OR TAPAR AÐ LÍKUM 5-6 MILLJÖRÐUM Á VIÐSKIPTUNUM VIÐ MAGMA ENERGY

Samkvæmt viðhengdri frétt eru allar líkur á því að OR sé ekki aðeins að gefa frá sér hlut sinn í auðlindum HS Orku til Magma Energy, heldur ætlar OR í raun að borga með, já BORGA MEÐ viðskiptunum.

Miðað við 10% ávöxtunarkrafa (sem verður að teljast mjög hófleg) er áætlað að OR geti tapað allt að 5-6 milljörðum á viðskiptunum.

Þetta fær mig til að spyrja mig enn og aftur, hver er tilgangur viðskiptanna?
Hverjir standa raunverulega að þeim?
Hvers vegna er fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi að ganga á eftir því að viðskiptin fari fram?

Þetta eru óvinsælar spurningar. Í stað þess að veita mér svör, hafa þeir sem að ég hef skotið þessu að vænt mig um ofsóknarbrjálæði, vænissýki og jafnvel heimsku.

Hvers vegna ekki bara að svara þessu skýrt og taka af allan vafa kæru fulltrúar mínir í OR?


mbl.is Tilboðið óhagstætt fyrir OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Ef þú sást ekki fréttir á RÚV, þá var enn meira bætt við þessa "tæru snilld". Við erum að borga Hafnarfjarðarbæ 4,5% verðtryggða vexti fyrir kaup á hlut þeirra sem við erum að selja með 1,5% óverðtyggðum vöxtum með kúlulánsgreiðslu til 7 ára.

Það er verið að stela þessu og REI-flokkarnir eru að taka þátt í því hvort sem það er heimska frjálshyggjunar eða greiðsla undir borðið.

AK-72, 2.9.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband