Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Frábært framtak fyrir ABC barnahjálp
25.4.2008 | 00:30
Finnst þetta eiginlega bara of gott til að skella ekki hér inn.....
24.4.2008 | 23:16
Fékk þetta sent frá frúnni minni yndislegu á tölvupósti. Góð pæling svona þegar að maður tekur að eldast hraðar
Next Life" by Woody Allen:
In my next life I want to live my life backwards. You start out dead
and get that out of the way. Then you wake up in an old people's home
feeling better every day. You get kicked out for being too healthy, go
collect your pension, and then when you start work, you get a gold
watch and a party on your first day. You work for 40 years until you're
young enough to enjoy your retirement. You party, drink alcohol, and
are generally promiscuous, then you are ready for high school. You then
go to primary school, you become a kid, you play. You have no
responsibilities, you become a baby until you are born. And then you
spend your last 9 months floating in luxurious spa-like conditions with
central heating and room service on tap, larger quarters every day and
then Voila! You finish off as an orgasm!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Efast ekki um að þetta verði sumarsmellur FM957 þetta árið!!!
10.4.2008 | 18:00
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Er lausnin á eldsneytis deilunni ekki bara lækkun vsk á eldsneyti?
2.4.2008 | 13:12
Ég er ekki búinn að mynda mér endanlega skoðun á þessum mótmælum vörubílstjóra svo sem, finnst þetta heillandi samt og spennandi að sjá hvort að þetta skili á endanum árangri ef þeir halda þetta út. Við vitum jú mörg hver að pólitíkin er öðrum öflum betri í að bíða bara af sér storminn og sjá svo til hvort þetta gleymist ekki bara :)
En af hverju ekki að halda krónutölunni fastri eins og verið hefur og lækka vsk af eldsneyti í 14 eða 7%?
Höum hingað til ekki séð neina verulega aukningu í viðhaldi vegakerfisins okkar þrátt fyrir stórauknar tekjur ríkisins af þungaskatti og eldsneytisálögum. Höfum hins vegar orðið vitni að gríðarlegri aukningu á bruðli í ríkisrekstrinum sem átti einmitt að þróast í hina áttina.
Ef "þessir trukkar" fá þetta hvort eð er endurgreitt í vsk uppgjöri að þá myndi lækkun vsk á eldsneyti fyrst og fremst bæta hag almennings.
Hvað finnst þér?
Langbesta aprílgabbið í gær að mínu mati....
2.4.2008 | 11:34
... jafnvel þó að ég hafi ekkert þurft að hlaupa .....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skipulögð mótmæli vegna fasteignaverðs á Íslandi
1.4.2008 | 13:37
Samkvæmt heimildum er búið að skipuleggja mótmæla göngu og stöðu seinni partinn í dag vegna allt of hás fasteignaverðs á Íslandi.
Planið er að leggja saman af stað frá Hlemmi með kröfuspjöld og gjallarhorn og ganga fyrst áleiðis að skrifstofum Félags fasteignasala og hafa þar mótmæla stöðu um stund og fylkja svo liði áfram að höfuðstöðvum RE/MAX Ísland en þeir ku víst hafa orðið svo mikil ítök á markaði að þeir hafi haft afgerandi áhrif á þróun fasteignaverðs á síðustu misserum.
Allir þeir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að klæðast þeim vettlingi og mæta í ham niður að Hlemmi klukkan 17 í dag. Mælt er með hlýjum fatnaði þar sem oft vill kólna með kvöldinu.