Mér er slétt sama hver vinnur á Mogganum. Hvers vegna eru allir fastir í því?? Morgunblaðið - blað ALLRA ÚTVEGSMANNA hlýtur að verða nýja slagorðið
24.9.2009 | 19:36
Merkilegt nokk, en mér líður einhvern veginn eins og Búsáhaldabyltingin hafi einfaldlega skilað nákvæmlega engum árangri. Þessi frétt er í besta falli bara rúsínan í pylsuendanum samt, og að mínu mati ekkert sérstaklega merkileg svo sem. Morgunblaðið hefur fyrir mér alla tíð verið blað Sjálfstæðismanna og hefur nú að virðist ákveðið að færa sig í enn þrengri þjónustuhóp, og þjónusta sérstaklega útvegsmenn landsins. Að verða handbendi LÍÚ formlega.
Það er að minnsta kosti fínt að vita bara skýrt að hverju maður gengur, það er ákveðið gagnsæi í því.
Mér liggja tvær spurningar mun sterkar á hjarta, en hver verður ritstsjóri einhvers dagblaðs.
1. Hvers vegna ræður AGS hér enn öllum hnútum?
2. Hvers vegna er það svo, að sama hversu oft lýðurinn byltir valdhöfum í heiminum, að þá vinna samt alltaf nýlenduherrarnir - hinir raunverulegu olígarkar - alltaf samt?
Meðan að okkur tekst ekki að breyta háttum hér þannig að fyrri spurningin verður ekki lengur í gildi, mun hér fátt breytast til batnaðar. Íslensk fyrirtæki munu halda áfram að fara á hausinn umvörpum. Hvers vegna? Jú, vegna þess að hlutverk AGS er að reka stefnu sem að tryggir nýlenduherrunum (svarið við seinni spurningunni minni að hluta) meiri eignir í heiminum.
Ætlar fólk hér ekkert að vakna? Ætlar fólkið hér að láta olígarkana áfram stýra umræðunni hér þannig að við veltum okkur af áfergju upp úr því hver er rekin og ráðin á dagblaði?
Sat með góðum félaga í vikunni og var að velta seinni spurningunni hér að ofan fyrir mér með honum. Hann rifjaði upp fyrir mér að þessi heimsmynd væri ekki einhver ný vísindi eða hugmynd. Aristóteles skýrði þetta fyrir um 2400 árum síðan.
Hann benti á að kerfið færi alltaf í ákveðinn hring, réttara sagt þríhyrning og myndi seint virka til þess að færa jöfnuð til fólksins. Kerfið sem er útfært af valdhöfum til þess að halda völdum, virkar einmitt þannig. Þó að stundum komi nýjir sýnilegir valdhafar, þá er það bara leiksýning.
Hinir raunverulegu valdhafar eru enn að virðist - og fátt sem virðist ætla að breyta því - nýlendufjölskyldurnar. Þessar sömu og hafa stýrt öllu í heiminum að minnsta kosti síðustu 300 árin eða svo.
Við hin - við erum áfram bara sauðir að virðist
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, það máttu líka !
En , ég er ekki viss um að skilaboðin til útlanda séu þau réttu með því ráða höfund bankahrunsins til þessa starfs.
Allavega segir það mér hvernig þessi öfl innan sjálfstæðisflokksins líta á fólkið sem voru áskrifendur blaðsins !
Hverjir eru eigendur Morgunblaðsins í dag ?
Jú, Þorgeir Baldursson einn af ICESAVE liðinu, ætti að sækja peninga til hans ! Þú segir Þór Saari frá þessum manni ?
Þorsteinn Már Baldvinsson , kvótgreifi og LÍÚ maður !
Guðbjörg Matthísdóttir, ekkjan (sem var svo heppin korter fyrir hrun að fá allt sem hún átti í sjóð 9 í Glitni) . 'Ahöld eru um að þessi kona hafi farið með peninga í gegnum skattaparadís til að þurfa ekki að borga skatta !
Óskar Magnússon er frægastur fyrir að geta ekki rekið neinn fjölmiðil (stöð 3 , DV og Viðskiptablaðið)
JR (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:34
mér finnst reyndar mjög merkilegt að ráðning á ritstjóra á blað í einkaeigu sé fyrsta frétt á meðan önnur frétt er að hér sé allt að fara til fjandans. er þetta ekki svona gott dæmi um séð og heyrt fréttamennsku og frétta áhuga landsmanna? að það sé merkilegra hvað Dabbi sé að gera heldur en að hér séu okurvextir, atvinnulífið að lamast og almenningur á leið í gjaldþort?
Fannar frá Rifi, 24.9.2009 kl. 23:13
Þú er hreint ótrúleg rassasleikja Baldvin, ég hefði ekki trúað því fyrir nokkrum mánuðum. - Eða þykist þú nú ekki þekkja sögu einkavæðingar Landsbankans og ICESAVE? - og Alfa og Omega alls sem leiddi til hrunsins og alls sem ekki var gert en hefði getað styrkt stöðu okkar? Æltar þú að láta sem Davíð nokkur Oddsson beri ekki ábyrgð á atburðarásinni sem varð þess valdandi að AGS er hér? - Hvað vantar þig hjá Dabba?
Gunnar (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:14
Ég er svo hjartanlega sammála þessari færslu þinni. Látum smápeðin eiga sig og horfum á heildarmyndina. Hver ræður á Íslandi í raun. Núna vitum við þó að LÍÚ klíkan ræður hjá Mogganum.
Helga Þórðardóttir, 25.9.2009 kl. 01:02
Sammála Baldvin. Ég ætla að halda áskrift minni áfram amk enn um sinn. Mig langar að sjá hvað Davíð hefur fram að færa, ef ekki annað, þá er hann ágætis penni og ætti að geta skrifað þokkalega leiðara. Maður veit þó amk hvernig þeir eru á litinn og getur lesið samkvæmt því. Ef hann hinsvegar hættir með sunnudagskrossgátuna, þá eru "all bets off".
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 25.9.2009 kl. 01:58
Bjóstu virkilega við því að þetta lið sem stóð fyrir uppþotunum síðasta haust myndi koma einhverju til leiðar? Hörður Torfa og Bubbi Morthens? Ok. ný stjórnmálahreyfing, en hún dó á leifturhraða, aldrei áður hefur stjórnmálahreyfing runnið út í sandinn jafn hratt.
Ný ríkisstjórn, en líklega sú slappasta sem sögur fara af. Búsáhaldafólkið fékk það sem það vildi. Vexti enn jafn háir og þegar lagt var af stað. Atvinnuleysi að aukast. Þjónusta við borgarana að skerðast....
Yfirlýsingar ríkisstjórnar s.s. eins og skjaldborg um heimilin hljómar í besta falli kjánaleg. "glæsileg niðurstaða í icesave" segir líka sitt um verk ríkisstjórnarinnar.
Eini opinberi aðilinn sem hefur eitthvað hreyft við AGS var Davíð Oddsson, svo því sé haldið til haga. Jóhanna og Steingrímur J. töldu þetta forsendu uppbyggingar að fá þá til samstarfs. Þetta tóku uppreisnarmenn í búsáhaldadeild samfylkingar og VG undir.
Morgunblaðið hefur ekki alltaf stutt stefnu Sjálfstæðisflokksins. Verið esb sinnað blað. Hefur líka verið á móti kvótanum. Nú hefur reyndar komið á daginn að ríkisstjórnarflokkarnir ætla sér ekki að skera upp kvótakerfið. Þeir sjá að það kerfi virkar vel.
Nýjir eigendur MBL þurftu að skera niður. Efni blaðsins er ekki það mikið að það kalli á starfslið upp á 150-200 manns. Eins og Jóhannes í Bónus sagði, þá er þetta að stórum hluta auglýsingar, minningagreinar og slíkt. Vefurinn er sterkur hjá MBL. Honum er haldið úti af lesendum sjálfum.
Margir tala nú með eldmóð í brjósti um að nú þurfi að stofna frjálsan fjölmiðil!!!!! Hvernig fór með 365? Hvað eru miklar afskriftir á bakvið það fyirrtæki? Hvað hefur Árvakur fengið mikið? 24 stundir? RUV var ohf vætt, það tók þá hálft ár að þurfa að fá aukafjárveitingu. Ef menn vilja henda peningum út um gluggann, þá setja menn það í fjölmiðlun.
Netmiðlar eins og Eyjan eru öflugir miðlar, en vandamálið við þá er að enginn verður mjög ríkur á að halda úti slíkum miðli. Það þarf að halda þeim úti af ákveðinni hugsjón.
Miðað við viðbrögðin við ráðningu Davíðs á MBL er engin hætta á öðru en að lestur blaðsins eigi eftir að aukast. Þeir sem styðja sjálfstæðisflokkinn eiga eftir að kaupa blaðið, þeir sem eru á móti davíð eiga eftir að lesa blaðið upp til agna til að finna á þvi veika bletti.
joi (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 11:01
Þú segir að búsáhalda "byltingin" hafi engu skilað?? Hún skilaði almenningi ömurlegri kommunistastjórn sem er síst skárri en sú sem fyrir var því Vinstri Gramir eru svo fokking heimskir að það má ekkert gera hér til atvinnuuppbyggigar nema það samrýmist þeirra pólítísku skoðun sem á akkúrat engu máli að skipta í ástandi eins og við búum við í dag. Í örðu lagi skilaði "byltingin " okkur handónýtri borgarahreyfingu sem hefur sett heimsmet í að stúta sjálfri sér og brjóta öll gefin loforð ásamt að stunda mannorðsmorð á þeim sem þó vilja halda orð sín.Þú getur ekki sagt að "byltingin hafi engu skilað því hún á stóran þátt í því að allt er farið til helvítis hérna vegna einhverra hugsjónahippa sem ekkert geta nema mótmælt en hafa svo engar lausnir þegar þeim tekst´ætlunarverk sitt.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 11:16
Gunnar, ég ítreka að ég veit ekki hver þú ert og finnst því skrítið að lesa hér ítrekað eftir þig athugasemdir sem snúast um mig sem persónu. En eins og ég svaraði þér síðast, þú ert augljóslega AFAR LÉLEGUR mannþekkjari.
Færslan hér að ofan snýst einfaldlega ekki um Davíð eða moggann. Hún snýst um það hvernig ömurlegu ástandi þjóðarinnar á að ýta til hliðar, til þess að fjalla um hvaða lið stýrir mogganum. Það vita allir núna hver stýrir þar og það er þá amk ákveðið gagnsæi í því. Það veit hins vegar enginn ennþá hvernig á að aðstoða fölskyldurnar sem eru í þúsunda vís að fara að missa heimilin sín.
Davíð Oddsson er án vafa ofmetnasti einstaklingur á Íslandi í dag.
Jói, ágætis útrásar reiðilestur hjá þér. En hvaða lausnir leggur þú til málanna?
Ragnar Örn, Búsáhaldabyltingin sem að ég tók þátt í snérist ekki um að koma á enn einni ríkisstjórninni. Hún snérist um að koma á utanþingsstjórn sérfræðinga til þess að stýra hér málum í gegnum sérþekkingu á krísustjórn og fjármálastjórn.
Búsahaldabyltingunni var því miður bara rænt af VG og Samfylkingarliðum sem vildu aðeins koma sínu fólki til valda. Það breyttist að sjálfsögðu ekkert með því, breytist ekki á meðan að AGS stýrir hér landinu.
Baldvin Jónsson, 25.9.2009 kl. 12:18
Heyr, heyr!
Það var skelfilegt að verða vitni að því í gær hvernig "illa hæfir" fréttamenn beindu athygli almennings að Hrísmónum og frá okkar raunverulegu vandamálum.
Helga (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 12:51
Málið er einmitt þetta.
Byltingin skilaði bara öðrum valdherrum sem hafa raðað í kringum sig nýju "sínu fólki" og er algerlega ófært um að taka ákvarðanir sem vinna almenningi heilla.
Ég hef lengi haldið fram að við þurfum að fara að skoða okkar valdakerfi, gegnumsneitt. Ríkisbáknið þenst út með stofnunum um allt sem fyllt eru fólki sem hafa "réttar" tengingar.
Gamalt kosningakerfi sem tryggir stöðu þeirra sem fyrir sitja, flokka og einstaklinga.
Lýðræðið hér er ekki að virka og þess vegna var hávær krafa um Stjórnlagaþing og endurskoðun stjórnarskrárinnar, í höndum venjulegs fólks sem er tilbúið að vinna verkin.
AGS er ekki meinið hér, eða ESB. Meinið er það að við erum ennþá "best í heimi" í hugum sumra sem telja engu þurfa að breyta öðru en að beygja milli hægri og vinstri.
Eldgömul og STEINGELD hugsun.
Í hugum almennings snýst þetta ekki um hægri eða vinstri, heldur um lífskjör fyrir sig og afkomendur sína!!!
Magnús Þór Jónsson, 25.9.2009 kl. 13:06
Já Magnús Þór, raunverulegt stjórnlagaþing er ennþá eitt mikilvægasta málið. En það má ekki vera í formi þessarar hugmyndar stjórnarinnar að stjórnlagaþingið verði einungis ráðgefandi. Það tryggir þjóðinni nákvæmlega ekkert!
Ég er hins vegar afar ósammála þér með AGS og ESB, eins og oft hefur komið fram hjá mér. AGS er ein helsta undirstaða núverandi vanda.
Baldvin Jónsson, 25.9.2009 kl. 13:17
Sammála þér Baldvin með hugmyndir stjórnarinnar. Þær eru marklausar.
Þú mátt ekki misskilja mig með það að ég telji AGS ekki vera stóran vanda, hann er mjög stór. En STÓRI vandinn er mislukkað lýðræði landsins og okkar ágæta siðferði varðandi mannaráðningar og stjórn almannafjár.
Því hvort sem AGS kemur eða fer, verðum við að fara finna fólk sem hægt er að treysta til að stjórna landinu fyrir almenning.
Það er stóra málið. Hver getur stjórnað Íslandi fyrir almenning og þarmeð tekið stórar ákvarðanir út frá heill fjöldans en ekki fárra útvalinna.
Ef húsið mitt er illa skemmt verð ég að byrja á að finna smið sem ég treysti til að laga það. Ef ég finn engan almennilegan smið verður húsið bara lagað af fúskurum og það er ekki það sama....
Magnús Þór Jónsson, 25.9.2009 kl. 15:47
Baldvin, ég sé nú ekki að " snillingarnir ´" í borgarahreyfingunni séu neitt betri en hitt hyskið á þingi og borgarahreyfingin er jú svo sannarlega afsprengi hippabyltigarinnar og árangurinn sjá allir sem það vilja. Með moggann þá er bara fínt að vita það svona hreint út að hann er og verður sorprit Davíðs og Líú mafíunnar.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 16:46
það hefur ekkert breyst.
búsáhaldabyltingin reyndist bara vera lýðræðisorgía. svo heldur lífið bara áfram, jafn maðkétið og áður. skjaldborgarríkisstjórnin hummar fram af sér málin og gjaldborginni viðhaldið.
Brjánn Guðjónsson, 25.9.2009 kl. 19:29
Baldvin.
Þú ert eftir allt ekki alvöru !
Veistu hvað það merkir ?
Þú ert eins og svo margir í eihverrri afneitun !!!!
Feyir gefðu hvað gerir þú ?
Veistu ekki að við eigum ekki í neinum eðlelegum viðskiptum við önnur lönd ?
JR (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 22:19
Ragnar Örn, "snillingarnir" eins og þú kallar fyrrum þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa að mínu mati staðið sig alveg gríðarlega vel á þinginu í sumar. Þau hafa svo sannarlega verið þar "opinn gluggi út á Austurvöll" og áttu meðal annars stóran þátt í því að Icesave málið var tekið til umfjöllunar á þinginu. Það mál átti bara að matreiða eftir hentisemi og selja Alþingi að það væri öllum fyrir bestu að samþykkja það bara möglunarlaust.
Bara það mál eitt og sér hjá þingmönnunum gæti hafa sparað þjóðinni hundruði milljarða þegar upi er staðið.
JR: Þar sem að ég hef ekki hugmynd um hver þú ert, hvernig ætti ég þá að vita hvað þú meinar eða merkir?
Persónulegt álit nafnleysingja á mér hefur nákvæmlega engan trúverðugleika. Það að ég hafi í einhverju (sem þú tilgreinir ekki) aðrar skoðanir en þú, setur mig ekki endilega í afneitun. Hefurðu fengið sérfræðiaðstoð til að athuga hvort að þú ert sjálf/ur í afneitun?
Þú veist hvað "þeir" segja, Self-Deception is very hard to spot - by yourself
Baldvin Jónsson, 26.9.2009 kl. 00:27
mikið skrafað hér en ég vill enþá halda fram að síðasti vetur hafi eða muni breyta öllu stjórnkerfi hér, hvorki er ég á mála hjá XD eða VG og gagnrýni sittjandi ríkistjórn mikið þó kannski ekki jafn mikið og ríkisstjórnir undanfarinna 18 ára !
og því vel ég að taka ekki þátt í "hefðbundnu" flokksstarfi (nema að kjósa í prófkjörum) og síðastur til að heltast úr lestinni var Borgarahreyfinginn er hún var "flokks-vædd" á landsfundi
EN þau völdu sinn veg og ég hef fullan rétt á að velja minn veg, og minn vegur er td ekki að semja um ESB meðan IMF og ESB standa með fótinn á hálsi okkar vegna Icesave, finnst það bara ekki tímabært og vill sjá betur hverslags "klúbb" ég er að sækja um inngöngu í, því ekki vill ég vera með Stóru Strákunum ef þeir ástunda að níða minnimáttar, okkar rödd hefur td nánast ekkert heyrst um Icesave-ið.
EN nú horfir til betri tíðar með fisk í haga því td InDefens er að fara að fá áheyrn með sinn málfluttning á HOLLENSKA ÞINGINU og á fleiri "ráðandi" stöðum í Hollandi, það er hvergi tímabært að sækja um inngöngu í ESB eða að samþykkja Ríkisábyrgð á Icesave, sakamál sem er í rannsókn !
Grétar Eir (IP-tala skráð) 26.9.2009 kl. 14:49
Það er mikið auðveldara að sofa bara og kenna svo DO um allt.
Ok hér er það sem enginn vill sjá. Við fengum frelsi til að gera það sem við vildum. Við tókum frelsið og nauðguðum því. Engin hugsun var sett í framtíðina. Ekki kennum við Wright bræðum um 911 eða öll flugslys sem verða.
ESB, ABS, CNN eða KGB inngöngur munu ekki breyta neinu. Það er þjóðarsálin sem er fokkt. Labbaðu bara inn á næstu skólalóð og sjáðu hvað margir af nemendunum eru á nýjum bíl. Þeir eru allir með dýrar ferðavélar til að taka glósur. Þori ég að veðja að meira en 50% þeirra eru iPhone líka? Já. Bruðl. Getum við kennt DO um þetta? Við getum reynt en svona er þetta búið að vera síðan við ösnuðumst útúr torfkofunum.
Við erum líkari Grænlendingum en við kærum okkur um. Þeim var hent inn í siðmenningu sem þeir vissu ekki hvað þeir áttu að gera við. Sama kom fyrir okkur með seinna stríðinu. Stríðsskaðabætur sem gerðu meiri skaða en stríðið sjálft. Við unnum ekki fyrir þeim umbótum sem urðu á árunum eftir stríð og það skilaði sér inn í sálina okkar. Við viljum allt það besta án þess að færa fórnir.
Það er engin skyndilausn til.
JG (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.