Eitt hálmstrá eftir í REI málinu - nei fyrirgefið - HS Orku málinu
31.8.2009 | 18:37
Þetta er svo ótrúlegt upp á að horfa að þetta hlýtur að vera skopleikrit af einhverri ódýrari týpunni. Ég hélt að fólk í borginni hefði kannski lært eitthvað af REI klúðrinu, en svo er augljóslega ekki. Mér finnst Hanna Birna hafa staðið sig afburða vel sem borgarstjóri.
Nú er þetta undir henni og öðrum borgarfulltrúum komið.Samkvæmt samningnum er fyrirvari í honum um samþykki bæjarfélaganna sem að eiga Orkuveituna.
Þetta er síðasti séns til þess að koma í veg fyrir að arðrán auðlindanna hefjist hér fyrir tilstuðlan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Eigum við ekki að gera eitthvað í þessu? Það er okkar að hafa áhrif á borgarfulltrúa.
Samþykktu kauptilboð Magma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Gerandi
Lýðræðis- og umhverfissinni og trúi því enn að jafnvægi náist helst í samfélagi með frjálsum markaði, að því tilskyldu að hið opinbera sinni skyldu sinni við eftirlit. Trúi á að hægt sé að nýta með sjálfbærni náttúruna okkar í meðalhófi, okkur og kynslóðum framtíðarinnar til hagsældar. Áhugamaður um lífið og hugmyndir mannanna um lífið.
Var varaþingmaður Birgittu Jónsdóttur í Reykjavík Suður fyrir Hreyfinguna. Sat í stjórn Borgarahreyfingarinnar og tók þátt í að koma á fót framboði um nýjar hugmyndir. Er félagi þar enn. Starfa með Hreyfingunni sem að nú hefur verið stofnuð og á mér þann draum að allir þeir grasrótarhópar sem eiga sameiginlega hagsmuni í starfi að lýðræðisumbótum, geti sameinast um þau. Ekki spyrja í hvaða liði einhver er - spyrðu frekar hvað hægt sé að gera til þess að koma sameiginlegum hagsmunum okkar allra í gegn. Breytum kerfinu á sama tíma og við breytum okkar eigin hugsunarhætti. Þessi liðahugmynd er okkur öllum afar takmarkandi.
Sendu mér línu, tölvupóstur: baddiblue@gmail.com
Hér verður skrafað bæði um alvöru málsins og lagt fram eitthvað til skemmtunar, a.m.k. mér til skemmtunar :)
340 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 358723
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2013
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Rannsóknarskýrslan
- Hreyfingin
- Birgitta Jónsdóttir
- Þór Saari
- Þórður Björn Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Baldvin Björgvinsson
- Daði Ingólfsson
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Jón Þór Ólafsson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Egill Jóhannsson
- Margrét Sigurðardóttir
- Valgeir Skagfjörð
- Vésteinn Gauti Hauksson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Einhver Ágúst
- Andrés Jónsson
- Arinbjörn Kúld
- Sigurður Hrellir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Bjarni Harðarson
- Marinó G. Njálsson
- Hallur Magnússon
- Fannar frá Rifi
- Sævar Finnbogason
- Ágúst Guðbjartsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Berglind Nanna Ólínudóttir
- Björn Heiðdal
- Bragi Sigurðsson
- Brynjólfur Rafn Fjeldsted
- Báran
- Börkur Hrólfsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- Dofri Hermannsson
- Egill Jón Kristjánsson
- Einar Ben
- Einar Ben
- Einar Sigvaldason
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Elín Sigríður Grétarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fjarki
- Freyr Hólm Ketilsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frosti Sigurjónsson
- Gaukur Úlfarsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Guðmundur Gunnarsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Hjálmar
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Dóra
- Himmalingur
- Hinrik Fjeldsted
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlekkur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Baldursson
- Hulda Lind Eyjólfsdóttir
- Huldukonan
- Héðinn Björnsson
- Hörður B Hjartarson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jóhann Þorsteinsson
- Johann Trast Palmason
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Júlíus Björnsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kokkurinn Ógurlegi
- Konráð Ragnarsson
- Kári Sölmundarson
- LiljaLoga
- Linda
- Magnús Kristjánsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Morgunblaðið
- Mörður Ingólfsson
- Neddi
- Pétur Örn Guðmundsson
- Púkinn
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Guðnadóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Sturluson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steinn Hafliðason
- Sunna Dóra Möller
- Svanur Heiðar Hauksson
- Sveinbjörn Geirsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Tanni Ofurbloggari
- Tilkynning
- Torfi Frans Ólafsson
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Valgarður Guðjónsson
- Vefritid
- Vernharð Þorleifsson
- Viktor Einarsson
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- hreinsamviska
- kreppukallinn
- Námsmaður bloggar
- Árni þór
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Örn Ólafsson
- Óskar
- Óskar Þorkelsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þórður Guðmundsson
- Sigurjón Þórðarson
- Jónas Örn Jónasson
- Magnús Jónsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hulda Elma Guðmundsdóttir
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Guðmundur Bergkvist
- Baldur Gautur Baldursson
- Helga Þórðardóttir
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Sigurður Ingi Kjartansson
- AK-72
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Aron Ingi Ólason
- Alexandra Briem
- Alfreð Símonarson
- Jakob Þór Haraldsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Sveinbjörn Eysteinsson
- Brjánn Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Véfréttin
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Sigurjón
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Sveinn Margeirsson og Rakel Gylfadóttir
- Axel Pétur Axelsson
- Einar Guðjónsson
- Dúa
- Sævar Einarsson
- Hlédís
- Laufey B Waage
- Guðmundur Bogason
- Vaktin
- Ásthildur Jónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Balinn
- Ingifríður Ragna Skúladóttir
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Björn Halldór Björnsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Þorvaldur Geirsson
- Sigurborg Kristín Hannesdóttir
- Birgir Skúlason
- Margrét Rósa Sigurðardóttir
- Jóhannes Þór Skúlason
- Bjarki Steingrímsson
- Varmársamtökin
- Þórólfur Ingvarsson
- Jón Ingi Þorvaldsson
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- BJÖRK
- Madhav Davíð Goyal
Athugasemdir
Þú veist það Baddi minn að OR var skylt að selja hlutinn.
Hvar ríkið á að finna 4 milljarða til að greiða út í hönd fyrir að ganga inn í samninginn veit ég ekki.
Hjá Lögreglunni? Skólunum?
Það sem þarf að tryggja er að þessi sala verði til góðs og skili einhverju. Er það ekki mikilvægara en að binda fé sem þörf er á annarsstaðar?
mbk
Friðjón (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 19:10
Friðjón, það eina góða væri ef kjósendur myndu endanlega afskrifa framsóknarflokkinn í kosningunum næsta vor.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.8.2009 kl. 19:41
Baldvin - take a grip!
Eins vel gefinn og þú ert þá hefur málflutningur þinn í þessu máli verið ótrúlegur!
Orkuveitunni var gert að selja hlut sinn í Magma.
Hluturinn er seldur hæstbjóðanda.
Við fáum strax dýrmæta 4 nýja milljarða inn í hagkerfið.
Við fáum aðra 8 milljarða á núvirði eftir 7 ár.
Til viðbótar mun Magma setyja fjármagn inn í nauðsynlega uppbyggingu - fjármagn sem ekki er til á Íslandi um þessar mundir.
Við leigjum aðgang að orkunni fyrir 4,7 milljarða.
Hvað er eiginlega málið?
Hallur Magnússon, 31.8.2009 kl. 19:52
Baldvin, hvað stendur í undirskrift á síðunni þinni? Þú annaðhvort ert það sem þú segist vera eða ert það ekki. Find a ground for yourself!
hfinity (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 19:53
Það sem mér finnst skelfilegast er að sveitarfélögin skuli geta tekið svona ákvarðanir um sölu auðlinda í þjóðareigu
Ingifríður Ragna Skúladóttir, 31.8.2009 kl. 19:56
Satt segir þú Ingfriður. En Hallur þetta rugl með 4 miljarda og svo 8 eftir 7 ár er heldur rugl. Buin er að selja sál fólksins. Hvað er þá hlut sem almenningur á í þessu? Svo má bætta að 4 og 8 miljaraðar eru ekki mikið penningur orðin. Til sambanbuðra má taka hvað tölu sem er nú á dögum.
Segjum svo að þú ert með einka eign 1 liter af hvert 300 000 litrar eða 1 KwW af hvert 300 000 Kw. Eins gott að penningum eru taldir dagar.
Andrés.si, 31.8.2009 kl. 20:09
Friðjón - það er rétt. Þeim var skylt að selja hann fyrir næstu áramót. Hvað liggur á? 4 milljarða má auðveldlega finna með niðurskurði á til að mynda óteljandi lobbý nefndum sem starfa núna vegna samskipta við ESB. Það væri að minnsta kosti góð byrjun.
Takk Hallur fyrir trú þína á gáfnafari mínu. Við erum hins vegar algerlega á öndverðum meiði augljóslega þegar kemur að afsali auðlindanna okkar frá þjóðinni. Fyrir mér snýst málið um það. Og svo ég endurtaki mig, Orkuveitunni var gert að selja hlutinn fyrir áramót. Ekki fyrir September byrjun.
Takk fyrir áminninguna Gjarnan, ég vil gjarnan vera það sem ég er takk. Það felur hins vegar ekki í sér að ég vilji að auðlindirnar okkar séu teknar yfir af handbendum AGS.
Baldvin Jónsson, 31.8.2009 kl. 20:14
Magma er ekki AGS/IMF
hfinity (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 20:22
Vil minna á Facebook-hóp sem vill vera með í að almenningur kaupi HS Orku: http://www.facebook.com/home.php#/group.php?gid=123082401486
Daði Ingólfsson, 31.8.2009 kl. 20:31
Gjarnan. Í hvaða heimi ertu eiginlega að lifa? Það er vel tengð.Alt þetta Magma, AGS, Brettland, Icesave, NATO þess vegna og fleiri lönd, samtök, stofnanir, leyni sjóðir.....
Andrés.si, 31.8.2009 kl. 20:39
Andrés ert þú samsæriskenninga vitleysingur? Ég þarf ekki að spurja vegna þess að svarið þitt sýnir augljóslega að þú sért það :) hah.
Segðu mér nú hvað eru þessi: Bilderberg, Annunaki, Nibiru, Planet X, New World Order, Anti Christ, UFO ofl ofl hahaha
hfinity (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 20:50
Það þýðir mikið að framkvæmastjóri NATO kom til Íslands deginu áður en Icesave var samþýkkt á alþingi. Svo má ég telja áfram mörgum dæmum, tilfellum alt frá Marcos á Filipseyum auðlindum þeirra, svo Castro á Kubu, fall Jugóslavíu, þar sem seinna meira áttu einmitt Íslendingar þátt í stríði. Fyrrir þann tíma voru Íslendingar bara flutnings aðilar, þegar þarf að flytja vopni til Libiu til dæmis.
Nú er komin að Íslandi og þú hefur orruglega ekki haft áhuga á Zeitgeist. VEit ekkert um Nibiru og Planet X, anti kristar eru vissulega margir, en segja má að UFO má vera bara mynd eða raun diskur. Og Bilderburgar eða New World Order eru bakvíð. Ok???
Andrés.si, 31.8.2009 kl. 21:03
Andrés samsæriskenningar sökka vegna þess að þær hafa engin vísindalega testanleg rök að baki sér. Málið með hitt og þetta fólk er að það er forvitið það er það eina sem er hægt að segja.
Ég hef séð báðar Zeitgeist og er meðlimur í The Zeitgeist Movement, en þar því miður eru engar samsæriskenningar teknar alvarlega heldur er talað um alvöru mál og það útskýrt aðeins nánar.
Þú verður að slaka aðeins á maður.
hfinity (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 21:11
Ég ætla ekki slakka neitt. Það er örrugt. Langtímalega séð hef ég ekki tapað í lífinu, heldur voru ALTAF hugmyndir og kenningar teknir. Því miður oft of seinn.
Bara að gamni. Hverjum þjóna svo skritnar ratsjá fyrir norðan?
Andrés.si, 31.8.2009 kl. 21:15
? ratsjá hvað
hfinity (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 21:21
Aha... Þú ert ekki tilbuin að hlusta sko meira. Svo einfalt er það. Opnaðu bara veski á næstuni. Ásamt öðrum í fjölskyldu.
Andrés.si, 31.8.2009 kl. 21:23
Nei, ég meina hvaða ratskjá. Ég skil mjög illa þess skrift þína og veit ekkert hvaða ratsjá þú ert að tala um.
Ertu að tala um skipsratsjá eða flugratsjá? HVAÐ!!!!!?
hfinity (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 21:38
Ég er að tala um ratsjá. Hitt með skíp og flug er partur af því sem fólkinu er latið vita. En fólk veit ekki alt því það er bannað. Ef ég held áfram segir þú bara aftur að það er samsæriskenning. Þess vegna segi ég. Besta vopn Íslendingaí dag er að segja sig úr NATO.
