Opið bréf til félaga í Borgarahreyfingunni og allra sem láta sig hreyfinguna varða

Þetta bréf var sent á tölvupósti á alla skráða félaga Borgarahreyfingarinnar.

Kæri félagi Borgarahreyfingarinnar.
Eins og kynnt hefur verið, verður landsfundur Borgarahreyfingarinnar
haldinn á laugardaginn komandi, 12. september 2009, á Grand Hótel í
Sigtúni, í fundarsalnum Hvammi.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Setning fundar - Klukkan - 09:00
2. Kjör fundarstjóra og ritara
3. Skýrsla stjórnar
4. Skýrsla þingmanna
5. Lagabreytingar Klukkan – 10:00
6. Hádegishlé Klukkan - 12:15 – 13:00
7. World Cafe hugmyndavinna Klukkan 13:00 – 15:00
8. Kynning frambjóðenda til stjórnar Klukkan 15:00 – 16:00
9. Stjórnarkjör Klukkan 16:00
10. Kjörnir 2 skoðunarmenn reikninga
11. Ályktanir landsfundar
12. Hlé Klukkan 19:00
13. Kvöldverður og skemmtiatriði í Kornhlöðunni. Húsið opnar klukkan 20:00
Pizzahlaðborð og Salat. 2.500 krónur á mann.

Fyrirkomulag stjórnarkjörs er á þann veg að frambjóðendur til stjórnar geta
boðið sig fram allt fram að stjórnarkjöri. Allir félagar í
Borgarahreyfingunni sem skráðir eru í hreyfinguna fyrir miðnætti að kvöldi
fimmtudagsins 10. september 2009, eru kjörgengir sem frambjóðendur sem og
hafa þeir atkvæðisrétt á landsfundinum.

Fyrir þá sem ekki hafa tök á því að mæta á landsfundinn, verður hægt að
taka þátt í stjórnarkosningunni í gegnum netkosningu. Sendur verður út kóði
í hlekk á föstudeginum, sem að verður virkur á laugardeginum um leið og
stjórnarkjör hefst.
Við viljum þó sterklega hvetja alla félaga hreyfingarinnar til þess að mæta
og setja mark sitt á landsfundinn. Því fleiri sem mæta, því lýðræðislegri
verður fundurinn okkar.

Nánari upplýsingar um landsfundinn má finna á heimasíðunni okkar
http://xo.is
Einnig er hægt að hringja á skrifstofuna í síma 511-1944 eða í mig í
892-3330

Vona að þú sjáir þér fært að mæta.

Kær kveðja,
f.h. stjórnar Borgarahreyfingarinnar,
Baldvin Jónsson.


mbl.is Borgarahreyfingin sem grasrótarafl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætla að mæta á landsfundinn, ég var að spá í kostnaðinn.  Hvað kostar það að mæta?  Er eitthvað landsfundargjald?  Fyrir utan þennan Pizza kvöldverð????

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.9.2009 kl. 01:54

2 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Kostar ekkert á fundinn, við borgum þann kostnað.  Eina sem þú þarft að leggja út fyrir er kvöldverðurinn ef þú vilt mæta á hann.  Hlakka til að sjá þig

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 10.9.2009 kl. 01:57

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

Já og við bjóðum líka upp á súpu í hádegismatnum :)

Baldvin Jónsson, 10.9.2009 kl. 02:04

4 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Já, súpan gleymdi að taka það fram. Og til að gera þetta enn meira aðlaðandi, verða skonsur með reyktum laxi með eftirmiðdagskaffinu

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 10.9.2009 kl. 02:06

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk, fyrir bæði tvö..   ég hlakka líka til þess að hitta marga sem í hreyfingunni eru.  Mér er ekki illa við neinn, en mér líkar allavega vel við þig Baldvin, og Ingu hef ég þekkt í allavega 10 ár.  Ég þekki líka Lísu frá því í gamla daga.    

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.9.2009 kl. 02:09

6 identicon

Mikið vildi ég vera á landinu fyrir þessa samkomu. Ýmislegt sem ég þyrfti að taka fram...

Skorrdal (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 03:09

7 identicon

Gangi ykkur sem best gömlu félagar!

Herbert Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 08:00

8 Smámynd: 365

Maður bíður eftir lið nr 4 og umræðum um hann.  Annað er léttvægt.

365, 10.9.2009 kl. 16:47

9 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Segiði mér verður hægt að kjósa á netinu um allt sem verður kosið um á fundinum eins og t.d. stjórn, samþyktir og ef breytingatillögur við þær ofl ?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.9.2009 kl. 17:42

10 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Er leyfð einhverskonar aukaaðild að Borgarahreyfingunni svona með málfrelsi og tillögurétti?

Og verður staðan hans Þráins auglýst? Ef einhver ungur róttækur sæktist eftir því.

Ég þykist vita að hann gegni þingmannsstarfi áfram, en þar sem hann hefur að því er virðist sagt sig frá kjósendum sínum og hefur ekki verið með neina opna þingmálafundi, hver tekur þá við erindum sem varða þingmannsembætti 1. þingmanns Borgarahreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður, svona erindum frá almenningi?

Er þingmannsembættið bara gufað upp og fyrnt?

Og hver er réttur kjósenda í þessu þingmannsleysismáli? Er hægt að höfða skaðabótarmál út af þingmannsleysinu?

Það hefði nú ekki þótt góð latína í minni heimabyggð ef t.d. búnaðarþingsfulltrúinn hefði bara gufað upp og sagt skilið við sína umbjóðendur.

Um þetta hef ég verið ítrekað spurður. Svör óskast vegna atkvæðaréttarins.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 10.9.2009 kl. 18:50

11 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 10.9.2009 kl. 19:02

12 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Verður þá eingöngu hægt að kjósa á netinu kl 16.00???

kv, ari

Arinbjörn Kúld, 10.9.2009 kl. 22:02

13 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þorsteinn: Eins og samþykktir hreyfingarinnar eru núna þarf maður að vera félagi í hreyfingunni til þess að hafa þátttökurétt á landsfundinum. Síðasti séns til að ganga í hreyfinguna til þess að hafa hann á landsfundinum á laugardaginn er að ganga í hreyfinguna fyrir miðnætti í kvöld.

Varðandi Þráinn að þá tel ég að hann sé enn í Borgarahreyfingunni, hann sleit hins vegar samstarfinu við hina þingmennina. Það sem þú þarna kemur inn á er hins vegar einmitt hið undarlega ósammræmi í kosningalögunum í dag. Ég get aðeins kosið heila lista skv. þeim, en þingmenn listanna halda síðan engu að síður atkvæðinu kjósi þeir að yfirgefa listann sem þeir tilheyrðu. Þessu þarf að breyta með lögum um persónukjör. Ég VIL fá að kjósa einstaklinga og þá er líka eðlilegt að þeir haldi atkvæðinu mínu.

Netkosningin Arinbjörn er aðeins fyrir stjórnarkjörið.

Baldvin Jónsson, 10.9.2009 kl. 22:23

14 Smámynd: Sævar Finnbogason

Það mikilvægasta er að samþykkja tillögur samþykktahópsins á morgun!!!!!!

Sævar Finnbogason, 11.9.2009 kl. 23:55

15 Smámynd: Baldvin Jónsson

Þar get ég ekki verið sammála þér Sævar.

Það mikilvægasta er augljóslega að hreyfingin taki afstöðu til þess á landsfundi, sem er hennar æðsta vald, hvert hún vill stefna.

Vill Borgarahreyfingin halda sig við það sem lagt var upp með, að berjast fyrir einfaldri stefnuskrá og leggja sig síðan niður þegar markmiðunum er náð eða verður klárlega ekki náð?

Eða vill hún vera með opna og sveigjanlega stefnuskrá sem hægt er að breyta og bæta við, samþykki landsfundur tillögur um það?

Fyrir mér verður við samþykki tillagna samþykktahópsins (sem að ég tók þátt í meðal annars) hreyfingin að tiltölulega hefðbundnum flokki.

Hvað aðgreinir okkur þá frá hinum?

Ég og þú vorum aldrei sammála um þessar áherslur, hvorki á fundum með Lýðveldisbyltingunni né síðar meir. Ég hef aldrei séð hreyfingu sem okkar fyrir mér öðruvísi en sem hit and run framboð.

Og þannig vildi ég helst af öllu hafa hana áfram.

Baldvin Jónsson, 12.9.2009 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband