Ingibjörg Sólrún Gísladóttir undirbýr endurkomu sína í stjórnmálin

Eða hvað? Ég yrði að minnsta kosti ekki undrandi eftir þessar fregnir.

En hvað er getur ISG gert til þess að losna undan þessari sjálfs ásökun sem er niðurrífandi og sjálfseyðandi?

Jú, uppgjörið sem gæti bjargað samvisku hennar felst í að stíga fram, segja satt og rétt frá því sem gerðist og gera allt sem í hennar valdi er fært til þess að bæta skaðann.


Allt annað er bara þvaður til þess gert að undirbúa jarðveginn fyrir endurkomu hennar í stjórnmálin, eða það sýnist mér.

Já, ég er að hugsa um að hætta þessu endalausa tuði hér á blogginu. Hér eftir (vonandi) mun ég ekki tuða án þess að færa fram lausn á sama tíma. Get ekki boðið mér og öðrum upp á meira niðurrif. Það er um allt í umræðunni hvort eð er, og hefur afar litlu breytt.


mbl.is Ásakar sjálfa sig fyrir að hafa valdið reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég réði fram úr summunni af 10 og ellefu, sem gerði mér kleift að pósta þessari athugasemd sem er styttri en nöldrið sem ég hripa nú.

Mér líst vel á þessa nýju áherslu hjá þér Baldvin.

Hilmar Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 18:55

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Guð hjálpi Íslandi.

Rauða Ljónið, 9.11.2009 kl. 20:40

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Rauða ljónið hittir naglan á höfuðið.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 9.11.2009 kl. 20:57

4 identicon

Sæll Baldvin.

Það mættu aðrir taka sér þetta heit til fyrirmyndar.

Ég hlakka sjálfur til að heyra í ISG í viðtali á miðvikudaginn við Sölva. Þar gefst henni tækifæri á að segja satt og rétt frá. Varðandi þá frómu ósk að gera allt sem í hennar valdi stendur til að bæta skaðann, þá eru hælbítar og niðurrifsmenn út um allt sem aldrei myndu vilja gefa henni vinnufrið til þess.

Það var mikið ólán fyrir þjóðina að hún skuli hafa misst heilsuna þegar mest lá við. Það yrði mikið lán fyrir baráttuna gegn mansali ef hún fengi starfið sem hún sækir nú um.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 21:33

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

 Ég er algerlega á sömu skoðun Baldvin.

Ómar, það besta sem gat gerst gerðist, en of seint Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún urðu óvinnufær, ekki að það eitt sé svo gott heldur að þau urðu að draga sig til hlés og ég vona Íslands vegna og Íslendinga að ISG komi aldrei aftur að stjórnmálum nóg er samt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.11.2009 kl. 22:04

6 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Það kæmi mér ekki á óvart þó Ingibjörg lumaði á upplýsingum sem gætu komið sér illa fyrir ansi marga. Nú er bara að vona að hún stígi fram og leysi frá skjóðunni.

Þráinn Jökull Elísson, 9.11.2009 kl. 22:32

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fagna því að Ingibjörg Sólrún sé að ná heilsu. Það er frumforsenda þess að hún komi til baka í stjórnmálin. Hún er mikill stjórnmálamaður sem hefur komið mörgu góðu til leiðar á sínum ferli. Mistök gera allir og auðvitað hefur hún gert það líka. Ekki er ég þó með neinn lista yfir slíkt og tel raunar að sá listi sé ekki ýkja alvarlegur, miðað við marga slíka þessa dagana.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.11.2009 kl. 23:27

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég myndi aldrei gera lítið úr réttlátri reiði, sem veitir hatrinu úrrás. Íslenska þjóðin hefur fulla ástæðu til að vera reið. Samt alltaf gott að vita að nokkrir hafi sloppið við óréttlætið.  Vigdís Forseti gerði engin mistök. Það til full af einstaklingum sem hafi uppfyllt sínar starfsskyldur í mínum heimi.  Líkur sækur líkan heim.

Júlíus Björnsson, 10.11.2009 kl. 03:58

9 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ná heilsu, stiga fram, segja satt og koma aldrei aftur nálægt stjórnmálum!!! Hún er búin með sénsana sína. Okkur vantar ekki fleiri hrokagykki í stjórnmálin!

Haraldur Rafn Ingvason, 10.11.2009 kl. 09:10

10 Smámynd: Jón Lárusson

Varðandi lausnir, þá bendi ég á www.umbot.org

Jón Lárusson, 10.11.2009 kl. 13:53

11 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Af hverju stígur ekki manneskjan fram og biður þjóðina afsökunar á því að hafa flotið sofandi að feigðarósi og þarmeð valdið þessari reiði ??

Hún skuldar þjóðinni margfalda afsökunarbeiðni - og okkur Reykvíkingum líka fyrir vonlausa stjórn og skuldasöfnun R-listans á sínum tíma.

Vonandi kemur hún aldrei aftur í stjórnmálin - farið hefur fé betra !!

Sigurður Sigurðsson, 10.11.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband