Áætlað TAP Orkuveitunnar af sölunni á móti söluandvirðinu, er nú komið í 13-14 MILLJARÐA króna

Í athugasemd við færslu hjá Láru Hönnu komu fram neðangreindar upplýsingar frá Birgi Gíslasyni. Þetta eru of veigamiklar vangaveltur til þess að gera þeim ekki góð skil. Tek mér það bessaleyfi að birta athugasemdina hér.

Sæl Lára,

Eins og þú þá hef ég skoðað þetta Magma / OR mál.  Í framhaldi af þeim fréttum í gær að OR hafi gengið að kauptilboði Magma í hlut OR í HS Orku og 95% hlut Hfj í gegnum OR í sama fyrirtæki.  Ég vil ekki taka svo sterkt til máls að kalla svona gjörninga landráð, heldur vanhæfi stjórnenda opinberra fyrirtækja.

Miðað við það sem fram hefur komið í fjölmiðlum varðandi efni sölusamnings OR til Magma má draga saman þessa niðurstöðu um áhrif hans á rekstur OR.  Það skal tekið fram að ég er ekki endurskoðandi, en það væri fróðlegt að fá álit endurskoðanda með þekkingu á uppgjörsreglum orkufyrirtækja.

Beint sölutap OR af þessum samningi er lauslega áætlað 4,211 milljarðar.  Inn í þeirri upphæð er sölutap upp á 743 milljónir vegna kaupa OR og framsals á hlutum Hafnarfjarðarbæjar (95% hlutur þeirra í HS Orku).

Vaxtaberandi skuldir OR bera allt að 9.325% vexti á ári (sjá árshluta uppjör þeirra 30.06.2009).  Miðað við þá vaxtabirgði félagsins má áætla að nettó vaxtakostnaður OR á hverju ári vegna láns á 70% kaupverðsins sé 657 milljónir á ári, eða 4,601 milljarður næstu 7 árin.  OR er mjög skuldsett félag og þar sem kaupverðið er að meirihluta lánað þá getur OR ekki greitt niður aðrar skuldir sínar á móti, eru í raun að taka lán til að lána Magma, ergo netto vaxtakostnaður OR næstu 7 árin 4,601 milljarður.

Heildartap OR á sölu hlut sínum í HS Orku er því varlega áætlað 8,813 milljarðar króna eða 54% af heildarverðmæti hlutanna beggja (bókfærtverð hlutanna beggja er 16,211 milljarðar en söluverðið er sagt vera 12 milljarðar).

Gengisáhætta OR af 8,4 milljarða (ca 66.9 milljónir USD) láni til Magma er eftirfarandi:  Ef gengi íslensku krónunar styrkist um 10% gegn US dollar, þá þýðir það tap upp á 840 milljónir.  Ef krónan styrkist um 20% er upphæðin 1,680 milljarðar.  Það skal tekið fram að mjög miklar líkur eru á því að gengi krónunar styrkist næstu 7 árin, út á það miðar efnhagsáætlun ríkisins og IMF.

Ég óska eftir því að stjórn OR og/eða fulltrúar eigenda félagsins (borgarfulltrúar) leiðrétti mína útreikninga ef þeir eru rangir, en svona lítur málið út miðað við þær fréttir sem stjórn OR hefur gefið út vegna þessarar sölu.

Ég spyr, ef útreikningar mínir eru réttir, eru hagsmunir eigenda OR borgið með sölu hlutabréfanna til Magma Energy núna, heildartap upp á 8,813 milljarð króna auk hugsanlegs gengistap ef krónan styrkist?

Að lokum vil ég benda á að óbeint eignarhald OR í HS Orku vegna veðs í hlutabréfunum er 22%.  Samræmist það kröfu Samkeppnisstofnunar um að OR megi ekki eiga meira en 10% í félaginu?  Er samningurinn því ekki brot á úrskurði Samkeppnisstofnunar og þar með ólögmætur?  Hvernig hyggst stjórn OR tryggja að veðið rýrni ekki í virði?

Almenningur á Íslandi á rétt á því að efni sölusamningins OR til Magma Energy sé gert opinbert og hlutlaus úttekt á heildarkostnaði af honum verði einnig gerð opinber.  Það er búið að leggja alltof miklar byrðar á þjóðina vegna "díla" sem gerðir eru í skjóli viðskipta- og bankaleyndar.  Opinber fyrirtæki eiga ekki að starfa í skjóli viðskiptaleynda, þetta eru fyrirtæki í eigu almennings.

Þetta mál er svo sannarlega að fá á sig réttnefnið REI II - eina er að þetta virðist vera enn verra og vanhugsaðra mál en REI I.

Ef saman er lagðar þær tölur sem nefndar hafa verið í málinu, tap Orkuveitunnar út frá hógværri 10% ávöxtunarkröfu, upp á 5-6 milljarða að viðbættum þessum 8,8 milljörðum sem hér eru settir fram í athugasemd Birgis Gíslasonar, er óhætt að segja að Orkuveitan er að tapa á þessum sölusamningi að lágmarki 13-14 milljörðum. Væntanlega meira þar sem að þeir munu áfram greiða HS Orku 4,5% af því sem þeir skulda þeim, þar til það lán er uppgreitt.

Þetta mál lyktar af þeirri siðspilltu pólitík sem almenningur var að vona að væri frá að hverfa. Kannski að það þurfi að fara að setja sérstaka áherslu á sveitarstjórnarmálin líka?

Þið getið séð meira um skrif mín um þetta mál hér, hér og hér.  Og enn eina vel rökstudda færslu frá Láru Hönnu um málið hér.

Sameinuð erum við afl - munum það!

"People have a way of becoming what you encourage them to be – not what you nag them to be." --S.N. Parker

Skrifið borgarfulltrúunum okkar, sendið tölvupósta, hringið. Gerið allt sem hægt er til þess að vekja athygli þeirra á því að við erum að fylgjast með og ætlum okkur ekki að leyfa þessu að hverfa. Mótmælið á alla vegu og sjáum til þess að þau geti ekki annað en hætt við. Ef þau gera það ekki, þá höfum við glatað náttúru-auðlind til þrjóta, þá höfum við glatað óbætanlegum verðmætum þjóðarinnar svo Finnur Ingólfs eða álíka skaðræðisgripur geti grætt á hörmungum þjóðarinnar.

Hér eru netföng borgarfulltrúa og staðlaður póstur fyrir þá sem vilja senda þeim staðlað bréf sem samið var af aðilum sem stendur ekki á sama:

Netföng borgarfulltrúa sem hægt er að afrita beint í póstforrit:
vilhjalmurth@reykjavik.is,bjork.vilhelmsdottir@reykjavik.is, dagur.b.eggertsson@reykjavik.is,gisli.marteinn.baldursson@reykjavik.is, borgarstjori@reykjavik.is,jorunn.frimannsdottir@reykjavik.is, jvi@reykjavik.is,kjartan.magnusson@reykjavik.is,oddny@reykjavik.is, olafur.f.magnusson@reykjavik.is,oskar.bergsson@reykjavik.is, sigrun.elsa.smaradottir@reykjavik.is,soley.tomasdottir@reykjavik.is, thorbjorghelga@reykjavik.is,thorleifur.gunnlaugsson@reykjavik.is

Netföng varaborgarfulltrúa sem hægt er að afrita beint í póstforrit:
marsibil@reykjavik.is,sif.sigfusdottir@reykjavik.is, bolli@hi.is,marta.gudjonsdottir@reykjavik.is, ragnar.s@simnet.is,kristjan.gudmundsson@or.is, bjorn.gislason@shs.is, aslaug@sja.is,margret.kristjana.sverrisdottir@reykjavik.is,dofri.hermannsson@reykjavik.is, stefan.johann@islandia.is,steben@internet.is, gerlag@internet.is, hermannv@nordlingaskoli.is

