó að vissulega sé afar líklegt að þeir geri sitt besta til að "kalla inn greiða á kjördag" eins og svo gjarnan virðist hafa tíðkast í íslenskri pólitík. Ég hef oft heyrt menn halda því fram að það sé megin ástæða þess að Framsókn fékk alltaf hærra kjörfylgi en kannanir bentu til fram að kjördegi. Ég skal ekki segja.
Hérna fjallar Guðjón Arnar um það að Sjálfstæðisflokksmenn hafi lagt sig fram við að lokka fólk frá Frjálslyndum yfir. Það getur verið tilfellið, ég þekki það ekki, en tel nú líklegra að Jón Magnússon hafi bara af frumhvötinni sem gjarnan er nefnd við ákveðin nagdýr, ákveðið að flýja sökkvandi skip.
Er ekki komið nóg af þessari pólitík og pólitísku umræðu sem við höfum þurft að búa við undanfarna áratugi?
Fáum inn ferskleika, fólk sem bara segir það sem það meinar. X við O snýst einfaldlega um það. http://xo.is
Ná fólki frá okkur með mútum eða öðru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íslenskar hetjur í sjálfboðastarfi - vel að verki staðið kæra björgunarsveitarfólk
30.3.2009 | 13:31
Ef drengur, ætli hann verði skýrður eftir sveitinni og austasta tanga landsins? Gerpir kallar líklega á nokkra stríðni en er einnig afar kraftmikið nafn.
Enn og aftur sannast hversu frábært það er að eiga að allar þessar fúsu hendur til sjálfboðastarfa í björgunarsveitum landsins. Glæsilega að verki staðið.
Læt vera að vera eitthvað að stríða þeim hérna varðandi dekkjaskiptin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Á að banna alfarið að beygja þvert fyrir aðkomandi umferð á umferðarmiklum stöðum á þjóðveginum
30.3.2009 | 09:22
Kom akandi til borgarinnar í gær um sex leytið í eftirmiðdaginn í gær í frekar mikilli blindu. Sólin skein á köflum að ofan, en það jók í raun aðeins blinduna inni í skafrennings skýjinu sem lá yfir veginn með litlum hléum.
Þegar ég var rétt að koma að Leirvogsánni var þar stór bíll að koma frá Mosfellsbæ og var hann stopp á akreininni á móti mér að bíða eftir að geta beygt þvert á aðkomandi umferð til að komast að húsum sem standa þarna suðvestan við þjóðveginn.
Ég fór einmitt að hugsa þegar ég keyrði þarna í gær hversu stórhættulegt það væri að leyfa þarna vinstri beygju þvert á umferðina og alveg sérstaklega þegar svona blint er eins og í gær. Skyggnið var innan við 5 metra þarna.
Mjög víða á Spáni til dæmis hafa svona mál verið leyst með einskonar hálfhringtorgum. Þá er vinstri beygja, heldur er fyrst beygt til hægri í hálfhring sem leiðir til vinstri og þar er stöðvunarskylda. Síðan er ekið þvert yfir. Ég veit ekki hvort að þetta væri lausn á þessari stöðu þar sem alveg blint er í ofanálag, en ljóst er eftir að hafa síðan lesið fréttir af því þegar ég kom heim að þarna hafi orðið 5 bíla árekstur seinna um kvöldið, að þarna þarf að bæta aðstæður.
Fimm bíla árekstur á Esjumelum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vafalaust ein af tilnefningunum til fréttamyndar ársins
29.3.2009 | 23:37
Þarna stendur Viðar Þorsteinsson og lánar dómsmálaráðherra gjallarhornið skamma stund til að koma skilaboðum til fólksins.
Enn eitt frábært dæmið um að SAMSTAÐA FÓLKSINS virkar - mótmæli skila árangri.
Mótmælum spillingunni saman á þingi - http://xo.is ætlar að hreinsa til í kerfinu.
Mótmæltu meðferð á hælisleitendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttatilkynning - Borgarahreyfingin hafnar leiðtogadýrkun
29.3.2009 | 20:07
Nýlega efld stjórn Borgarahreyfingarinnar - þjóðin á þing, hefur tekið til starfa og í kjölfarið sent frá sér eftirfarandi tilkynningu.
Borgarahreyfingin hafnar leiðtogastjórnmálum eins og þau hafa birst hér á landi hvort sem um er að ræða undanfarna mánuði eða áratugi. Þess vegna hefur Borgarahreyfingin ákveðið að skipta ekki með sér verkum skv. hefðbundnum aðferðum í hlutverk formanns, varaformanns og ritara og nota ekki þá titla í starfi sínu.
Um yfirstandandi helgi eru haldnir landsfundir tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins. Almenningur þarf að sæta því að horfa upp á nánast stanslausa umfjöllun á starfsemi þessara flokka í öllum fjölmiðlum þar sem fyrirferð flokksleiðtoga og leiðtogakjörs varpar stórum skugga á þá málefnalega umræðu sem annars ætti að vera í landinu. Landsfundir sem þessir og sú skefjalausa leiðtogadýrkun sem þeir upphefja er lýðræðinu ekki til framdráttar.
Borgarahreyfingin þjóðin á þing bendir á að það er einmitt leiðtogadýrkun af þessu tagi sem leiddi til þeirrar ömurlegu niðurstöðu að Alþingi varð óstarfhæft. Ríkisstjórn landsins hrökklaðist svo frá þegar vanhæfni þeirra leiðtoga sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu á að skipa kom berlega í ljós.
Stjórn Borgarahreyfingarinnar mun koma fram sem heild og meta það í hverju tilviki hver kemur fram sem talsmaður hennar, eftir því hvert tilefnið er. Þess vegna mun Borgarahreyfingin sýna mörg andlit í aðdraganda kosninganna. Í því skyni hefur Borgarhreyfingin skipað sér talsmenn sem munu skipta með sér hinu s.k. leiðtoga hlutverki sem gamaldags stjórnmál og fjölmiðlaumfjöllun kallar svo sterkt eftir.
Nánari upplýsingar veitir: Jóhann Kristjánsson, Kosningastjóri Símar: 5111944 og/eða 897 7099 Reykjavík, 28. mars 2009
Nýrri kynslóð treyst til verks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sparnaðarráð í boði Guðlaugs Þórs væntanlega - enginn má slasast eða veikjast í námunda við Hvolsvöll utan dagvinnutíma
29.3.2009 | 03:01
Þarna er án vafa verið að kasta krónunni fyrir aurinn. Þetta þýðir væntanlega mikla aukningu í þyrluútköllum þar sem að ítrekað verður svo metið að það sé einfaldlega ekki hægt að bíða eftir sjúkrabíl frá Selfossi.
Þegar um er að ræða alvarleg tilfelli þar sem hver mínúta skiptir máli er einfaldlega ekki réttlætanlegt að ætla að bæta rúmlega klukkutíma við flutningstímann á sjúkrahús. Það getur stundum verið nánast manndráp af gáleysi.
Ég skora á þig Ögmundur að fella þessa sparnaðartillögu þegar í stað úr gildi.
Óttast skert öryggi verði stórslys eða náttúruvá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Davíð opinberar sinn innri mann enn einu sinni - ætti taugaveiklaði jákórinn hafi klappað líka undir þessu?
28.3.2009 | 19:28
Egill Helgason gerir ræðu Davíðs að umræðu efni á blogginu sínu og fjallar þar um taugaveiklaðan kórinn sem virðist taka undir hvað sem er, bara svo lengi sem það komi frá Davíð.
Ég tek einfaldlega undir orð Egils og nenni ekki að hafa um þetta fleiri orð, Davíð er að hverfa hvort eð er, eða það vona ég svo sannarlega.
Ætla þess í stað að skjótast í bíltúr upp í Þórsmörk að sækja þar jeppa sem þurfti að yfirgefa þar í gær vegna smávægilegs máls, en maður keyrir víst ekki langt án stýrisenda samt. Ætla að skemmta mér á leiðinni við góða rokk blöndu og í afar góðum félagsskap hans Bjarnþórs vinar míns, sem eins og ég, elskar svona jeppabras allt með húði og hári.
Njótið kvöldsins
Vilhjálmur: Ómakleg ummæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |