Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
Það er annaðhvort í ökla eða eyra hjá sunnanmönnum greinilega....
26.2.2007 | 17:23
Menn eru teknir þarna fyrir bæði of hægan akstur (tja, eða virkilega hættulegan farm á litlum hraða sem sést ekkert fram fyrir til framúraksturs) eða allt of hraðan skv. þessari frétt.
Hef annars oft undrast stórum þessa flutninga bænda á þjóðveginum, ekki að þeir þurfi að fara fram heldur hitt að þeir skuli fá að flytja þetta svona óvarið og yfirhlaðið.
Hef tvisvar sinnum (já, tvisvar sinnum án gríns) lent í því að vera að fara að taka fram úr svona farmi undir Eyjafjöllunum þegar að "farmurinn" beygði skyndilega fyrir mig yfir á vinstri akrein.
Með heyrúllur á vagni á þjóðveginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Glæsilegt f.h. Scorsese en......
26.2.2007 | 17:14
Að mínu mati ekki spurning að leikur Jack Nicholson hefði átt skilið verðlaun líka.
Hann er alveg skelfilega sannfærandi í hlutverki Costello, svo sannfærandi að maður efaðist oft í gegnum myndina um geðheilsu hans sjálfs.
En virkilega góð mynd til afþreyingar.....
Scorsese fékk loks Óskarinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skv. þessum lista á ég mér ekki líf......
26.2.2007 | 17:02
Skv. lista yfir kvikmyndir sem ég sá á síðu hérna á blogginu og fullyrðingum um "skort á lífi" ef maður hefur séð yfir 85 myndir af listanum, já þá er augljóst að ég á mér ekkert líf.
Hef séð 132 myndir af listanum þarna.....
En er þessi fullyrðing ekki bara tilkomin af börnum?
Hafa ekki allir kvikmyndaáhugamenn sem eru orðnir 30+ búnir að sjá a.m.k. 100 myndir þarna?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En hvað er til ráða?
26.2.2007 | 14:02
Ég hef svo oft velt þessu fyrir mér. Það er auðvelt að tala um þessi mál bara með gremju og reiði og áfellisdómum.
En þannig er það bara að strákar á aldrinum 17-24 u.þ.b. eru svo afspyrnu lélegir bílstjórar að þeir skekkja jöfnuna skelfilega. Þ.e.a.s. kynjajöfnuna sem oft er vitnað í. Skv. þeirri skýringu eru konur í raun mun betri bílstjórar en karlar. Ég er algerlega sannfærður um að það sé að miklu leyti vegna þess hversu strákar eru lélegir bílstjórar.
Hvað meina ég? Þeir eru ekki lélegir að keyra eftir þrautabraut t.d. Ekki endilega. Það sem gerir þá svona lélega og þar með stórhættulega bílstjóra er alger sannfæring um að þeir séu frábærir bílstjórar. Óbilandi trú á eigin hæfileikum. Það er svo merkilegt að það er einfaldlega stórhættulegt að efast ekki um sig sem bílstjóra og þá jafnframt hina bílstjórana líka.
En hvað er til ráða?
Þarf ekki reglur um hámarksþyngd bíla og afl? Er það ekki ein lausn? En henni þarf samt að fylgja þá eitthvað annað sem hefur hraðatakmarkandi áhrif vegna þess að það er alveg staðreynd að litlir og kraftlausir bílar komast samt mjög hratt líka. Þeir eru bara lengur að komast á hraða.
Ég tala af reynslu. Þegar ég var á þessum aldri hefði einfaldlega átt að banna mig í umferðinni og það að opna fyrir menn með þessar hraðakstursþarfir leysir ekki nema lítinn hluta vandans.
Kannski er engin lausn. Kannski er hormónaframleiðslan bara óviðráðanleg á þessum aldri. Kannski þarf þá bara að hækka líka lágmarksaldurinn til að keyra hefðbundna bíla.
Mér finnst þetta óttahjal mitt hérna hljóma skelfilega sjálfum. Ég er ekki maður sem vill fúslega banna allt, en hvernig er hægt að bregðast við? Hvað á að drepa marga fyrst?
Ofsaakstur ungra ökumanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Gaman að prófa og staðsetja sig svona í aðdraganda kosninga....
26.2.2007 | 12:23
Sá þennan hlekk á mun styttra próf um pólitíska stöðu á síðunni hjá Hirti.
Merkilegt nokk þá skora ég mjög svipað úr þessu en stærra prófinu sem ég var að tala um hérna í gær.
Er samt eins og ég hef áður sagt ekki tilbúinn að kjósa S vegna stöðugs óstöðugleika þar á bæ....
Ómar, Margrét og Jón Baldvin eru líklega mín besta von, er það ekki?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alveg þrælgóð kynning um hvernig á að byggja upp skemmtilegan rekstur...
26.2.2007 | 10:18
Er um 45 mínútna langt samt.......
>
Virðist ekki koma hérna inn Google video þannig að hérna er linkurinn
Viðskipti eru ekki bara viðskipti, þau eru líka skemmtun
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trúir þú því að Kjalvegur sé umhverfisvænn??
26.2.2007 | 08:48
Ómar (ásamt mörgum öðrum) hefur þegar bent á að það væri fyrir minna fé og án þess að hreinlega gefa einkaaðilum Kjalveg, hægt að stytta núverandi veg norður svo að ekki myndi muna nema um 20 km. frá styttingunni sem Kjalvegur gæfi.
Ég skil vel að norðanmenn langi að vera eitthvað fljótari í bæinn, en myndu Akureyringar samþykkja að setja veg í gegnum skrúðgarðinn af því að það myndi stytta svo gríðarlega vegalengdina til "hvert sem er" og draga þar með úr útblæstri Co2??
Það eru margir þættir sem spila saman í umhverfismálum. Losun koltvíoxíðs og flúors eru vissulega stór mál, en það að leyfa náttúrunni og hálendinu að vera einmitt það, náttúra og hálendi en ekki autobahn sem sker í sundur þessa dásamlegu ferðamannaparadís, er líka afar stór þáttur í umhverfismálum.
Ég er ekki öfgaverndarsinni eða lopapeysa, já eða hasshaus eins og svo margir vilja teikna á alla náttúruþenkjandi menn og konur hér á klakanum. Ég er þvert á móti á móti því að friðlýsa hálendið fyrir allri umferð eins og margar raddir heyrast um núna og það m.a.s. í öllum flokkum. Ég hins vegar veit að t.d. mjög stór hluti ferðamanna sem koma hingað koma eingöngu vegna allrar þessarar tiltölulega óspilltu náttúru. Mjög stór hluti. Og þeir skapa að sjálfsögðu miklar tekjur í þjóðarbúið, að sjálfsögðu mun heilbrigðari tekjur en stóriðjan. Ég vil að við skipuleggjum hálendið þannig að við fáum öll notið þess. Ekki malbika það allt og ekki loka því. Njótum þess.
Það er búin að vera þvílík gullöld fyrir verktaka landsins, er ekki kominn tími á að staldra aðeins við og þó ekki nema skipuleggja heildstætt hvað gerist næst?
Þó að það sé vissulega afturhvarf fyrir marga, þá vilja flest okkar stórflutningana af þjóðveginum sem mest má vera. Að leggja niður strandsiglingarnar á sínum tíma voru virkilega stór mistök og mun dýrari þjóðarbúinu heldur en ég held að nokkur hafi gert sér grein fyrir á þeim tíma. Þjóðvegur 1 hefur verið nánast ókeyrandi á köflum undanfarin ár og stöðugt viðhald virðist litlu skila til úrbóta.
Út frá umhverfissjónarmiðum þá er því miður mikill útblástur spilliefna frá skipaumferð. En á móti væri hægt að draga verulega úr bæði loft- og hljóðmengun sem og sliti ásamt kostnaði vegna vegagerðar. Það er nefnilega líka mjög umhverfisvænt að draga úr bruðli.
Ferlegt stjórnleysi er þetta hjá Gunners
25.2.2007 | 23:27
Þetta er nú eitthvað annað en friðsömu golfleikararnir hjá mínum mönnum ha!?
Þeir spila nú bara af yfirvegun og taka svo einn tvo hringi með níu járni í fríinu..... Áfram Liverpool
Wenger: Við misstum stjórn á okkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ekki leiðinlegt að skora svipað og Ghandi og Mandela ....
25.2.2007 | 21:57
Kíkti á http://www.politicalcompass.org/questionnaire sem að Börn Ingi var að segja frá
Er væntanlega mjög amerískt og þ.a.l. flestir Íslendingar líklega frekar til vinstri, en gaman að þessu samt.
Ég skoraði -3,88 í economics og -4 í Social. Er sem sagt vinstrisinnaður og frjálslyndur??
Baugsmálið, á ég enga vini??
25.2.2007 | 21:15
Hvernig er það, er ég ekki orðinn sá eini sem hefur ekki verið kallaður til að bera vitni í þessu máli?
Er það ekki slæmt dæmi um einelti??