Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Kæru borgarfulltrúar - vinsamlega sýnið okkur kjósendum þá almennu kurteisi að leyfa okkur að kjósa um hverjir eru fulltrúar okkar í borginni!
14.8.2008 | 14:21
Það sjá það allir aðrir að þetta gengur ekki lengur, að við eigum að hafa skilyrðislausan rétt til þess að fá að kjósa að nýju. Þarf þetta einhverja frekari vitna við?
Hvað finnst þér lesandi góður?
Fullyrt að samstarfi hafi verið slitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skildi F listi óháðra ætla í samstarf með minnihlutanum?
14.8.2008 | 13:14
Finnst það ekkert endilega líklegt eins og er, en finnst það augljós kostur í refskákinni fyrir Ólaf F. Ef Sjallarnir hóta honum með Óskari getur hann hótað nýjum meirihluta líka. Hverjum finnst raunverulega spennandi að mögulega einhversskonar hótana pólitík stjórni borginni okkar?
Er þessi farsi samt ekki að verða bara ágætur? Réttið upp hendi sem að finnst við borgarbúar eiga skilið að fá bara nýjar kosningar.
Mikið er mig farið að langa til að búa við stjórnun sem gengur út á málefni borgarinnar en ekki völd og sérstök sæti kjörinna fulltrúa hennar. Ef þið kæru borgarfulltrúar hafið um það eitt að hugsa, endilega segið okkur hinum þá bara frá því í framboðinu, við getum þá a.m.k. tekið til þess afstöðu á réttum forsendum hvort að við viljum ykkur í þau sæti eður ei.
Óvissa um meirihlutann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Hellisheiðarvirkun "PR Stunt"??
2.8.2008 | 19:18
Fór áðan í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun með ferðamenn. Leiðsögumaðurinn þar sagði okkur stoltur frá því að þar ynnu aðeins 8 manns við virkjunina, 4 verkfræðingar og 4 rafvirkjar. Stórmerkilegt að honum fannst miðað við umfang og framleiðslugetu.
Ég snéri mér síðan við og rakst á á afgreiðsluborðinu nafnspjöld kynningarfulltrúanna sem þarna vinna, PR eða Public Relations eins og það var skrifað á enskunni. Hjá Hellisheiðarvirkjun vinna 6 kynningarfulltrúar. SEX PR FULLTRÚAR fyrir 8 starfsmenn.
Merkilegt - lyktar þetta ekki verulega af sölumennsku??