Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Frábær staðfesting á það sem við erum að gera hérna heima í hugbúnaðargerð í leikjageiranum!!

Til lukku HR, flottur árangur þarna.  Finnst reyndar vanta verulega á fréttaflutninginn, mætti t.d. koma ítarlega fram hvers eðlis hugbúnaðurinn er og hvað leikurinn snýst um. En flott að sjá hvað við erum framarlega hérna heima á þessu sviði.

Ég er einn nokkurra hluthafa hjá GOGOGIC ehf. sem er stundum vísað til sem "hitt tölvuleikjafyrirtækið á Íslandi", þá að sjálfsögðu á eftir CCP sem hafa verið að standa sig verulega vel.  Við hjá GOGOGIC höfum verið með aðeins lægri prófíl hérna heima enn sem komið er en stefnum að sjálfsögðu á heimsyfirráð eða allt að því.

Erum búnir að ná miklum árangri á skömmum tíma, m.a. með samningum við stóra aðila með framleiðslu fyrir þá á efni og eins gengur þróun okkar eigin leikja vel.  Verður spennandi að sjá fyrr en síðar hverjar viðtökurnar verða á almennum markaði.


mbl.is Íslenskur hugbúnaður sigraði í keppni alhliða leikjaforrita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara varð að smella þessu inn, allir eiga skilið virðingu.......

Ljóst að sú gamla getur enn gripið til sinna ráða Cool


Hallelúja, nú verður gaman :-)

Mikið er nú hópurinn að þéttast, verður bara gaman að fylgjast með komandi tímabili.

Sérstaklega ánægjulegt að lesa yfirlýsingu hans um álit hans á félaginu.


mbl.is Torres með sex ára samning við Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband