HEYR HEYR Ögmundur Jónasson - BURT með AGS hið fyrsta!!
7.10.2009 | 11:52
Úr fréttinni: Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn þurfi að hverfa úr landi hið bráðasta og bætir við: Við höfum ekkert við hann að gera hér.
Hér gæti ég ekki verið meira sammála Ögmundi, sem vex með hverjum deginum í áliti hjá mér. Þetta er nákvæmlega kalíberið sem okkur vantar meira af í stjórnmálastéttina. Heiðarlegt hugsjónarfólk sem segir sannleikann upphátt og stendur við orð sín og hugsjónir.
Aftur úr fréttinni: Ögmundur segir að takist ríkisstjórninni að taka á málum sem varða AGS, vexti, hinn bratta niðurskurð í velferðarmálum og aðkomu erlendra sérfræðinga að ráðgjöf eigi hún góða möguleika á að þjappa þjóðinni saman. Takist þetta ekki þarf hún náttúrlega að hugsa sinn gang.
Nákvæmlega!! Til hvers að hanga á stjórnarsamstarfi bara af því bara? Til hvers að hanga á samstarfi af því að hugmyndin um félagshyggjustjórn er heillandi?
Þessi stjórn er hreint engin félagshyggjustjórn - það liggur skýrt fyrir. Þessi stjórn er framkvæmdanefnd fyrir AGS og ætti að skammast sín. Spurning hvort að launin þeirra ættu ekki hreinlega að vera greidd af þessum erlendu olígörkum og aristókrötum sem hér vilja eignast auðlindir til lands og sjávar.
Meira svona kæru landsmenn - stöndum upp og segjum satt!
Höfum ekkert við AGS að gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Nei það er örugglega auðvelt að vera kokhraustur svona á old fashion Icelandic way
( við höfum alltaf verið góð í því )
En ég er ekki svo viss um að kohreystin verði jafn mikil þegar afleiðingar einangrunar, fjármagnsleysis í landinu og algers þjóðarniðurbrots kemur fram Baldvin.
hilmar jónsson, 7.10.2009 kl. 12:11
Við stöndum í miðri einangruninni í dag Hilmar, og merkilegt nokk þó að það sé erfitt og mjög erfitt hjá mörgum, þá erum við ekki svöng og engum er kalt.
Baldvin Jónsson, 7.10.2009 kl. 12:16
Nei vissulega Baldvin minn, en hungrið og eymdin bíður handan við hornið.
Án þess að fá peninga inn í landið til þess að m.a. styðja við basic heilbrigðis og félagslega þjónustu, þá mun hér verulega hrikta í undirstöðum, og sú eymd sem við þegar eru farin að sjá mun taka á sig dekkri og skýrari mynd.
hilmar jónsson, 7.10.2009 kl. 12:23
Þetta eru rosalegar yfirlýsingar hjá þér Baldvin. Alltaf auðvelt að standa á hliðarlínunni og hrópa. Nú svo er líka frábært að fá sameiginlegan anstæðing til að skjóta á. Mér líst hryllilega á þá þjóðrembu sem er að skjóta sér niður í höfðum allskonar velmeinandi fólks. þar á meðal þér.
Hefur þú hugleitt að afleiðingar einangrunnarstefnunnar gætu haft skelfileg áhrif? Hefur þú pælt í því? (ekki svara með því að benda á að AGS hafi líka skelfileg áhrif. það er of ódýrt og ekki sæmandi)
Upphrópanir á borð við þá sem þú belgir út eiga sér annarlegar forsendur og alls ekki föðurlandsást eða umhyggju fyrir þjóðinni.
Mér heyrist glamrið vera óður til óreiðunnar frekar en allt annað.
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 15:32
Veit ekki betur en að við stöndum allir á þessari umræddu hliðarlínu með upphrópanir. Þínar upphrópanir Teitur hafa þó verið heldur í hina áttina og ég hef ekki séð ástæðu til þess að virða það ekki við þig.
Ég hef hugleitt stöðugt undanfarna 12 mánuði afleiðingarnar af því að vera með eða á móti AGS og byggt á þeim hugleiðingum öllum og þeim upplýsingum sem að ég hef fengið á tímanum, er ég þess sannfærður að við megum ekki láta AGS eða aðra erindreka aristókratanna, stjórna hér efnahagsmálum stundinni lengur.
Nú þegar erum við búin að eyða hátt í 600 milljörðum sem að við fengum að láni frá þeim í líklega nákvæmlega ekki neitt. Til hvers þessi gjaldeyrisforði þarf að vera til staðar eru menn einfaldlega afar ósammála um að virðist, en það er alveg ljóst að fyrir þó ekki væri nema brotabrot af þessum 600 milljörðum, sem að við nú munum þurfa að greiða til baka af tugmilljarð á ári um langa hríð, hefði verið hægt að koma hér af stað alls kyns atvinnuskapandi verkefnum sem hefðu í kjölfarið skilað sér í aukinni neyslu, sem aftur skilar sér í auknum tekjum ríkisins og auknum lífsgæðum landans.
Upphrópanir mínar eiga sér ekki annarlegri forsendur en þær að treysta ekki núverandi valdhöfum til verksins. Finnst þér það furða? Það getur verið, en ég hef ekki séð þessa valdhafa standa við stóru orðin frá kosningabaráttunni. Gegnsæið sem að við höfum fengið að "njóta" í sumar hefur allt byrjað með lekum frá öðrum þingmönnum sem að hafa ekki getað á sér setið að upplýsa þjóðina um þá skelfingu sem er í gangi.
Stjórnlagaþingið? Horfið
Við búum við flokksræði þar sem flokkar vilja fara með völd og halda þeim.
Hvað vil ég?
Helst af öllu vildi ég fá hér á neyðarstjórn sérfræðinga í krísu- og fjármálastjórnun sem eru óháðir hagsmunafélögum á Íslandi og óháðir efnahagsstefnu AGS. Ég veit hins vegar að þetta er afar langsótt.
Hvað vildi ég þá fá í staðinn?
Númer eitt leiðtoga í hlutverk forsætisráðherra, en ekki manneskju sem er orðin langþreytt á þessu brölti og tók aðeins að sér hlutverkið eftir að vera grátbeðin um það.
Ég vil leiðtoga sem að axlar ábyrgð vegna þess að hann/hún hefur ástríðu fyrir því, ekki til að þóknast sínu fólki. Leiðtoga sem að eftirlætur ekki samráðherra sínum að bera ábyrgðina út á við í flestum málum sem þarfnast kynningar til lýðsins.
Ég vil leiðtoga sem að sannarlega stendur fyrir aukið
gegnsæi og dreifingu valds, í stað þess að ætla sér hrósið af því að aðrir þingmenn eru að "óvart" missa út úr sér upplýsingar í samfélaginu. Það er ekki gegnsæið sem að barist er fyrir.
Ég vil losna við flokksræðið, málamiðlanir valdanna vegna og persónuleg tengsl valdhafa við viðskiptablokkir. En því enn fremur vil ég fá allar upplýsingar upp á borðið. Ekki bara þær sem að hentar valdhöfum hverju sinni að birta á t.d.
Ísland.is
Ég vil ráðast gegn skrifræðinu og embættisræðinu sem hér ræður öllu og m.a. hefur staðið núverandi ríkisstjórn verulega fyrir þrifum vegna þess að þar er stærsti hlutinn ráðinn af Sjálfstæðisflokki eða Framsókn.
Ég vil valddreifingu - mig langar enn afar mikið að fá að sjá þetta marg umtalaða Nýja-Ísland rísa upp sem eitthvað annað en kennitöluflakk og blekkingar.
Ég vil valdhafa sem að taka skýrar ákvarðanir, kynna þær og standa með þeim. Valdhafa sem að leitast við að upplýsa og fá þjóðina með sér, í stað þess að reyna fremur að draga úr sársaukanum, hlífa við upplýsingum og ætlast til þess að við treystum þeim bara blindandi fyrir stjórninni.
Ég vil alvöru Democracy ekki Monarchy. Democracy án spillingar og þeirrar miðstýringar sem hér þreifst í skjóli einkavinavæðingar fyrri valdhafa.
Mér er sama hvað stjórnin kallar sig, hvort það er félagshyggja eða einræðið. Nafnið skiptir mun minna máli en gjörðirnar.
Baldvin Jónsson, 7.10.2009 kl. 17:11
Þú segir: "Nú þegar erum við búin að eyða hátt í 600 milljörðum sem að við fengum að láni frá þeim í líklega nákvæmlega ekki neitt".
útskýrðu.
Þú segir líka: Stjórnlagaþingið? Horfið
Nei og þú veist betur.
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 19:44
Hvað bendir til annars en að Stjórnlagaþingið sé horfið?
Hvað skyldi hafa orðið íslenskum fyrirtækjum og athafnamönnum dýrara en vaxtaokrið?
Hver lánar okkur fyrir afborgunum af láni IMF sem við ekki fengum í hendur?
Árni Gunnarsson, 7.10.2009 kl. 23:18
Þetta kalla ég óskhyggjustjórnmál, að láta sér detta það í hug að segja upp samningunum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ég vild gjarnan eiga töfrasprota og geta sagt "hókus pókus og allur vandinn ríkur burt"
Raunveruleikinn er bara annar og hvað sem óskum okkar líður, þá þýðir ekki að berja höfðinu við steininn. Það er bara ekki í boði og ekki orð um það meir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.10.2009 kl. 23:57
Hræðsluáróður Hilmars og Hólmfríðar er alveg í anda Samspillingarinnar. Ætli þau séu á launum við það að skrifa athugasemdir hjá öllum sem eru á móti AGS og ESB???
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.10.2009 kl. 02:10
Get ekki svarað fyrir Hilmar, en ég er ekki á neinum launum við mín skrif. Sannleikurinn lítur kannski út sem hræðsluáróður, en er það ekki.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.10.2009 kl. 05:49
@Teitur: Samkvæmt fréttum sem að láku út úr Seðlabankanum í sumar er stór hluti fyrsta hluta lánsins frá AGS þegar farinn. Snemma í sumar voru það þegar orðnir um 250 milljarðar og gekk hratt á áfram. Allt til að verja stöðu liðónýtrar krónu og vegna mikils vaxtamunar á innlánsvöxtum á reikningi hjá Seðlabanka Bandaríkjanna (en lánið liggur þar vegna þess að þeir treysta okkur ekki í raunog veru fyrir peningunum) og útlánsvöxtunum sem við fengum frá AGS.
Stjórnlagaþingið er svo sannarlega horfið - það er ekki reiknað með heilli krónu í það á fjárlögum fyrir 2010. Samfylkingin gerir þetta ítrekað og hefur gert frá upphafi - hún pikkar upp hluti í hreinum popúlarisma úr umræðunni og gerir að sínum fyrir kosningar en gleymir þeim áherslum svo jafn harðan, enda var það aldrei hluti af langtíma stefnu þeirra. Siðspillt með meiru. Stjórnlagaþings frumvarpið sem að þau ætluðu að leggja fram, um "ráðgefandi" stjórnlagaþing var alger bastarður og gjörsamlega tilganslaus. Það getur hver sem er, hvort sem er einn, í þriggja manna hópi eða þrjúhundruð, haldið "ráðgefandi" stjórnlagaþing. Þingið mun eftir sem áður þá ekki taka nokkurt tillit til niðurstaðna slíks stjórnlagaþings nema að niðurstaðan sé þeim í hag. Þetta er lýðskrum.
@Hólmfríður: Stjórnmál í sinni hreinu mynd ERU óskhyggja. Óskhyggja um breytingar. Þið málamiðlararnir eruð að sjálfsögðu fyrir löngu búin að týna þeirri hugmynd, enda er það að semja frá sér öll helstu stefnumál ykkur eðlilegt. Þið vilið meina að það sé eðlilegur hluti af því að halda völdum.
Það hafa verið margir handhafar sannleikans Hólmfríður sem hafa stigið fram. Flestir þeirra hafa endað á hæli. Sannleikurinn er kraftur sem erfitt er að höndla held ég, og virðist tengjast stjórnmálastéttinni afar lítið almennt.
Baldvin Jónsson, 8.10.2009 kl. 08:48
Hér er ég sammála Baldri og Ögmundi. Aðferð AGS er ekki að ganga upp gagnvart okkur þar sem þeir eru ekki að standa við sínar skuldbindingar. Vkið bara bremsum hjólið en ekkert kemur í staðinn. Nei þá er betra að hugsa um okkur sjálf og prenta peninga, lækka vexti örva útlán, og leyfa krónunni að falla tímabundið og þannig lækka afborganir krónubréfa um leið og við skattleggjum þau út úr landinu. Það er of mikið í húfi og þar á meðal sjálfsvirðing þjóðarinnar.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 8.10.2009 kl. 10:22
Ég hef ekki fyrir því heimildir að risalán hafi verið notað í að styrkja krónunna. Ef svo er þá er það vissulega hæpið í meira lagi. Við þessu verður að fá svar. Hætta að gala um eitthvað sem er óskýrt og gala þá frekar þegar málin eru skýr. Reyndar er það einkennandi fyrir skrifin þín hvað þú hefur gaman að því að brerja þér á brjóst í réttlætis-tryllingi einungis, að því er virðist, til þess að æsa upp óreiðu í kringum þig. Einkenni sem er reynar á þessari fjandans Borgarahreyfingu og Hreyfingu og hvað þessi ömurlegu brot jú heita. -Því miður. Ég kaus þennan hroða og hef aldrei séð meira eftir atkvæði minu. Allir í einhverjri fokkíng dramatík en EKKERT í pólitik.
Varðandi að stjórnlagaþingið sé ekki á fjárlögum 2010 þyðir það ekki að það sé blásið út af borðinu. 2010 verður erfitt ár og sennilega þarf að gera annað en að undirbúa stjórnlagaþingið. ef það verður ekki á fjárlögum 2011 eða 2012 hefði ég áhyggjur.
Svo er tæknileg útfærsla stjórnlagaþingsins skiljanleg. Hún er fyrst og fremst hugsuð til þess að þurfa ekki að kjósa á miðju kjörtímabilinu. Dagur Eggertsson svarðai þessu ágætlega einhverntíman. Það er alveg hægt að útfæra þetta svona, og kjósa svo SAMHLIÐA næstu alþingiskosningum, ellegar rjúfa þing (þegar stjórnlaga þingið hefur skilað niðurstöðum) og kjósa um niðurstöðun.
Enn og aftur. Þetta átt þú að vita sem aktífur samfélagsrýnir. Ég veit ekki hvort er verra að vera fávís eða lævís, en þú ert annað hvort.
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 10:31
Öll eigum við okkur væntingar og drauma sem er besta mál. Ég á mér þann draum að heimsbyggðin geti öll lifað saman í sátt og samlyndi, viðskipti með vörur milli landa gangi óhindrað, menntun, menning, íþróttir, ferðalög og svo margt margt annað verði aðgengilegt öllum. Lokuð landamæri heyri sögunni til og svona mætti lengi telja.
Til að þessi draumur minn verði að veruleika, þarf að vinna markvisst að framgangi hans. Fyrstu skrefin er þá stigin í nánasta umhverfi og unnið að því að fá fólk í nærumhverfinu til að vinna saman og standa saman. Þó skrefin hefi ekki öll verið stór á heimsvísu, þá hef ég unnið að sameiningu stéttarfélaga í minni heimabyggð frá 1994. Stórt skref var stigið 1998 þegar 4 félög sameinuðust og loka áfanga í upphaflegu markmiði verður náð 31. okt. nk. þegar 5. félagið sameinast því sem til varð 1998. Ég hef löngu samfærst um að þessi vinna mín hefur skilað margvíslegum árangri fyrir launþega hér á svæðinu.
Með sömu rökum er ég samfærð um að við sem þjóð eigum að auka samvinnu og samstarf við þjóðir í okkar heimshluta og á þeim forsendum hef ég um árabil verið fylgjandi inngöngu í ESB. Þar sem það er viðurkennt af fjölmörgum sérfræðingum hérlendis og erlendis að lántaka okkar Íslendinga hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sé skásti kosturinn af nokkrum slæmum, já jafnvel eini kosturinn í stöðunni, þá er ég fylgjandi því að við störfum áfram með sjóðnum. Varðandi ICESAVE, þá tel ég að búið sé að gera þvílíkan óskapnað úr því máli að þjóðin sé að mörgu leiti hætt að sjá skóginn fyrir trjánum.
