Þjóðernishyggjan blómstrar á blog.is í skjóli fréttaflutnings mbl.is af fólki "af erlendu bergi brotnu"
7.9.2009 | 22:23
Ég hef oft velt þessu fyrir mér áður og líklega skrifað um það, en hvers vegna er þetta tekið sérstaklega fram?
Ef þetta á að halda áfram að vera viðtekin venja er þá ekki alveg jafn eðlilegt að taka fram að hinn handtekni hafi verið frá "Þorlákshöfn, Selfossi, af Óðinsgötunni eða Kópavogi?"
Mér finnst þetta hlaða fréttina neikvæðni - það liggja engar niðurstöður rannsókna fyrir sem sýna fram á hærri afbrotatíðni hér á landi hjá fólki af erlendu bergi en hjá Íslendingum.
Reynum nú að asnast til að læra að vera góð við hvort annað.
Fundu þýfi metið á milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Láttu mig vita það. Hef bloggað um þetta nokkuð oft og er alltaf jafn reið yfir þessum molbúahætti (og þjóðernishyggju). Reyndar er þetta ekki bara hjá Mogganum sem svona er talað. Þjóðerni afbrotamanna eru gerð góð skil á öllum miðlum svei mér þá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2009 kl. 22:33
Þetta er að mínu viti töluvert vandamál, lýsir undirliggjandi fordómum kannski. Hjó sérstaklega eftir því um daginn í fréttaflutningi af því þegar starfsmaður bensínstöðvar réðst á viðskiptavin, þar var sagt að hann (starfsmaðurinn) hafi verið erlendur, man ekki orðalagið.
Þetta er sona álíka bjánalegt og tiltaka alltaf bíltegund þeirra sem teknir eru fyrir umferðarlagabrot.
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 22:37
Það er magnað að maður í þinni stöðu hafi ekki meira vit en raun ber vitni á afbrotatíðni útlendinga á íslandi í dag.
Því miður eru margir skipulagðir glæpahringir af erlendum uppruna í gangi á Íslandi í dag, þarft ekki annað en að ræða við lögregluna til að fá að vita um aukningu þeirra.
Og nei það eru ekki þannig íslenskir afbrotamenn líka, þeir eru ekki með skipulagða glæpahringi til að brjótast inn eða stela úr búðum heldur er flestir íslenskir afbrotamenn +i dag fárveikir fíklar og alkóhólistar, alla vega um 90% ef ekki meira man ekki töluna nákvæmlega í augnablikinu.
það þekktust ekki svona glæpahringir fyrr en þessir erlendu glæpamenn fóru að streyma inn í landið.
Og því mjög eðlilegt að það sé nefnt.
Borgarinn (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 22:46
Ég get ekki verið meira ósammála Baldvin.
Þetta hleður fréttina af neikvæðni. Þetta er einfaldlega satt og rétt og þannig eiga fréttir að vera. Skýra frá staðreyndum málsins undanbragðalaust burtséð frá því hvort einhverjum hugnast það eður ei.
Breytir þá engu hvort um íslenska útrásarvíkinga er að ræða eða smákrimma og hvað hverjum og einum finnst um fréttaflutninginn.
Staðreyndir málsins eiga að koma fram í fréttum en ekki huglægt mat fréttamanns eða ritstjóra á því hvað sé "boðlegt" lesendum.
ps: Og það má alveg minnast á að brotamaðurinn hafi verið frá Selfossi etc.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 23:39
Baddi og Borgó alltaf jafn hresst lið.
Ómar Ingi, 7.9.2009 kl. 23:43
Held það sé nú alveg ljóst að tíðni afbrota útlendinga eru ekkert umfram hlutfall þeirra af fólksfjölda, ef svo væri get ég gefið ykkur loforð þess efnis að það væri búið að birta þær tölur.
Við erum svona almennt frekar hress þjóð, spillt og fordekrað lið sem keyrir of hratt, drekkur of mikið og svíkur undann skatti.
En vondu mennirnir eru almennt utanbæjarmenn útá landi og í Reykjavík eru það útlendingarnir, sérstaklega skipulagðir glæpamenn.
Ekki Björgúlfsfeðgar eða pólitíkusarnir okkar.
Og væntnalega ekki vanvitinn sem skrifaði þessa grein, illa brogaða sem hún er og vandlesin, það gerir útlendingatvistið í henni svo fyndið eitthvað.
Einhver Ágúst, 7.9.2009 kl. 23:51
Borgarinn er hugrakkur maður/kona skrifandi undir dulnefni Varðandi glæpi þá vil ég bara benda mönnum á að morð miðað við höfðatölu eru jafn algeng hér og á Ítalíu þannig við skulum fara rólega í montið.
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 00:04
Borgari, ekki það að ég ætli að fara að halda því hérna fram að ég stígi eitthvað sérstaklega í vitið - það er öðru nær - hef fremur tengt mig við að vera skemmtilega vitlaus. En geturðu bent mér á einhver haldbær rök fyrir fullyrðingu þinni um hærri glæpatíðni?
Ég nefnilega lagði mig fram við það í fyrra að skoða þetta og þá höfðu hvergi komið fram neinar skýrslur sem vísa til þess. Þvert á móti að þá var nánast upp á nákvæmlega sama hlutfall, glæpatíðnin hjá erlendum gestum hérna og Íslendingum. Þær niðurstöður eru byggðar á félagslegum rannsóknum en ekki áliti einstaklinga á málinu.
En hvaða gáfnafar viltu meina að "maður í minni stöðu" eigi að hafa og hver er sú staða?
Baldvin Jónsson, 8.9.2009 kl. 01:05
Mér finnst að það þurfi að gera greinarmun á útlendingum og fólki að erlendu bergi brotnu. Svo finnst mér líka að það þurfi að gera greinarmun á Reykvíkingum og aðkomumönnum eins og tíðkast í þorpum úti á landi. Alltaf þegar eitthvað miður geðfelt gerist á t.d Akureyri fylgir yfirleitt fréttunum hvort um aðkomumenn hafi verið að ræða.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.9.2009 kl. 01:35
Samkvæmt minni skilgreiningu er útlendingur manneskja sem er ekki Íslendingur. Íslendingar geta verið af erlendu bergi brotnir, en útlendingar eru alltaf útlendingar. Ég vil sjá útlendar glæpaklíkur upptættar hérna á Íslandi, ég vil líka sjá íslenskar glæpaklíkur upprættar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.9.2009 kl. 01:39
Sáuði viðtalið í sjónvarpinu gær við Lögguna eftir fréttir?
Eru þeir rasistar að segja að glæpum hefur fjölgað eftir að útlendingum tók að streyma hér til lands?
Nei kannski ekki.. en þið eruð eflaust á þeirri skoðun að það hefði verið óþarfi að nefna það.. og betra væri að segja "Glæpum hefur fjölgað síðastliðin ár"... en hvað gefur það okkur?
Við viljum ástæðu, og ástæða aukinna glæpa er aukið hlutfall útlendinga í þjóðfélaginu.
Ennfremur til þín Ágúst Már:
Hér er skýrsla frá Fangelsismálastofnun: http://www.fangelsi.is/media/stofnunin/Upplysingar_um_fj._erl.rikisborgara_1995_til_2008_Brot_teirra_og_medaltal.pdf
Skoðaðu liðinn "Fjöldi erlendra ríkisborgara sem eru ekki búsettir hér á landi í afplánun".
Þessi liður sýnir á svörtu og hvítu að hingað flykkist fólk, sem hefur ekki skráða búsetu hérlendis (og eru þar með ekki í vinnu hérna, og hafa ekki íslenska kennitölur), og eru að brjóta af sér.
Tölurnar hafa uþb. tífaldast á 10 árum.
Árið 2008 voru framin 2 morð af útlendingum.
Árið 2007 voru framin 2 morð á landsvísu, í öðru þeirra átti útlendingur í hlut!
Árið 2006 var framið 1 morð á landsvísu, gerandinn var... útlendingur.
Pétur (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 08:26
Einn og einn útlendingur er nóg til að koma af stað fordómum.. mbl og aðrir miðlar á íslandi eru mjög duglegir við að segja: Útlendingur gerði blah
Við munu líka að í hruninu, þá voru það vondir útlendingar sem komu öllu dæminu af stað.. útrásarvíkingar voru saklaus fórnarlömb...
Ég þekki mjög marga útlendinga... allt eðalfólk upp til hópa.
DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 10:32
Ég hef sjálf vogað mér að blogga einmitt um þetta og fengið yfir mig mikið ,,hraun". Ég horfði á Ísland í dag í gær og þar sagði einn lögreglumaðurinn fullum fetum að eftir að útlendingum fjölgaði hefðu glæpir breyst - en alveg án þess að nefna nokkur rök. Þetta er kynþáttahatur sem eykst í kreppunni eins og í síðustu kreppu upp úr 1990. Þá voru Asíubúar allt í einu mjög hataðir fyrir að ,,taka vinnu frá okkur" sem var einmitt sú vinna sem við höfðum alls ekki kært okkur um þar til kreppti að. Netníðingar undir nafni og nafnleysi þurfa að vara sig sem og blaða- og fréttamenn. Nú síðast löggan!! Við vitum alveg hvert slíkt hugarfar fer með okkur. Vitsmunaleg umræða með upplýsingum og rökum er allt annað en að sletta svona mannfyrirlitningu fram.
Valdís Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 11:24
Sammála þér Baldvin. Verðum að forðast að draga fólk í dilka eftir uppruna.
Jón Kristófer Arnarson, 8.9.2009 kl. 12:02
Þetta er einfaldlega gamli smáborgarinn sem er í gangi í þessu... áður en útlendingar fóru að flykkjast hingað þá voru það illmennin í breiðholti eða eitthvað álíka rugl
DoctorE (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:05
Það má finna alvöru smáfréttir í svæðisblöðum um "sá seki var utanbæjarmaður". Á árinu 1967 var frétt í sama blaði að -Negri sást á Langanesi-.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 13:36
Gott er að taka fram að lang stærstur hluti af útlendingum hér á landi er heiðvirt og gott fólk.
Hinsvegar virðist vera því miður, að hingað komi hópar oftast frá a-evrópu í þeim eina tilgangi að brjótast inn og stela og senda síðan þýfið heim þar sem því er komið í verð.
Þeir heiðvirðu innflytjendur sem hér búa vilja þessa glæpahópa burt, eins og allir aðrir. Ég man eftir viðtali á Stöð 2 við pólska stúlku sem hér var í námi sem var undrandi yfir því að margdæmdum samlöndum hennar var hleypt inn í landið. Þetta var fyrir 1 eða 2 árum síðan þegar eitthvað var mikið um handtökur á erlendum aðilum. Og þessi stúlka sagði að hún vildi þessa menn bara burt, þeir settu blett á sig og aðra innflytjendur hér.
Ég var henni algjörlega sammála.
En ég er hinsvegar á því að allar staðreyndir þurfi að koma fram í fréttum. Alveg eins og maður sér í t.d Danmörku af og til að þegar íslendingur brýtur af sér þar að þá er auðvitað tekið fram í fjölmiðlum þar úti að íslendingur braut af sér og það er bara eðlilegt.
kv.
ThoR-E, 8.9.2009 kl. 14:32
Þakka þér fyrir þessa færslu Baldvin. Þessi háttur ýtir undir fordóma. Að mínum dómi er fréttastofa RUV verst í þessu. Kv. B
Baldur Kristjánsson, 8.9.2009 kl. 14:46
Ekki kannast ég við að vera brotinn úr neinu bergi; hvorki innlendu né erlendu. Hljómar eins og verið sé að lýsa tröllum.
Héðinn Björnsson, 8.9.2009 kl. 15:36
Í New York til dæmis er "glæpatíðni" mun meiri meðal svartra íbúa borgarinnar en hvítra, gulra eða brúnna. Þetta vita allir. Samt væri svona fyrirsögn fréttar ótvírætt talin geta vakið fordóma; "Tveir 16 ára drengir (Afro-Americans) voru handteknir í dag, grunaðir um morð."
Málið hefur nefnilega ekkert með hvort viðkomandi hópur sem er tilgreindur sé tölfræðilegra líklegri eða ekki til að fremja glæp. Spurningin er hvernig áhrif fréttin hefur á þá sem lesa hana. Vekur hún með fólki andúð á ákveðnum hópi fólks eða gefur hún til kynna að einn sé betri en annar, beint eða óbeint.
