Ríkið ætlar að tryggja lítilli fjölskyldu áframhaldandi einokun á matvörumarkaði - Samfylkingin grefur sér gröf
2.11.2009 | 10:22
Þetta er vægast sagt ótrúleg staða sem upp er komin. Jón Ásgeir og félagar hafa öðrum fremur teflt hvað djarfast í fjárfestingum sínum og skuldsetningu. Félagarnir hafa fyrir allra augum notið þess verulega vel og borið mikið úr býtum, en eins og berlega hefur komið í ljós á undanförnum mánuðum - að mestu á kostnað þjóðarinnar allrar.
Hvað veldur því að Kaupþing ætlar nú að tryggja fölskyldunni sem búin er að kosta bæði bankann og þjóðina alla, gríðarlega fjármuni, áframhaldandi eign á Högum? Þetta ævintýri Jóns Ásgeirs er í heildina búið að kosta okkur væntanlega nú þegar hundruði milljarða, að ekki sé talað um hvað einokunar staða Haga á smásölumarkaði er búin að kosta þjóðina.
Ætlar ríkið nú að tryggja einokunina áfram? Á það ekki einmitt að vera hlutverk ríkisins að tryggja löglega eðlilega samkeppni? Að gæta þess að enginn hafi yfir 30% markaðshlutdeild? Að beita sér í gegnum samkeppniseftirlitið ef einhver fer yfir 30%?
Fyrirtækjastæða Haga er með yfir 60% markaðshlutdeild. 60%!!
Það þýðir að þeir stjórna alfarið verðlagningu á þeim markaði og það á öllum stigum. Bæði hjá birgjunum sínum sem og keppinautunum.
Þetta er ólíðandi ef að þessi samstarfssamningur fer í gegn. Verði þetta að veruleika mun ég reyna að finna mér vettvang einhversstaðar til þess að setja krafta mína í að berjast við þessa risa.
Vonum heitt og innilega að þetta séu aðeins vindmyllur Don Kíkóti.
Tugmilljarða afskriftir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 358723
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Furulegt að skipta þessu fyrirtæki ekki upp. Nú er sko lag. Bjóða þessar búðir bara til sölu. Hafa margar búðir í stað þess að hafa bara 3 eða 4
Þetta "hagkvæmmi stærðarinnar" hefur reynst okkur illa. Gott dæmi er Fjarðarkaup sem er bara ein búð. Þeir koma alltaf vel út í öllum samanburði. Ef að þetta "hagkvæmni stærðarinnar" virkað, myndi vöruverði í Bónus vera miklu lægra.
Það eru pottþett kaupendur af þessum búðum. Sullenberger t.d.
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 10:37
Algerlega Teitur, besta tækifæri sem samkeppni á Íslandi hefur boðist í áratug.
Og takk fyrir þennan - án vafa hverju orði sannara.
Baldvin Jónsson, 2.11.2009 kl. 10:53
Samspillingin fer á kostum fyrir sitt lið, enn & aftur. Ég vil að ÞJÓÐIN fái að leggja fram 7 milljarða, þ.e.a.s 7000 manns (ég & þú) leggjum fram kr. 100.000 og fáum þannig þetta félag GEFINS ....ekkert flólkið, og "Heilbrigð skynsemi" verður auðvitað stjórnarformaður félags sem mun í framhaldinu breyta um nafn og fara á "KOSTUM....!"
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 2.11.2009 kl. 11:15
Ef að óreiðuskuldir þessarar fjölskildu verða afskrifaðar, hlýtur Samspillingar ríkisstjórnin að afskrifa hlutfallslega, skuldir annarra fjölskyldna í landinu svo jafnræðis sé gætt.
Það getur ekki verið að Fjármálaráðherra líti í hina áttina.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 11:52
Það þarf líka að skoða í þessu samhengi ástæðu þess að þegar gengið var sem allra sterkast í "góðærinu" þá var matvöruverð samt 20-40% hærra hérna en í nágrannalöndum okkar! Síðan þarf að skoða smásölumarkaðinn eins og leggur sig! Það er ótrúlega dýrt að eiga heima á Íslandi og VIÐ þurfum að borga fyrir það!
Matti. (IP-tala skráð) 2.11.2009 kl. 12:21
Flökkusaga um afskriftir sem ekki hafa átt sér stað og engin ákvörðun hefur verið tekin um samkvæmt upplýsingum Kaupþings.. og hvar blandast Samfylkingin inn í það mál ??? ég veit ekki betur en Gylfi Magnússon sé bankamálaráðherra og Steingrímur fjármálaráðherra og þar væru þessi mál ef þetta væri staðreynd... sem það er ekki samkvæmt nýjustu fréttum.. Skemmileg þessi hystería sem lýsir sér í skrifum sem þessum..
Jón Ingi Cæsarsson, 2.11.2009 kl. 13:14
Jón Ásgeir verður voða sár útí Samfylkinguna ef ekkert verður gert fyrir hann, ekki gleyma því hvað allir hafa verið vondir við hann.
Minnist nú sérstaklega þess þegar hann lýsti stærsta bankaráni sögunnar í eigin miðli á þeim tímapunkti sem ríkið "ætlaði" að kaupa 75% hlut í bankanum.
Já eða fjölmiðlalaganna þar sem hann var aðalfórnarlambið, duglegur að láta vorkenna sér, og þar komu Samfylkingin og Ólafur Ragnar til bjargar, skemmtilegust er tengingin sem þá var á milli Ólafs og Baugs.
Þurfum við að ræða Baugsmálið svokallaða þar sem fólk skyldi ekkert í því að það væri verið að kvelja aumingja mennina sem ekkert hefðu gert nema gott fyrir Ísland, strangheiðarlegir útí gegn?
Hvað með 1000 miljarðanna sem ekkert voru nema eðlileg bankaviðskipti við eigin banka?
Vill enda þessa athugasemd á því að koma því á framfæri áður en upphrópanirnar birtast að ég er ekki Samfylkingarmaður, ekki vinstri grænn og ekki Sjálfstæðismaður.
p.s verið góð við greyið Bónusgrísina.
Rúnar Freyr Þorsteinsson, 2.11.2009 kl. 14:03
Ég tek undir, að þ.e. mjög undarlegur gerningur í aðsigi.
Með tiltölulega litlu eiginfjár framlagi, á fjölskyldan að fá að halda meirihluta. En, þó er bankinn með mikið meira fjármagn í húfi.
Að réttu ætti bankinn, að taka Haga beint yfir, þ.e. framkvæma svokallað "refinancing" eða endurfjármögnun, og þá fær fjölskyldan þann hlut sem hún nær að halda með réttu.
Ekkert sem bannar henni, að henda inn í þetta meiri pening, en algerlega forkastanleg vinnubrögð eru, að láta hana hafa meirihluta hlutafjár í krafti klárs minnihluta fjármagns.
Ef, fjölskyldan er svo hæf í því, að reka haga. Þá getur bankinn einfaldlega ráðið höfuð fjölskyldunnar sem framkvæmdastjóra.
Það væri, réttmæt aðgerð, að setja hann á laun, ef hann er metinn það verðmætur stafsmaður.
Slík aðgerð, er sambærileg við þ.s. tíðkast erlendis.
Hitt, þ.s. bankinn virðist ætla að framkvæma, ber vott um að einhvers konar samtrygging elítunnar hérlendis sé enn viðl ýði, og að skipti á ríkisstjórnar forystu, hafi engu breytt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.11.2009 kl. 14:05
Ég held reyndar, að þeir njóri stærðarinnar af ímsu leiti. Hugsanlega, er einhver umfram rekstrarhagkvæmni til staðar. En, á hinn bóginn, þá er vitað að þeir hafa beitt byrgja miklu ofurvaldi og knúið þá til að selja til þeirra á mjög lágri hagnaðarprósentu, þannig að byrgjar neiðast þess í stað til að selja öðrum á hærri verðum. Mismuninn, virðast eigendur Haga einfaldlega hirða sem hagnað.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.11.2009 kl. 14:13
@Jón Ingi: flökkusögur sem þessi verða ekki til bara af loftinu einu. Það eru hins vegar fjölmargar "flökkusögur" sem þessi undanfarna mánuði sem að með því að komast í umræðuna, hafa komið í veg fyrir mikið tjón endrum og sinnum. Þjóðin stendur vaktina loksins og gerir sitt besta til að bregðast við spillingunni sem enn grasserar þrátt fyrir nýja herra á stjórnarheimilinu.
Gylfi Magnússon er Samfylkingarmaður. Hann missti sjálfstæði sitt og snérist 180° frá fyrr yfirlýsingum um leið og hann settist aftur í stólinn eftir kosningar.
@Einar Björn: Algerlega. Það er mér algerlega óskiljanlegt af hverju mikill minnihluti fjármagns á að stýra yfirgnæfandi meirihluta félagsins.
Baldvin Jónsson, 2.11.2009 kl. 14:18
Vandlifað í þessum heimi. Ríkisstjórnin er búin að skipa Bankasýslu til að stjórnamálamenn séu ekki að skipta sér af þessu. Það var einmitt sem okkur var ráðlagt. Sem og að engar afskriftir hafa verð samþykktar og ekkert ákveðið. En samt verið að kenna stjónmálamönnum um sem eiga samt ekki að vera að skipta sér af þessu. Bendi mönnum á síðast þegar það var gert þá voru bankarnir seldir vinnum flokkanna. Síðan má benda á að ef að menn verða fundnir sekir um lögbrot meiga þeir ekki sitja í stjórn þessara félaga.
En svona vangavelta. Ef að öll rekstrarfélög verða tekin af öllum þeim sem á einhvern hátt tengdust þessari bólu hverjir gætu þá hugsanlega keypt þau eða rekið. Held að allir sem eiga einhvern pening hér á landi hafi á einhvern hátt tengst útrásinni.
Nýjasti aðili á markaði hér Jon Sullenberger tengdist henni meira að segja. Og nú fær hann kassakerfi gefins og er að hefja rekstur og allir ánægðir. Dettur í hug að eigendur krónunar væru jú líklega þeir einu sem mundu ráða við að kaupa Haga. Viljum við það? Þeir hafa líka farið offari hér síðustu ár og keyrt upp byggingariðnaðinn í gegnum BYKÓ. Svo hverjr mega eiga eða kaupa fyrirtæki hér og geta það?
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.11.2009 kl. 16:26
Ætlaru í alvöru að halda því fram að þetta sé eðlilegur gjörningur Magnús Helgi?
Ríkið leggur fram afskriftir upp á 40 milljarða og fær fyrir það 40% í félaginu. Jón Ásgeir & Co leggur fram 7,5 milljara og á að halda 60%??
Þetta er einfaldlega fáránlegt og siðlaust með öllu ef þetta nær í gegn. Ég hef þá trú eftir samskipti dagsins að Samfylkingin muni reyna að krafsa í þetta líka. Er þó nokkuð viss um að miðað við tengingu Samfylkingarinnar við JÁJ veldið hingað til, verði aðrir flokkara þar framar í fylkingunni.
Bankasýslan getur ekki alfarið tekið ábyrgð af ráðamönnum. Þeir eru æðsta vald löggjafans annars vegar og ríkisstjórnin æðsta vald framkvæmdavaldsins.
Það er ekki fyrr en á dómsstiginu sem að valdið er farið frá ríkinu og til Sjálfstæðisfl....., nei fyrirgefðu, til dómsvaldsins.
Baldvin Jónsson, 2.11.2009 kl. 16:47
Takk fyrir þetta Baldvin!
Tek undir allt, innleggið og andsvör þín hér fyrir ofan.
Lýsi því yfir að mér finnst ömurlegt til þess að hugsa að ég sem íbúi á Akureyri skuli eiga von á því að Jón Ingi geti átt möguleika á því að komast í stjórn okkar ágæta bæjarfélags á Akureyri sem vara bæjarfulltrúi fyrir Samspillinguna
En hvað ofangreinda umræðu snertir, þá segir það allt um hver á Samspillinguna, auðvitað umrædd fjölskylda.
Þórólfur Ingvarsson, 2.11.2009 kl. 23:12
Það þarf enginn að velkjast í vafa hver valdi viðskiptaráðherrann eftir að fyrri viðkiptaráðherra hrökklaðist burt.Að sjálfsögðu Samfylkingin.Það er furðulegt hvað viðskiptaráðherrann sleppur því greinilegt er að maðurinn er í sama draumaheimi og Jón Ásgeir og fleiri voru í sláttumennskunni.En enginn skal láta sér detta í hug að þeim manni verði fórnað sem Davíð Oddsson varaði viðÞað segði að sjálfsögðu ekkert annað en að Davíð hafði rétt fyrir sér.Jón Ásgeir stjórnaði óbeint öllum þremur bönkunum.Hann átti í Glitnir, og Kaupþingi óbeint og sá til þess að Björgólfarnir fengju lán í þeim bönkum.Síðan slá hann sjálfur í Landsbanka BjörgólfannaEn Samfylkingin er hrædd við hann.Hún er búin að redda honum með365 miðlana, og hann hangir á því að ef hann fær ekki það sem hann vill í Högum þá muni hann beita sér gegn Samfylkingunni með miðlunum.Samfylkingin er meira og minna flækt í net útrásargreifanna og getur nú ekkert annað en varið þá.Eina ráðið er að koma flugfreyjunni með sitt lið burt svo aðþað verði líft hér í landinu.
Sigurgeir Jónsson, 2.11.2009 kl. 23:38
Er þetta ekki bara "business as usual", téður ráðherra var jú formaður stjórnar Samkeppniseftirlitslins 2005 - 2009...
Alfred (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 00:17
Jón Ingi þú spyrð um "hvernig Samfylkingin blandist inn í málefni Jóns Ásgeirs" ? Þú hefur ekki fylgst mikið með fyrir síðustu kosningar þegar upplýst var að Jón Ásgeir og fyrirtæki tengd honum höfðu gefið Samfylkingunni tugi milljóna og lagt flokknum til húsnæði að auki. Æ sé gjöf til gjalda og það er alveg ljóst að JÁJ vissi hvern hann átti að rukka um greiðann, gaf 50 milljónir til Samfylkingarinnar og fékk 50 milljarða fellda niður. JÁJ hringdi í ISG, sem hringdi skapill í JS og spurði hvort hún ætlaði að slíta sundir framtíðar fjárstreimi til Samfylkingar frá JÁJ. JS boðaði "Gylfa-gufu" á sinn fund sem vaknaði og hringdi í Kaupþing og sagði nauðsynlegt að tryggja áfram lágt vöruverð og samkeppni við Samkaup og Krónuna. "Gylfi-gufa" þekkir nefnilega samkeppnismál hann var fyrir Samfylkinguna í samkeppnisráði.
Egill (IP-tala skráð) 3.11.2009 kl. 00:18
Ég ætla að hætta að versla við þessi fyrirtæki.
* Hagkaup
* Bónus
* Bananar
* Hýsing
* Aðföng
* Ferskar kjötvörur
* 10-11
* Debenhams
* Karen Millen
* All Saints
* Warehouse
* TOPSHOP
* Zara
* Oasis
* Dorothy Perkins
* Coast
* Evans
* Útilíf
* Jane Norman
* DAY
Svo er ég líka hætt að versla við Lyf og Heilsu, Apótekarann, og þriðja lyfjafyrirtækið sem Wernersbræður eiga og reka.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.11.2009 kl. 01:10
Í ljós reynslunnar treyst ég ekki viðskiptaviti ákveðinna einstaklinga í ljós reynslu 30 ára af fréttum frá USA, Danmörku og Bretlandi t.d.
Allt mun þetta hafa verið borgað með reiðfé almennings að hluta hitt með eitur pappírum.
Kaupþing banki virðist líta á þessa viðskiptasögu sem sérstaklega traustvekjandi.
Bæði aðilar í Danmörku og Bretlandi vöruðu við óeðlinu á sínum tíma. Bankastjóri Kaupþings heldur fast í sér Íslenska gæðamatið.
Almennir neytendur eiga markaðinn og þeir sem þjóna honum eiga að bera virðingu fyrir húsbændum sínum.
Fjölda samkeppni heldur verði niðri. Skapar fullt af ábyrgðar störfum. Sumir eru búnir að sanna sig að flestra mati. Heimsmeti í tapi sem bankarnir greiða niður með lánum til almennings. Sömu Bankar er aðal hagmunaðilarnir að álit Samfo.
Júlíus Björnsson, 4.11.2009 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.