Ég ætla ekki bætta mér í skriftini, því einmitt í dag skrífa ég s.l. klukku stund í þremur tungumálum.
Andrés.si, 31.8.2009 kl. 21:54
Kæri Hallur Magnússon
Ef það væri einhver vilji og hugur í stjórnmálamönnum þessa lands væri eflaust hægt að breyta þessum úrskurði samkeppniseftirlitsins á þeim tíma sem OR hafði ennþá til að selja, eða fram að áramótum. Allavega miðað við það sem maður hefur séð stjórnmálamenn geta komið í gegn þegar þeir starfa af áfergju fyrir hagsmuni allra annarra en almennings.
Það skiptir bara nákvæmlega ENGU MÁLI hvort við fáum einhverja "dýrmæta" 4 milljarða inn í landið eða opnum dyr fyrir erlenda fjárfesta eða hvaða fleiri rökleysur þú vilt koma með. VIÐ SELJUM EKKI AUÐLINDIRNAR OKKAR, ALDREI, ALDREI, ALDREI ALDREI!!!!!!
Hversu takmarkaður þarf maður að vera til að sjá ekki hversu skammgóður vermir þetta er? Ef orðatiltækið "..að pissa í skóna sína" hefur einhverntímann átt við þá er það núna.
Við höfum byggt þetta land í rúm 1100 ár. Til að standast samanburð í lífsgæðum við aðrar þjóðir, og vera ofar en þær jafnvel, höfum við þurft að treysta á þrjár dýrmætar náttúruauðlindir: Hreint ferskvatn, fisk og orku. Tímabundin kreppa, þó svo að hún muni standa í 10-20 ár réttlætir á ENGAN HÁTT að við tökum til við að selja þessar náttúruaðlindir. Við erum að tala um ákvarðanir sem varða næstu árhundruð!! Við tökum á okkur dýpri kreppu, við gerum hvað sem það kostar! Við seljum ekki náttúruauðlindirnar okkar úr landi.
Ég hef ekkert fyrir mér annað en brjóstvitið þegar ég segi að ég trúi því að langmestur meirihluti þjóðarinnar sé tilbúinn til að taka á sig dýpri kreppu í nokkur ár heldur en að hafa áhrif á næstu hundruði kynslóða með því að selja dýrgripina okkar.
Vaknið nú kæra þjóð, við getum ekki látið þetta gerast! Já, sumir vilja kannski segja "Þetta er nú bara ein sala og bara 18% hlutur, what´s the big deal?" Það er mín innsta og dýpsta sannfæring að ef ekki verður stappað niður fótunum sé þetta eingöngu smjörþefurinn af því sem koma skal. Þið verðið að átta ykkur á hvers virði þessar auðlindir eru. Það er engin tilviljun að menn ásækjast þær. Svo ekki sé talað um alla þekkinguna sem við seljum þá væntanlega líka.
Skúli Magnússon (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 23:59
Svo ég bendi á áhugaverðum punkt hjá Dofra Hermanns sem virðist einn af örfáum Samfylkingarmönnum sem sefur ekki værum svefni yfir þessu(kraftaverk gerist enn):
"
Samkvæmt umsögn Fjármálastjóra Reykjavíkurborgar um útreikning á núvirðingu sem lögð var fram íborgarráði 26. ágúst sl. samsvarar tilboðið sem fyrir liggur genginu 4,93 sé miðað við 10% ávöxtunarkröfu. Í þeim útreikningum hefur verið tekið tillit til væntrar álverðshækkunar en skuldabréfið er tengt álverði að hluta. Sé ekki gengið útfrá hækkun álverðs samsvarar tilboðið enn lægra gengi eða 4,4 mv. 10% ávöxtunarkröfu.
Miðað við þessar forsendur tapar því OR 5-6 milljörðum á viðskiptunum."
AK-72, 1.9.2009 kl. 00:08
Gjarnan, hér hafa greinilega farið fram fjörugar umræður um hluti sem að ég er lítið inni í og er svo sannarlega engu nær um eftir að hafa lesið þessar athugasemdir hér.
En eftir stendur að AGS hefur beitt miklum þrýstingi á Steingrím J. og stjórnvöld um að þau ættu ekki að skipta sér af þessu og láta það alfarið vera að ganga inn í kaupin.
Magma Energy er að sjálfsögðu ekki AGS. En AGS starfar engu að síður fyrir stóru fjármálaöflin að því að koma til þeirra auðlindunum. Magma Energy virðist vera peð í þeim leik.
Baldvin Jónsson, 1.9.2009 kl. 01:18
Og já AK-72, takk fyrir þetta síðasta innskot.
Þetta er enn eitt dæmið um gríðarlega skammsýni og "financial illiteracy" hjá opinberum starfsmönnum. 10% ávöxtunarkrafa þykir held ég afar hógvær almennt, en er kannski eðlileg sem viðmið í kreppu. Ef ávöxtunarkrafan yrði sett í 12-14% eins og margur myndi vilja yrði reiknað tap af viðskiptunum enn hærra.
Baldvin Jónsson, 1.9.2009 kl. 01:20
Guð minn góður kæru samlandar. Erum við virkilega svo vitlaus í þessari hámenntuðu þjóð að ætla að kaupa útskýringar manna eins og Halls Magnússonar.
Er ekki komið nóg af skyndilausnar úræðum kapitalismana ? Við erum að tala um skít á priki fyrir gríðarlegar náttúruauðlindir !
Vitið þið ekki að síðasta land sem lenti í svona hremmingum eins og við Íslendingar hafa misst allar sínar náttúruauðlindir til útlendinga. OG ÞAÐ MEÐ HJÁLP Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Af hverju í ósköpnum gerum við ekkert ! Fyrst núna þurfa að vera mótmæli !!!!!
Hvar er Hörður Torfa og co núna ?
Már (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 03:33
Már ku að vera hár :P Viðskipti koma vinstri kapítalísma ekkert við og hann er að sjálfsögðu mistök alveg eins og hjá BNA/USA. En að hætta sér í sócíalísma eftir mistök kerfis sem virkar ekkert þá vantar heila í fólk.
Þetta eru viðskipti. Ef að einhver íslendingur ætti nóg af peningum lánalaust til að kaupa til baka þá hætti sá að gera það. Ríkið á ekki peninga til þess og það ættu nú allir að vita. Ríkið er heldur ekki stórfyrirtæki sem ætti að kaupa allt.
hfinity (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 07:54
Það er búið að smíða meingallaðan og mjög flókinn lagaramma utan um raforkumarkað, sú tilraun hefur verið óttalegt flopp og sorglegt að það skuli hafa þessa ófyrirséðu afleiðingu. (Sjá færslu.)
Um þau rök að við þurfum á að halad gjaldeyri (heila fjóra milljarða), jújú, við gætum þá alveg eins selt hluta af loðnukvóta með 65 ára framlengjanlegum nýtingarrétti. Það myndi eflaust skila okkur gjaldeyri í vasann.
Vill Hallur Magg það?
Einar Karl, 1.9.2009 kl. 08:52
Orkulindirnar eigum við að reka sjálfir.
Þessa samkeppnis nefnd á að fá betri vinnureglur,
sem segja að hún skuli halda auðlindum lansins
og rekstri þeirra í höndum Íslenska ríkisins og íslenskra sveitarfélaga,
annars leggjum við hana niður.
Við höfum fullt af menntuðu fólki sem vill læra að stjórna auðlindunum fyrir okkur.
Ef einhverjir ætla að selja auðlindir úr landi, þá skoðum við tvennt.
Hver setti lög um samkeppnisstofnun.
Hverjir stýra Reykjavík.
Hver hefur svarið.
Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 09:33
Saga sem gekk fyrir nokkrum árum um Óla í Olís þar sem hann keypti olíufélag og greiddi fyrir með innistæðilausri ávísun sem var geymd yfir helgi en innistæðan tryggð á mánudegi með millifærslu af reikningi olís, kemur upp í hugann við þessar fréttir.hvort sem sagan er sönn eða ekki þá eru sambærilegar sjónhverfingar í viðskiptum ekkert nýjar af nálinni og sjáið þið bara til, verðmæti þessi sem verið er að láta af hendi munu margfaldast á næstu árum og þegar dæmið verður gert upp hefur Magma ekki greitt krónu fyrir þessi viðskipti.