Fræg er sagan af gömlu konunni í lyftunni í háhýsi í Chicago sem pissaði á sig af hræðslu eftir að tveir svartir menn stigu inn í lyftuna. Þeir voru reyndar báðir lögreglumenn.
Það er pottþétt að einhvers konar fordómar leynast með okkur öllum. Það er erfitt að varast þá, einkum fyrir þá sem ekki búa að langri reynslu fjölmenningarlegs samfélags, vegna þess hve þeir eru bundnir tilfinningum okkar frekar en vitsmunum.
Oftast er notast við yfirborðslegar skilgreiningar á fordómum eins og "að dæma fyrirfram" og þess vegna getir þú sagt hvað sem er, svo fremi sem þú dæmir fólk af raunverulegri reynslu.
Því miður er það ekki nóg. Fordómar hafa eiginlega minnst með það sem þú veist að gera, en miklu meira það sem þér finnst tilfinningalega. Viðbrögð þín, eigir þú við fordóma að stríða, eru miklu frekar ósjálfráð, frekar en vitsmunaleg og/eða sjálfráð.
Þess vegna neita því margir að þeir séu haldnir þessum ára og vilja ekki viðurkenna að þeir séu hluti af vandamálinu, því þeir "meina" ekkert illt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.9.2009 kl. 16:33
Skelfing er ég orðinn leiður á þessu bloggi um þjóðrembu og rasisma. Það er eins og sumir séu að slá sig til riddara með þessu tuði, eða að stappa í sig stálinu: ,,Ég er svo góður og víðsýnn að ég tek mér ekki í munn orðið útlendingur”, gætu menn alveg eins sagt. Guð ég þakka þér ........
Það er sérkennilegt að hafa uppi ásakanir um fordóma þótt sumir fjölmiðlar láti þess getið að ofbeldismaður eða þjófur, sem kemst í fréttir, sé erlendur maður. Fólk vill fá þessar upplýsingar, þess vegna eru þær fréttnæmar.
Og það skýtur skökku við að fólk sem er á fullu í þjóðfélagsumræðunni skuli kalla þannig á ritskoðun.
Hvað segja menn um þá staðreynd að hér er nú mun hærra hlutfall manna af erlendum uppruna í fangelsum en sem nemur hlutfalli þeirra af fjölda landsmanna? Er það fréttnæmt, ættum við að ræða hugsanlegar ástæður þess ?
Á þessu eru tvær skýringar mögulegar: Yfirvöld eru svo forhert í þjóðrembu og rasisma að þau leggja sérstaka áherslu á að fangelsa útlendinga. Hinn möguleikinn er að í hópi hingað fluttra séu hlutfallslega fleiri afreksmenn í þjófnuðum og ofbeldisverkum en hjá okkur, fordómafullum Mörlöndum. Ég læt fordómalausum mannvitsbrekkum eftir að ráða þá gátu.
Annars vil ég , eftir því sem lög leyfa, losna við útlenda afbrotamenn og koma þeim í afplánun í þeirra heimalöndum. Ég tími ekki að borga fyrir þá uppihaldið í fangelsum hér, enda dvölin víst ekki gefin. Vona ég að hinir sjálfskipuðu vandlætarar túlki ekki þennan grútarhátt minn sem rasisma.
Haukur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 9.9.2009 kl. 13:36
Haukur vill ódýrt vinnuafl en og kostina og fullyrðir að hér sé prósenta útlendiga í fangelsi hærri en prósenta af íbúum, það er rangt hjá Hauk einfaldlega, þó að nú sé hópur manna í gæsluvarðhaldi og hækki prósentuna tímabundið þá eru engar tölur sem benda til annars.
Einhver Ágúst, 14.9.2009 kl. 22:40
reyndar voru fleiri útlendingar í gæsluvarðhaldi í fyrra heldur en íslendingar.
Það þarf að koma þessum glæpahópum úr landinu, setja blett á heiðvirða innflytjendur.
það hefur verið talað um að þessir glæpahópar séu sendir sérstaklega til landsins til að stela og senda þýfið út.
Þetta er náttúrulega grafalvarleg þróun og gæti ekki verið verra nú þegar lögreglan er fjársvelt og varla í stakk búin til að berjast gegn svona vel skipulögðum hópum.
vona að þessi athugasemd mín geri mig ekki að rasista...? :Þ
ThoR-E, 14.9.2009 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.