Þú talar um hæli Baldvin og ég kýs að taka þau orð ekki nærri mér, einfaldlega vegna þess að þetta eru vanhugsuð orð sem sett eru fram þegar rök eru þrotin. Við skulum öll í lengstu lög, varast að detta í svona pytti í okkar málflutningi.
Óskhyggjustjórnmál má mín vegna kalla draumórastjórnmál og það er sennilega enn réttara orð yfir þá óra sem fólk er komið með þegar leitað er í örvæntingu að útgönguleið úr því öngstræti sem við sem þjóð erum komin í. Ég tel að löngu sé tímabært að fólk vakni af draumórum sem orðið hafa til í reiði og uppgjöf og horfi með köldu og raunsæju mati á stöðuna. Þá fyrst er hægt að tala saman og ræða málin, koma sér saman um leiðir sem auðvelda okkur næstu árin. Samstaða er ætíð betri en sundrung og nú verðum við að standa saman og vinna, en hætta að æpa öskureið á torgum eftir athygli sem oftast er skammvinn.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.10.2009 kl. 11:43
Teitur minn, þakka þér fyrir allar þessar persónulegu ábendingar um hvernig best væri fyrir mig að hegða mér. Ég dáist að því hvernig þér tekst að greina mig sem manneskju þetta ítarlega að virðist út frá þessu bloggi hérna.
Ég hef vissulega gerst sekur um það um það bil tvisvar sinnum hérna á þessu bloggi að gefa yfirlýsingar eða fullyrðingar sem reyndust síðan alrangar. Þegar það kom upp þá baðst ég umsvifalaust afsökunar, þar sem að mínar heimildir hefðu einfaldlega verið rangar. Heimildirnar um að AGS lánið hafi verið lagt inn á reikning hjá Seðlabanka Bandaríkjanna til þess að verja krónuna fyrir gengissveiflum eru hins vegar ekki upplýsingar sem að hafa farið lágt. Voru í öllum fjölmiðlum í nokkrar vikur á þeim tíma sem að fyrsti hluti lánsins var veittur. Síðan fréttist það innan úr Seðlabanka Íslands að þá þegar (snemma í vor) væri stór hluti lánsins farinn í að verja krónuna (og vegna þess vaxtamunar sem ég nefni hér að ofan) og að áfram stemmdi í það sama. Þessar fréttir hafa enga athygli fengið að virðist og aðspurð, meðal annars á Alþingi, hefur ríkisstjórnin engu viljað um þetta svara.
Ég afneita því alfarið að ég sé að berja mér á brjóst, enda hvergi reynt að nýta mér skoðun mína til þess að gera mig að merkilegum pappír. Ég geri mér fulla grein fyrir smæð minni í samfélagi manna. Ég hef hins vegar verið að eiga við mikla gremju og sárindi yfir því hvernig allt þróaðist hér og er enn að. Það eru engar ýkjur hjá þér, gremjan veldur því oft að ég nota stærri orð en ég myndi mögulega gera á öðrum vettvangi, tilgangurinn er hins vegar alveg skýr. Að vekja aðra til umhugsunar um meðal annars þær margvíslegu blekkingar sem enn er við að eiga hér á klakanum.
Ég vil einnig nota þetta tækifæri til þess að biðja þig Teitur fyrir mína hönd afsökunar á örlögum Borgarahreyfingarinnar. Ég gerði sem ég gat til að afstýra þeim, en svo fór sem fór og ég græt það enn. Þingmennina hins vegar styð ég heilshugar áfram og hef verið afar ánægður með öll þeirra störf hingað til, að undanskyldri atkvæðagreiðslunni um aðildarviðræður við ESB. Ég hefði mögulega verið sammála þeim um niðurstöðuna ef hún hefði verið kynnt fyrir félögum í Borgarahreyfingunni, en framkvæmdin á því máli var alröng og pólitísk. Eitthvað sem að BH ætlaði að takast á við og breyta, en ekki ástunda.
Borgarahreyfingin varð til í dramatík og eðlilegt að hún liti enn fólkið sem að stofnuninni kom. Það er afar dramatískt að búa í þessu samfélagi manna og þurfa að sjá og upplifa enn á hverjum degi, hvernig gæðum samfélagsins er misskipt. Það er mjög dramatískt. Það eru hins vegar mikil ósannindi að þingmennirnir hafi ekki ástundað pólitík á þeim vettvangi sem að hún er ástunduð. Þar hafa þau staðið sig afar vel og þakka ég til að mynda Þór Saari, ásamt fleirum, það að fyrirvararnir komust í gegn gagnvart Icesave samningnum.
Stjórnlagaþingið er fyrir mér risastórt mál, mál sem liggur mikið á að keyra í gegn. Það er eitt stærsta skrefið í því að hefja hér tiltektina í bæði stjórnmálunum sem og embættismanna kerfinu. Ég er þér því ósammála um að það sé ekki áríðandi að fara af stað með það hið allra fyrsta.
Ég ætla ekki að treysta mér til þess að leggja mat á greind þína Teitur út frá þessum litlu kynnum mínum af þér hér í netheimum, en tel þig vera að minnsta kosti vel meinandi. Það er vel.
Um mig skal segja, að ég hef reynt að lifa eftir því, svona um það bil síðustu 15 árin eða svo, að viðurkenna frekar fávisku mína og leita svara.
Ég hlýt því að teljast fávís fremur en lævís.
Baldvin Jónsson, 8.10.2009 kl. 12:38
Tilvísun mín Hólmfríður í að handhafar sannleikans, eins og þú telur þig geta talað sem handhafa fyrir, hafi gjarnan endað á hæli átti aðeins að vera góðfúslegt varnaðarorð vegna tilvísunar þinnar í að skrif þín séu sannleikurinn.
Það er að mínu mati betra að efast stöðugt en að ætla að treysta því að maður hafi komist yfir endanlegan sannleika.
Baldvin Jónsson, 8.10.2009 kl. 12:42
Ég er ekki handhafi hins endanlega sannleika og mjög langt er þar frá, get þó ekki lítið framhjá því að staða okkar hér er þröng að ég tel mig ekki geta gert annað en viðurkennt það sem sannleika. Með hliðsjón af minni heildarsýn á heiminn og mitt nær umhverfi, þá tel ég og hef raunar gert mánuðum saman, að lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sé okkar eina færa leið nú. Ég má ekki til þess hugsa að við verðum hér sem einangruð þjóð frá um heiminum á viðskiptalegum forsendum. Það voru viðskipti við útlönd sem komu okkur úr aldalangri einangrun og kom okkur á lappirnar fjárhagslega fyrir rúmri öld eða svo. Við sem nú lifum, verðum að gæta þess að hörfa ekki til baka um marga áratugi, þó við séum reið og svekkt sem stendur og er mjög skiljanlegt.
Föðurafi minn Tryggvi Bjarnason, var mikill framfaramaður hér í minni heimabyggð og lagði gjörva hönd á að koma hér á fót viðskipta og þjónustufyrirtækjum, í upphafi 20 aldarinnar. Hann sat á Alþingi 2 sumur og má finna mynd og stutta persónu og starfslýsingu um hann á Alþingisvefnum. Hvað hefði hann lagt til og hvernig hefði hann tekið á málum? Sú spurning hefur oft reynst mér haldgóð og fengið mig til að horfa heilstætt á málin.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.10.2009 kl. 17:34
Ég er þér Baldvin og mörgum fleirum fyllilega sammála með að hið allra fyrsta skuli efnt til Stjórnlagaþings og tel að endurskoðum stjórnarskrárinnar sé grundvöllur og undirstaða undir gjörbreytingum á okkar samfélagi.
Ég fagna því ef umræðan um þetta mikla framfaramál okkar er að hefjast á ný. Ég mundi telja það stórt og verðugt verkefni fyrir hóp eins og ykkur hjá Hreyfingunni (Borgarhreyfingunni) að taka stjórnarskrármálið myndarlega á dagskrá að nýju.
Þá er ég að tala um að taka það mál út fyrir sviga gagnvart þingmönnum ykkar og fara fram með málið á þverpóiltýskum forsendum. Stjórnarskrármálið á fylgendur í öllum stjórnmálaflokkum og þar er ekki vert að blanda það öðrum málum.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.10.2009 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.