Þetta er bara buissniss as usual ekkert persónulegt, það verður að segjast að við höfum ekki spilað neitt sérstaklega vel úr spilum okkar í gegnum tíðina og áður höfum við eða öllu heldur þeir sem fara með völd afsalað réttinum til vægis atkvæða fjöldans sem hefur haft í för með sér afleiðingar allt frá viðskiptaeinokun til afsals sjálfstæðis okkar. Þetta hefur ekkert breyst og mun ekkert breytast meðan samheldni þjóðarinnar er ekki meiri en raun ber vitni. Þjóðin öll svaf á meðan örfáir sigldu þessari þjóð í strand og hún sefur enn.
Á netinu þrasa menn og konur um samsæriskenningar eða ekki og áðeins örfáir ganga í svefni berjandi potta og pönnur eins og það sé eithvað sem ber árangur.Einginn þorir að lyfta hendi til að berjast fyrir jafnræði og sanngjarnri úthlutun auðlynda öllum til handa og gott dæmi eru huglausir tryllusjómenn sem þora ekki á sjó af ótta við fiskistofu og arm laganna sem heldur okkur í gíslingu óttans við yfirvaldið.
Við erum svo sannarlega afkomendur víkinga og þræla þeirra, þrælarnir heldur fleirri þjakaðir af þrælslund sem hefur lifað af í genum þjóðarinnar.
Magnús Kristjánsson, 1.9.2009 kl. 12:27
Já Maggi, þetta er nefnilega einmitt málið. Þetta er "business as usual". Aulinn ég hélt bara að það væri liðin tíð.
Þetta er 100% 2007 samningur. Lítið út - restin á kúluláni sem verður allan tímann með neikvæða vexti miðað við verðbólgu. Landinn fær lítið - Magma fær að gjörnýta apparatið eftirlitslaust í 130 ár.
Ég er ekki í prinsippinu á móti því að erlendir aðilar geti keypt hér nýtingarrétt af auðlindunum okkar. En ég er alfarið á móti því að þeir fái að gera það fyrir upphæð sem flokkast sem hræðileg brunaútsala og að þeir fái það uppáskrifað til 130 ára !!
Hvaða fulltrúi, sem kjörinn er til 4 ára í senn, hefur til þess umboð af afsala okkur auðlindum til 130 ára? Mér er spurn.
Baldvin Jónsson, 1.9.2009 kl. 17:25
Svo eru menn eithvað hissa á því að fólk með menntun, sem gerir sér grein fyrir því að hvað heimurinn er lítill og hversu vanmáttug þjóðin er komi sér í burtu til annarra landa.
Það er í raun bara um tvennt í stöðunni ef eitthvað á að breytast, flytja burt eða bylting.
Kannski ef skothvellir myndu heyrast á Austurvelli myndi fólk leggja niður potta og pönnur og hefjast handa ,, veit ekki?
Góð ráð eru dýr.
Magnús Kristjánsson, 1.9.2009 kl. 17:45
Getur það verið að stjórnarformaður Orkuveitunnar hafi verið í læri hjá stjórnarformanni R-listans sáluga...? Mér finnst vera "framsóknarlykt" af þessum samningi án þessa að hafa kynnt mér hver skipaði menn í stjórn veitunnar. Ég er nefnilega uppalinn í framsóknarþorpi og því nokkuð þefnæmur....!
Ómar Bjarki Smárason, 1.9.2009 kl. 22:13
burt séð frá því hverjir eru að kaupa HS, þá þarf að lýta á rót vandans.
Afhverju keypti OR í HS?
Hverjir voru tilbúnir að selja frá sér orkuauðlindirnar þegar HS var selt?
Voru þar menn og konur á ferð sem vildu fá markaðsverð fyrir HS með þeim tilmælum að kaupandinn mætti aldrei selja HS frá sér?
Ef ríkistjórnarflokkarnir hefðu einhvern áhuga á því að halda HS í eigu Íslendinga þá myndu þeir láta upprunalegu kaupinn á HS ganga til baka. Það er að segja til Sveitarfélaganna sem seldu HS í upphafi.
Fannar frá Rifi, 1.9.2009 kl. 23:49
Ómar Bjarki, það eitt að nánast umboðslaus Framsóknarflokkurinn í borginni, með aðeins einn borgarfulltrúa, geti komið mann af 14. sæti listans síns í það að vera stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur er ömurlegt og Framsóknarlegt. Allt málið þaðan í frá er smitað af því.
Fannar, já af hverju ekki?
Baldvin Jónsson, 2.9.2009 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.