Hugmynd að texta (fengin frá AK-72), ef vill: 

Kæri borgarfulltrúi

Ég hvet þig eindregið til að samþykkja EKKI söluna á HS Orku. Ísland þarf á öllum sínum auðlindum að halda í komandi kreppu og þessi orka verður bara verðmætari eftir því sem á líður. Ég minni á að það styttist í sveitarstjórnarkosningar og það verður örugglega minnt á þetta mál þegar nær dregur, hvernig sem það fer. Mér finnst að hagsmunum Orkuveitunnar og borgarbúa sé illa sinnt með því að selja hlutinn á undirverði.

Virðingarfylls
t"


mbl.is Segir samninga við HS Orku í samræmi við orkulög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Textinn er ekki frá mér heldur fenginn frá truth.blog.is, svo ég sé ekki ásakaður fyrir að taka Hannes Hólmstein á þetta.

AK-72, 2.9.2009 kl. 13:58

2 identicon

Thad er med ólíkindum ad fólk skuli ekki mótmaela thessu.  Held ad fólk geri sér ekki grein fyrir thví hversu alvarlegt thetta er.

Kristín Hildur Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 14:02

3 identicon

http://hilhaf.blog.is/blog/hilhaf/entry/941557/

ES (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 14:54

4 identicon

http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=489cf29f-006a-4fd9-b8f1-3056a64298a9

ES (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 17:14

5 identicon

Mikið er þetta ógeðslegt, ég get ekki annað sagt. Hvenær ætlar fólk að vakna og fatta fyrir hvað Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur standa? Ég vill meina að þeir sem kjósi þessa flokka geri það vegna tilfinninga en ekki vegna vits á pólitík. Menn halda með einhverjum flokkum og það vita pólitíkusarnir sem eru í forsvari fyrir þessa flokka, þess vegna geta þeir gert hvað sem er vitandi það að fíflin koma aftur og aftur og gefa þeim atkvæðið sitt.

Valsól (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 19:53

6 identicon

Ránfuglin notar einmitt tímann núna þegar þjóðin er í sjokki og fátæk til að grípa til sín alla bestu bitanna - "tær snild segja þessir menn og glotta við tönn" - hér er ekki búandi, íslenskir stjórnmálamenn & kerfið er svo ROTIÐ að það hálfa væri nóg.  Helvítis fokking fokk...!   Það vita allir sem standa í fjárfestingum og spá í alheimsmál að dollarinn á eftir að HRYNJA í verðgildi á næstu 3-6 árum, því er það BILUN að miða þennan samning við dollara í stað Evru.  Það virðist ekki vera mikið mál að leika á íslenska sauðinn...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 20:26

7 identicon

Valsól. Við erum að tapa þessu vegna þess að fólk eins og þú horfir ALLTAF fram hjá Samfylkingunni.

http://www.vf.is/Frettir/41491/default.aspx

ES (IP-tala skráð) 2.9.2009 kl. 22:51

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

maður spyr sig, hvaða vitleysingar fyrir tóku þá ákvörðun fyrir hönd OR að kaupa þetta dót?

Ætli svarið sé að verið var að færa skuldir frá einu sveitarfélagi yfir í annað?

góð samsæriskenning væri að Dagur B. hefði keypt sér varaformanns stuðning fram í tíman með svona æfingum. 

Fannar frá Rifi, 3.9.2009 kl. 00:47

9 Smámynd: AK-72

Hafnarfjarðarhluturinn endaði reyndar í fanginu á OR sem átti hlut fyrir í HS, þegar Geysir Green Energy ætlaði að gleypa upp Hitaveitu Suðurnesja, sumarið fyrir REI-málið. Þar var fyrsta atlgan að orku-auðlindum Suðurnesja og átti einmitt að vera til þess að FL Group og GLitnir gætu fengið meiri aur erlendis frá.

AK-72, 3.9.2009 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband